Letti sem kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi framseldur heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2022 10:37 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni lettneskra yfirvalda um framsal á lettneskum ríkisborgara sem búsettur hefur verið hér á landi í þrjú ár. Þarlend yfirvöld vilja að maðurinn afpláni fimm ára dóm fyrir að hafa verslað með átján grömm af amfetamíni. Maðurinn kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti fyrir helgi. Staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hafði nýverið staðfest ákvörðun ríkissaksóknara að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda. Málið má rekja til þess að ríkissaksóknara barst evrópsk handtökuskipun frá kollega hans í Lettlandi. Óskað var eftir handtöku og afhendingar umrædds manns, til fullnustu fangelsisrefsingar. Fimm ára fangelsisdómur beið Árið 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa keypt og selt 18,3 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa haft í vörslum sínu, 0,32 grömm af kannabisefnum þegar hann var handtekinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í fimm ára og tveggja mánaða fangelsi. Átti hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 14. september síðastliðinn. Skömmu síðar var tekin ákvörðum um að verða við framsalsbeiðninni. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms og fór að lokum fyrir Landsrétt, sem staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara, eins og áður hefur komið fram. Sagðist hafa snúið við blaðinu hér Við meðferð málsins í héraðsdómi sagðist maðurinn hafa komið hingað til lands árið 2019. Hér hafi hann öðlast nýtt líf, væri verðmætur starfskraftur á vinnustað sínum, hafi hér eignast kærustu og hvorki neytt áfengis né annarra vímuefna. Engin brot væri að finna á sakaskrá mannsins eða málaskrá lögreglu hér á landi. Frá Riga, höfuðborg Lettlands.Mehmet Murat Onel/Anadolu Agency via Getty Images) Lífið hafi reynst honum erfitt í Lettlandi en hér á landi hafi honum tekist að snúa við blaðinu og liði vel. Þá vildi maðurinn meina að fangelsisdómurinn sem biði hans í Lettlandi væri í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu. Algjört ósamræmi væri á milli þyngd hans og alvarlega brotsins sem hann var sakfelldur fyrir. Ekki hlutverk héraðsdóms að endurmeta niðurstöðu dómstóls í öðru landi Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir hins vegar að öll lagaskilyrði fyrir framsali mannsins væru uppfyllt. Um þyngd dómsins í Lettlandi segir dómari að vissulega megi fallast á þau sjónarmiðað miðað við málavexti málsins. Hins vegar liggi engar upplýsingar fyrir um hvað sé að baki þeirri refsiákvörðun. Héraðsdómur hér á landi hafi ekki valdheimild til að endurmeta hver hæfileg refsing við umræddu broti sé. Landsréttur staðfesti sem fyrr niðurstöðu héraðsdóms um að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara um framsal mannsins. Dómsmál Lettland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Sjá meira
Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti fyrir helgi. Staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hafði nýverið staðfest ákvörðun ríkissaksóknara að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda. Málið má rekja til þess að ríkissaksóknara barst evrópsk handtökuskipun frá kollega hans í Lettlandi. Óskað var eftir handtöku og afhendingar umrædds manns, til fullnustu fangelsisrefsingar. Fimm ára fangelsisdómur beið Árið 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa keypt og selt 18,3 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa haft í vörslum sínu, 0,32 grömm af kannabisefnum þegar hann var handtekinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í fimm ára og tveggja mánaða fangelsi. Átti hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 14. september síðastliðinn. Skömmu síðar var tekin ákvörðum um að verða við framsalsbeiðninni. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms og fór að lokum fyrir Landsrétt, sem staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara, eins og áður hefur komið fram. Sagðist hafa snúið við blaðinu hér Við meðferð málsins í héraðsdómi sagðist maðurinn hafa komið hingað til lands árið 2019. Hér hafi hann öðlast nýtt líf, væri verðmætur starfskraftur á vinnustað sínum, hafi hér eignast kærustu og hvorki neytt áfengis né annarra vímuefna. Engin brot væri að finna á sakaskrá mannsins eða málaskrá lögreglu hér á landi. Frá Riga, höfuðborg Lettlands.Mehmet Murat Onel/Anadolu Agency via Getty Images) Lífið hafi reynst honum erfitt í Lettlandi en hér á landi hafi honum tekist að snúa við blaðinu og liði vel. Þá vildi maðurinn meina að fangelsisdómurinn sem biði hans í Lettlandi væri í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu. Algjört ósamræmi væri á milli þyngd hans og alvarlega brotsins sem hann var sakfelldur fyrir. Ekki hlutverk héraðsdóms að endurmeta niðurstöðu dómstóls í öðru landi Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir hins vegar að öll lagaskilyrði fyrir framsali mannsins væru uppfyllt. Um þyngd dómsins í Lettlandi segir dómari að vissulega megi fallast á þau sjónarmiðað miðað við málavexti málsins. Hins vegar liggi engar upplýsingar fyrir um hvað sé að baki þeirri refsiákvörðun. Héraðsdómur hér á landi hafi ekki valdheimild til að endurmeta hver hæfileg refsing við umræddu broti sé. Landsréttur staðfesti sem fyrr niðurstöðu héraðsdóms um að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara um framsal mannsins.
Dómsmál Lettland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Sjá meira