Krónan opnar sína fyrstu verslun á Akureyri Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2022 08:01 Verslunarrýmið er um tvö þúsund fermertrar að stærð. Aðsend Krónan opnar í dag nýja verslun að Tryggvabraut 8 á Akureyri. Þetta er fyrsta verslun Krónunnar sem opnar í bænum. Í tilkynningu segir að verslunarrýmið sé alls um tvö þúsund fermetrar að stærð og að fyrsta skóflustungan hafi verið tekin 15. júní 2021. „Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá tilbúna rétti. Jafnframt mun veitingastaðakeðjan Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum. Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar,“ segir í tilkynningunni. Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar.Aðsend Fimmtíu nýir starfsmenn Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan á Akureyri verði ein af glæsilegustu verslunum Krónunnar. „Það er frábært að geta loksins boðið þjónustu okkar og vöruúrval til íbúa Akureyrar og nærliggjandi sveita. Við erum einnig spennt að sjá hvernig verður tekið í stafrænu lausnir okkar en Skannað og skundað er sjálfsafgreiðslulausnin sem getur sparað heilmikinn tíma við innkaupin og einfaldað lífið á ýmsan máta. Einnig munum við bjóða upp á þjónustu vefverslunar á nýju ári. Við hlökkum til undirbúnings jólanna með Akureyringum og fögnum því einnig að nú eru nærri fimmtíu nýir starfsmenn sem við bjóðum innilega velkomna í Krónuteymið.“ Mikil eftirvænting Þá segir verslunarstjórinn Bjarki Kristjánsson að starfsmenn hafi orðið varir við mikla eftirvæntingu fyrir opnun Krónunnar á Akureyri. Því sé mjög ánægjulegt að nú sé hún loksins að verða að veruleika. „Við viljum að Krónan komi sem ferskur andblær inn á markaðinn og auki fjölbreytnina sem fyrir er á Akureyri. Ekki aðeins þegar kemur að ferskvöru heldur verðum við einnig með tilbúna rétti frá Wok On og RUB 23. Sjálfur er ég sérstaklega spenntur fyrir því að kynna kjötpökkunina, þar sem tveir lærðir kjötiðnaðarmenn skera og pakka kjöti á staðnum Við opnun núna um mánaðamót og svo koma jólin. Þetta er háannatími og við hlökkum til,“ segir Bjarki. Akureyri Verslun Festi Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Sjá meira
Í tilkynningu segir að verslunarrýmið sé alls um tvö þúsund fermetrar að stærð og að fyrsta skóflustungan hafi verið tekin 15. júní 2021. „Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá tilbúna rétti. Jafnframt mun veitingastaðakeðjan Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum. Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar,“ segir í tilkynningunni. Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar.Aðsend Fimmtíu nýir starfsmenn Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan á Akureyri verði ein af glæsilegustu verslunum Krónunnar. „Það er frábært að geta loksins boðið þjónustu okkar og vöruúrval til íbúa Akureyrar og nærliggjandi sveita. Við erum einnig spennt að sjá hvernig verður tekið í stafrænu lausnir okkar en Skannað og skundað er sjálfsafgreiðslulausnin sem getur sparað heilmikinn tíma við innkaupin og einfaldað lífið á ýmsan máta. Einnig munum við bjóða upp á þjónustu vefverslunar á nýju ári. Við hlökkum til undirbúnings jólanna með Akureyringum og fögnum því einnig að nú eru nærri fimmtíu nýir starfsmenn sem við bjóðum innilega velkomna í Krónuteymið.“ Mikil eftirvænting Þá segir verslunarstjórinn Bjarki Kristjánsson að starfsmenn hafi orðið varir við mikla eftirvæntingu fyrir opnun Krónunnar á Akureyri. Því sé mjög ánægjulegt að nú sé hún loksins að verða að veruleika. „Við viljum að Krónan komi sem ferskur andblær inn á markaðinn og auki fjölbreytnina sem fyrir er á Akureyri. Ekki aðeins þegar kemur að ferskvöru heldur verðum við einnig með tilbúna rétti frá Wok On og RUB 23. Sjálfur er ég sérstaklega spenntur fyrir því að kynna kjötpökkunina, þar sem tveir lærðir kjötiðnaðarmenn skera og pakka kjöti á staðnum Við opnun núna um mánaðamót og svo koma jólin. Þetta er háannatími og við hlökkum til,“ segir Bjarki.
Akureyri Verslun Festi Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Sjá meira