Salka lendir í ritskoðunarkrumlum Facebook Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2022 09:21 Mark Zuckerberg og hans fólk hjá Facebook hafði engar vöflur á og setti bókaforlagið Sölku umsvifalaust í mánarbann. Hann hlustar ekki á neinar mótbárur. Anna Lea hjá Sölku segir bannið koma á allra versta tíma. aðsend Ritskoðunardeild Facebook hefur sett Sölku útgáfu í mánaðarbann á samfélagsmiðlinum en útgefanda varð það á að nefna Hitler á nafn en hinn illræmdi fyrrverandi þýski kanslari er nú kallaður H-orðið meðal Sölku-fólks. Sölku varð það á að birta færslu á Facebook-síðu sinni þar sem vakin er sérstök athygli á útgáfu bókar Vals Gunnarssonar Hvað ef? Þar fer Valur í ýmsa lykilatburði mannkynssögunnar og veltir því fyrir sér hvað hefði orðið ef einhverjir afdrifaríkir atburðir hefðu farið öðru vísi en þeir fóru og hvernig veröldin væri þá. Klassísk spurning í raun, sem Valur er að vinna með: „Hvað ef Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði unnið, Bítlarnir hefðu aldrei verið til, Lenín hefði lifað lengur, ekkert hrun orðið á Íslandi, víkingar hefðu sigrað heiminn, Jörundur hefði hengt einhvern og fleiri sagnfræðilegar vangaveltur um það sem hefði getað orðið.“ Hélt fyrst að þetta væri grín Þennan texta birti Anna Lea Friðriksdóttir útgefandi á Facebook-síðu Sölku. En hún hefði betur sleppt því á þessum síðustu og verstu. „Það voru komin einhver 400 læk, fólk segir þetta er skemmtilegt og fólk að spjalla, á hvað ef-nótum. Svo er það þannig að sonur minn var að koma heim frá Reykjum, ég var að sækja drenginn, og þá sé ég með rauðum stöfum skilaboð frá Facebook, ég sé komin í bann í 29 daga, þar megi ég ekkert auglýsa neitt fyrir Sölku, ekki á þessum miðli og má ekki vera með „live vídeó“ því þá gæti ég verið að gera eitthvað stórhættulegt – púkka uppá þessa stórhættulegu einstaklinga,“ segir Anna Lea í samtali við Vísi. Hún veit varla hvort hún eigi að hlæja eða gráta. Dögg Hjaltalín og Anna Lea, útgefendur hjá Sölku, eru ánægðar með bók sem þær eru nú að gefa út eftir Val Gunnarsson. Bókin er sagnfræðilegs eðlis en Zuckerberg og hans fólk hjá Facebook telja að þarna gæti verið svæsinn áróður á ferð, forlagið er komið í bann og þar við situr.aðsend Anna Lea hélt fyrst að þetta væri eitthvað grátt grín og svo að hún hefði lent í einhverjum svikahröppum á netinu. „Að þetta væri einhver svikamylla. Það er alltaf verið að tala um að maður eigi að passa sig á hinu og þessu. En svo sé ég að þetta er í alvörunni.“ Bannið kemur á allra versta tíma Anna Lea reyndi að áfrýja, skýrskota til vitsmuna þeirra sem höfðu komið á þessu banni beint af augum en allt kom fyrir ekki. Svarið var að þar á bæ hefðu menn ekki tíma til að skoða málið og að þetta stæði svona. Anna Lea segir að þarna séu vissulega ýmsir vondir karlar í forgrunni en hún á erfitt með að sjá fyrir sér hvernig hægt er að fjalla um 20. öldina án þess að nefna Hitler á nafn. Kanslarinn þýski? H-orðið? Bókin umdeilda. Hvað ef? Höfundurinn segir að ritskoðunarstefna Facebook eigi að vera ráðandi þá verði ómögulegt að ræða lykilatburði 20. aldarinnar á opinberum vettvangi. Bannið kemur skelfilega við útgáfuna, á allra versta tíma því megnið af bóksölu ársins fer einmitt fram þessa dagana. Salka má ekki auglýsa neitt á Facebook næstu 29 dagana. „Gildir um allt sem Salka er að gera. Ég er með hendur bundnar. Ég get ekki einu sinni auglýst bók um jóga,“ segir Anna Lea. Hið öfgusnúna í þessu öllu, eins og oft vill verða þegar ritskoðun er annars vegar, er að þetta eru nákvæmlega sömu aðferðirnar og Hitler hefði beitt. Áróðursmálaráðherra hans, Göbbels, hamaðist gegn „lygapressunni“ með ritskoðun og bókabrennur að vopni þar sem margræðni mátti sín einskis. Ritskoðun setur áróður og sagnfræði í sömu hilluna Þá þykir Önnu Leu skjóta skökku við að Valur Gunnarsson, annálað prúðmenni og mannvinur hafi náð að strjúka fólki Mark Zuckerbergs svo hroðalega öfugt. Valur telur ekki ólíklegt að þessar aðferðir séu nákvæmlega það sem H-ið hefði viljað viðhafa.aðsend Og Val er brugðið: „Einhvern tímann hefði ég verið talsmaður óhefts málfrelsis en Elon Musk hefur ef til vill sýnt fram á að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. En hinn kosturinn er líka slæmur, að vélmenni sjái um ritskoðun og taki allt efni úr umferð sem inniheldur ákveðin orð.“ Valur segir engan greinarmun gerðan á áróðri og sagnfræði og samkvæmt þessu verði ekki hægt að ræða lykilatburði 20. aldar á opinberum vettvangi. „Sem er kannski einmitt eitthvað í ætt við það sem H-ið hefði viljað,“ segir Valur við þessari óvæntu vendingu. Hér má sjá skilaboðin frá ritskoðunarnefnd Facebook. Samfélagsmiðlar Bókaútgáfa Facebook Meta Tjáningarfrelsi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Sölku varð það á að birta færslu á Facebook-síðu sinni þar sem vakin er sérstök athygli á útgáfu bókar Vals Gunnarssonar Hvað ef? Þar fer Valur í ýmsa lykilatburði mannkynssögunnar og veltir því fyrir sér hvað hefði orðið ef einhverjir afdrifaríkir atburðir hefðu farið öðru vísi en þeir fóru og hvernig veröldin væri þá. Klassísk spurning í raun, sem Valur er að vinna með: „Hvað ef Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði unnið, Bítlarnir hefðu aldrei verið til, Lenín hefði lifað lengur, ekkert hrun orðið á Íslandi, víkingar hefðu sigrað heiminn, Jörundur hefði hengt einhvern og fleiri sagnfræðilegar vangaveltur um það sem hefði getað orðið.“ Hélt fyrst að þetta væri grín Þennan texta birti Anna Lea Friðriksdóttir útgefandi á Facebook-síðu Sölku. En hún hefði betur sleppt því á þessum síðustu og verstu. „Það voru komin einhver 400 læk, fólk segir þetta er skemmtilegt og fólk að spjalla, á hvað ef-nótum. Svo er það þannig að sonur minn var að koma heim frá Reykjum, ég var að sækja drenginn, og þá sé ég með rauðum stöfum skilaboð frá Facebook, ég sé komin í bann í 29 daga, þar megi ég ekkert auglýsa neitt fyrir Sölku, ekki á þessum miðli og má ekki vera með „live vídeó“ því þá gæti ég verið að gera eitthvað stórhættulegt – púkka uppá þessa stórhættulegu einstaklinga,“ segir Anna Lea í samtali við Vísi. Hún veit varla hvort hún eigi að hlæja eða gráta. Dögg Hjaltalín og Anna Lea, útgefendur hjá Sölku, eru ánægðar með bók sem þær eru nú að gefa út eftir Val Gunnarsson. Bókin er sagnfræðilegs eðlis en Zuckerberg og hans fólk hjá Facebook telja að þarna gæti verið svæsinn áróður á ferð, forlagið er komið í bann og þar við situr.aðsend Anna Lea hélt fyrst að þetta væri eitthvað grátt grín og svo að hún hefði lent í einhverjum svikahröppum á netinu. „Að þetta væri einhver svikamylla. Það er alltaf verið að tala um að maður eigi að passa sig á hinu og þessu. En svo sé ég að þetta er í alvörunni.“ Bannið kemur á allra versta tíma Anna Lea reyndi að áfrýja, skýrskota til vitsmuna þeirra sem höfðu komið á þessu banni beint af augum en allt kom fyrir ekki. Svarið var að þar á bæ hefðu menn ekki tíma til að skoða málið og að þetta stæði svona. Anna Lea segir að þarna séu vissulega ýmsir vondir karlar í forgrunni en hún á erfitt með að sjá fyrir sér hvernig hægt er að fjalla um 20. öldina án þess að nefna Hitler á nafn. Kanslarinn þýski? H-orðið? Bókin umdeilda. Hvað ef? Höfundurinn segir að ritskoðunarstefna Facebook eigi að vera ráðandi þá verði ómögulegt að ræða lykilatburði 20. aldarinnar á opinberum vettvangi. Bannið kemur skelfilega við útgáfuna, á allra versta tíma því megnið af bóksölu ársins fer einmitt fram þessa dagana. Salka má ekki auglýsa neitt á Facebook næstu 29 dagana. „Gildir um allt sem Salka er að gera. Ég er með hendur bundnar. Ég get ekki einu sinni auglýst bók um jóga,“ segir Anna Lea. Hið öfgusnúna í þessu öllu, eins og oft vill verða þegar ritskoðun er annars vegar, er að þetta eru nákvæmlega sömu aðferðirnar og Hitler hefði beitt. Áróðursmálaráðherra hans, Göbbels, hamaðist gegn „lygapressunni“ með ritskoðun og bókabrennur að vopni þar sem margræðni mátti sín einskis. Ritskoðun setur áróður og sagnfræði í sömu hilluna Þá þykir Önnu Leu skjóta skökku við að Valur Gunnarsson, annálað prúðmenni og mannvinur hafi náð að strjúka fólki Mark Zuckerbergs svo hroðalega öfugt. Valur telur ekki ólíklegt að þessar aðferðir séu nákvæmlega það sem H-ið hefði viljað viðhafa.aðsend Og Val er brugðið: „Einhvern tímann hefði ég verið talsmaður óhefts málfrelsis en Elon Musk hefur ef til vill sýnt fram á að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. En hinn kosturinn er líka slæmur, að vélmenni sjái um ritskoðun og taki allt efni úr umferð sem inniheldur ákveðin orð.“ Valur segir engan greinarmun gerðan á áróðri og sagnfræði og samkvæmt þessu verði ekki hægt að ræða lykilatburði 20. aldar á opinberum vettvangi. „Sem er kannski einmitt eitthvað í ætt við það sem H-ið hefði viljað,“ segir Valur við þessari óvæntu vendingu. Hér má sjá skilaboðin frá ritskoðunarnefnd Facebook.
Samfélagsmiðlar Bókaútgáfa Facebook Meta Tjáningarfrelsi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira