Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. desember 2022 07:26 Árið 2018 fluttu hjónin Richard Scobie og Kristín Einarsdóttir Scobie til eyjunnar Manar í Danmörku sem oft er kölluð Ítalía Norðursins. Richard og Kristín vildu einfalda lífið og komast í meiri ró. Hjónin eiga fyrirtækið Nordic Trailblazers sem býður upp á þríþætta þjónustu. Þar á meðal velferðasetur sem meðal annars býður upp á að álagsþreyttir einstaklingar, þar á meðal margir Íslendingar, koma til þeirra til að slaka á og vinna með velferð sína að leiðarljósi. „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. „Hér eru allir dagar þannig að það er eins og að horfa á málverk þegar maður horfir út um gluggann. Maður fyllist þakklæti. Ég get því alveg sagt að ég er bæði mjög þakklátur að vera hingað kominn og meðvitaður um hversu mikil forréttindi það eru að eiga þetta æðislega góða líf hér með Kristínu,“ segir Richard og brosir. Mörg okkar tengja Richard Scobie einna helst við tónlistina. Enda söngvari Rikshaw og Loðinnar rottu sem nutu mikilla vinsælda á níunda og tíunda áratugnum. Richard bjó síðar lengi í Los Angeles þar sem hann starfaði í heimi kvikmynda og tónlistar og enn síðar á Írlandi. „Vissulega er lífið okkar hér og litli búgarðurinn okkar ólíkur því lífi sem maður lifir í stórborgum. En fyrir okkur sem þekkjum Richie, þá er þetta nú alls ekki fjarri hans innra manni og því gildum sem hann aðhyllist,“ útskýrir Kristín og kímir við. Kristín er menntaður iðjuþjálfi með meistaragráðu í lýðheilsuvísindum og aðra félagsfræði. Richard er með BA í félagsfræði með þéttbýlis og borgarþróun sem sérgráðu. Fyrirtækið þeirra er nokkurs konar velferðasetur sem býður upp námskeið og viðburði, sem álagsþreyttir einstaklingar, þar á meðal margir Íslendingar, fá tækifæri til að slaka á og vinna með velferð sína að leiðarljósi. Richard segir alla daga vera þannig að það sé eins og að horfa á málverk að líta út um gluggann. Eins og sjá má á þessum myndum. Húsið sem hjónin keyptu sér var byggt árið 1700 og því fylgir stór lóð. Hjónin segjast þakklát því lífi sem þau lifa en það sé ekki líf sem varð til af einhverri tilviljun, heldur líf sem þau sköpuðu sér sjálf. Í dag ætlum við að fá að heyra aðeins meira um Nordic Trailblazers og þá hugmyndafræði sem þau hjónin lifa eftir og margir vilja sækjast í. Þar sem lífið flæðir í núvitund og með innri ró. Ástin Skötuhjúin kynntust árið 2009. „Þetta var á þeim tíma sem Facebook var nýtt og allir að reyna að átta sig á því út á hvað Facebook gengi eiginlega. Sameiginlegur kunningi okkar Kristínar á Facebook, sendi á mig línu og sagðist þekkja æðislega konu sem væri tilvalin fyrir mig Ég var samt ekkert að leita. Og hún ekki heldur. En við hittumst samt á laugardegi klukkan tvö, fórum í göngu og viðruðum hundinn minn og yngsta son hennar,“ segir Richard og hlær. „Í þessum göngutúr á Álftanesi ræddum við saman um ýmislegt,“ segir Kristín brosandi og bætir við: „Á þessum tíma vorum við kominn á þann stað í lífinu að vita hvað við vildum og hvað við vildum ekki. Í spjallinu okkar kom strax í ljós að við erum með mjög svipuð gildi. Þessi göngutúr varð því til þess að góður vinskapur myndaðist. Sem síðan þróaðist í samband.“ Kristín og Richard rækta mikið af grænmeti eftir aðferðarfræði um vistmenningu og styðjast einnig við hina svo kölluðu No Dig aðferðarfræði með eigin moltu. Hér má sjá sýnishorn af uppskeru, hluta af matjurtagarðinum og mynd af útieldhúsinu. Sameiginlegi vinurinn á Facebook hafði því gegnt lykilhlutverki eftir allt saman. Sem hjónin segja frekar merkilegt í ljósi þess að umræddur kunningi er ekki maður sem þau voru þá né nú neitt mikið í samskiptum við. Lífsgæði frekar en kapphlaup Eitt af því sem þau áttuðu sig fljótt á að einkennir þau bæði er ævintýraþráin. Þegar Richard svo fékk boð um að gerast meðeigandi í kvikmyndaframleiðslufyrirtæki á Írlandi, ákvað parið að slá til og flytja út. Kristín skellti sér í meistaranám og náði þar með í sína aðra meistaragráðu. Richard fór líka í meistaranám samhliða vinnu og valdi nám í handritaskrifum fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Parinu leið vel á Írlandi þar sem þau enduðu með að vera í fjögur og hálft ár. Þá sneru þau aftur til Íslands en bjuggu þó ekki lengi þar. „Ísland er yndislegt land og það fallegasta. En okkur langaði til að einfalda lífið okkar. Róa það niður og koma okkur frá þessu spani sem einkennir svolítið íslenskt samfélag. Okkur langaði til að flytja út og leggja áherslu á lífsgæði frekar en kapphlaup,“ segir Richard. Við veltum nokkrum stöðum fyrir okkur. En það skiptir líka máli þegar maður velur stað að velta fyrir sér: Hvar vill maður eldast? Ég hef svo lengi verið starfandi í heilbrigðisgeiranum og eftir að hafa skoðað nokkur lönd, var niðurstaðan sú að flytja til Danmerkur því hér er heilbrigðisþjónustan góð,“ segir Kristín, sem þekkti reyndar Danmörku þegar vel því þar hafði hún búið áður. Fór svo að fjölskyldan flutti út með yngsta soninn sem þá var 13 ára og keyptu sér hús á eyjunni Mön í Eystrasaltinu. Eyjan er oft nefnd Ítalía Norðursins vegna líkinda við Toskana á Ítalíu. Húsið er friðað hús með stráþaki frá árinu 1700 og fylgir heilmikið land með. „Falið leyndarmál, mögnuð náttúruperla, ótrúlega fallegt svæði,“ segja hjónin í kór þegar þau lýsa umhverfinu. Eyjan Mön er verndað UNESCO lífríki og einn af fimm minnst ljósmenguðustu stöðum í Evrópu. Nýlega hlaut eyjan tilnefningu sem DARK SKY PARK. Það að vera vottað lífríki felur í sér að íbúar skuldbinda sig til að lifa í góðu samspili milli manna, náttúru og dýra og umgangast lífríkið þannig að röskun verði sem minnst. Enda pláss fyrir alla. Að sögn hjónanna er einn af kostum eyjunnar staðsetning hennar. Því þaðan er auðvelt er að ferðast til meginlands Evrópu, stutt til Kaupmannahafnar og á alþjóðaflugvöll sem er í rúman klukkutíma frá. Kristín og Richard rækta mikið af grænmeti og þau vinna eftir aðferðafræði um vistmenningu (e. Permaculture). Vistmenning er aðferð eða sýn við hönnun á samfélögum manna, sérstaklega hvað varðar lífræna ræktun sem hermir eftir skipulagi og tengslum í náttúrulegum vistkerfum. Í slíkri hönnun er lögð áhersla á umhverfisvernd og skynsamlega nýtingu auðlinda og mannvirkja, endurnýtingu, orkusparandi tækni og aðgerðir til að draga úr mengun. Vistmenning er hönnunarstefna sem í upphafi snerist aðeins um sjálfbæra jarðrækt en fór fljótlega að fjalla um allar hliðar mannvistar, þar á meðal skipulag, arkitektúr og iðnað. Meðal annars nota þau hjónin svokallaða „No Dig" aðferðarfræði með eigin moltu, þannig að lífríkið raskist sem minnst en styðji fremur við ræktunina. „Þetta þýðir að allt hjá okkur styðst við að vera ekki með neitt inngrip í náttúruna heldur gera hlutina meira eins og þeir voru gerðir í gamla daga. Við söfnum regnvatni, erum með hænur sem tryggja okkur áburð, notum þang í stað moldar og svo framvegis,“ segir Kristín. Hún segir lífið þeirra þó langt frá því að vera alveg sjálfbært. „En við reynum að gera hvað við getum hér og sá hugsunarháttur er einkennandi hjá íbúum á svæðinu.“ Richard segist ótrúlega þakklátur því að lífið hafi leitt þau til eyjunnar Mön, honum hafi aldrei liðið jafnvel og nú. Richard bjó í mörg ár í Los Angeles þar sem hann starfaði í heimi kvikmynda- og tónlistar en hann er með BA í félagsfræði með þéttbýlis og borgarþróun sem sérgráðu. Á mynd má einnig sjá hundana Toby og Ellu. Nordic Trailblazers Nordic Trailblazers var stofnað árið 2018 og hlaut strax það ár stuðning til stefnumótunar verkefnaaðila innan Dansk Industry sem kallast „Founders of Tomorrow”. “ „Founders of Tomorrow“ er verkefni sem sameinar frumkvöðla, hugar að síbreytilegum alþjóðlegum áskorunum og truflnýbreytni eða trufltækni. Það sem trufltækni þýðir er að ef uppfinning eða nýjung býr til nýjan markað og verðmæti, með þeim afleiðingum að tiltekin nýjung truflar ríkjandi markaði og markaðsgildi þá kallast nýjungin trufltækni, vegna þess að hún er líkleg til að ryðja í burtu eldri tækni eða venjum á nokkrum árum eða áratugum. „En þrátt fyrir róttækni trufltækninnar, þá er lokamarkmiðið að koma fram með verkefni sem stuðla að betri framtíð fyrir fólk og jörðina”, segir Kristín og bætir við: „Það er það sem við erum að gera í okkar fyrirtæki er að byggja brú milli heilsueflingar, menntunar og tengingar við lífríkið sem við búum í og til þess nýtum við bæði tæknilausnir sem og lífríkið og náttúruna sjálfa í takt við okkar aðalvopn sem er manneskjan sjálf.“ Starfsemi Nordic Trailblazers er þríþætt: Velferðamiðstöðin. Sá hluti sem tekur á móti fólki á eyjunni og næsta nágrenni með það að leiðarljósi að skapa brú á milli heilsueflingar, menntunar og tengingar við lífríkið. Íslenskuskólinn Norrænir Forsprakkar. Sá hluti sem kennir börnum og fullorðnum sem búsett eru erlendis íslensku á netinu. Sérfræðiráðgjöf. Ráðgjöf við sérverkefni á sviði nýsköpunar og rannsókna í heilbrigðisþjónustu. „Það er svo áhugavert að eiginlega allir sem koma til okkar enda síðan með að spyrja okkur: Vá, hvernig farið þið að því að lifa svona lífi? Sem er akkúrat málið að spyrja um. Því þetta er ekki líf sem við lifum fyrir einhverja tilviljun. Þetta er líf sem við höfum valið okkar og skapað sjálf,“ segir Richard og bætir við: „Það er samt svo margt gott á Ísland og auðlindir Íslendinga eru engu líkari. Íslendingar eru líka svo ótrúlega duglegt fólk og frumkvöðlaeðlið okkar er í annarfri vídd en hjá flestum þjóðum. Við erum fljót að læra og þorum að prófa nýja hluti. En við megum ekki drepa okkur á stressi, maður verður að staldra við og spyrja sig að því hvernig maður vilji forgangsraða,“ segir Richard og Kristín kinkar kolli. Þau segja tempóið í Danmörku allt öðruvísi en á Íslandi. Það hafi tekið þau sjálf smá tíma að venjast því. Jafnvægið á milli einkalífs og vinnu er í hávegum haft, enda langt síðan Danir styttu vinnuvikuna í 36 klukkustundir og almennt fara allir heim um þrjú fjögur leytið á daginn og þá er reynt að njóta og hafa það huggulegt. Kristín er menntaður iðjuþjálfi með meistaragráðu í lýðheilsuvísindum og aðra félagsfræði. Kristín hefur lengi starfað við heilbrigðisvísindi og segir mikilvægt þegar fólk velur hvar það vill búa erlendis að velta fyrir sér hvar er gott að eldast. Til viðbótar við ferðir og velferðasetur Nordic Trailblazers starfrækir fyrirtækið íslenskuskóla sem er alfarið starfræktur í skýjunum og kennir börnum og fullorðnum íslensku í öllum tímabeltum í heiminum. Að vekja nútvitundina og efla heilsuna Kristín og Richard eiga samtals fjögur börn. Þar af eru þrjú orðin fullorðin; sonur Richards og eldri sonur og dóttir Kristínar og svo eru tvö barnabörn Kristínar megin. Yngsti sonurinn býr hins vegar enn hjá þeim og heitir Högni. Högni er 18 ára gamall og svo heppilega vildi til að hann var til í að ræða aðeins við blaðamann þegar viðtalið var tekið og gefa okkur smá innsýn í hvað honum finnst til samanburðar við unga fólkið á Íslandi. Það er meiri keppni heima á Íslandi sem þekkist ekki hér. Heima eru allir að keppast við að sýna allt og þá helst að það sé dýrt. Skíðaferðir, föt og svo framvegis. Þetta þekkist ekki hjá krökkum hérna úti. Það er enginn að pæla í þessu og enginn að reyna að sýna eitt eða neitt. Ef fólk fer í skíðaferð þá bara fínt. En það er enginn að upphefja sig neitt með því. Krakkar hérna lifa líka rólegra lífi,“ segir Högni. Þar sem fjölskyldan bjó í nokkur ár á Írlandi og síðustu sex árin í Danmörku, hefur Högni ágætis tilfinningu fyrir samanburði. Því um tíma prófaði hann líka að vera í framhaldsskóla á Íslandi. „En ég sé ekki fyrir mér í framtíðinni að búa þar.“ - “Það getur nú breyst segja foreldrarnir brosandi”. „Við getum miðlað þessu héðan bæði í raunheimum og í tækniheimum,“ segir Kristín og bætir við: „Ég hef starfað í heilbrigðisvísindum og við sérfræðiráðgjöf innan velferðar og heilbrigðisþjónustu svo lengi og ég sé bara hversu algeng kulnun og streita er og sér í lagi á Íslandi núna. Svo það kann að vera ágætt fyrir fólk að staldra aðeins við og setja súrefnisgrímuna á sjálft sig.“ Þau segja þetta í rauninni það sem gerði það að verkum að þeim langaði til að byggja upp velferðasetur með heilsueflingu andlega sem líkamlega að leiðarljósi. „Við bjóðum upp á allskonar viðburði og aðgengi að fagfólki sem og náttúru. Meðal annars erum við að bjóða konum upp á að koma til okkar næsta vor í svokallaða Nordic Trailblazers Systrasamlags - og matargerðar pílagrímsgöngu með áherslu á mat, ræktun, samveru í takt við útivist og hreyfingu. Við göngum á fimm dögum 60 kílómetra af hinum svokallaða Camøno, sem er þekkt gönguleið hér á Mön,“ segir Richard. Eyjan bíður upp á óendanlega möguleika og hér eru bæði vínekrur, freyðivíns- og ölframleiðsla í bland við býflugnaræktun og það að ganga i gegnum repjuakra eftir litlum hlykkjóttum vegum, gerir hreinlega eitthvað fyrir líkama og sál. Útgangspunkturinn okkar er alltaf sá sami: Að vekja núvitundina og efla heilsuna,“ segir Kristín. Kristín og Richard segja mikla vakningu vera í gangi hjá fólki í kjölfar Covid. Ferðirnar þeirra eru meðal annars til að bregðast við þeirri eftirspurn að fólk er meira að horfa inn á við en áður. Í heilsueflingu vilji þau miðla af sinni reynslu. Enda sé staðan í raun hjá fólki sú að öllum langi til að líða sem best. Til að svo sé, er mikilvægt að njóta meira og vera þakklát fyrir það sem við höfum. Og að taka betur eftir öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða. Íslensk tunga og tónlist Kristín hefur einnig starfað fyrir Kara Connect sem sérfræðiráðgjafi og nýtir sér þar af leiðandi tæknibúnað Köru fyrir ýmiss verkefni Nordic Trailblazers. Sem dæmi má nefna íslenskukennsluna en íslenskuskóli Nordic Trailblazers er alfarið skóli í skýjunum kennir nú nemendum í öllum tímabeltum í heimisins í gegnum tæknibúnað Köru. Hugmyndina fékk Kristín á sínum tíma vegna þess að hún sjálf þekkir það að ala upp börn erlendis og hversu erfitt það getur verið að viðhalda íslenskunni. Sama hversu mikið foreldrarnir reyna eða vilja gera það. Kristín segir skólann vera að vaxa mjög hratt. Enda séu nemendur nú bæði fullorðnir og börn. Tæknin skipti þar sköpum enda allir orðnir vanir því að vera fyrir framan myndavél í tölvunni eða í fjarkennslu. Það er ljóst í samtali við hjónin að þau eru samkvæm sjálfum sér í einu og öllu. Ekki bara umhverfisvænum lífsstíl. Sem á einnig við innandyra því hjónin nýta meðal annars sólarsellur til að hita vatnið og kaupa vindorkurafmagn. Þá er þeim mikið í mun að styðja við íslenska nýsköpun. Sem fyrirtækið gerir með því að nota hugbúnað Köru Connect til að einfalda aðgengi að þeirri þjónustu sem þau bjóða upp á. Við getum þó annað en að forvitnast aðeins um tónlistina sem var svo stór hluti af lífi Richard hér á árum áður. Ertu hættur í tónlist? „Nei alls ekki,“ segir Richard og hlær. Næsta vor gef ég út plötu með átján lögum sem ég hef samið en hafa aldrei komið út. Því fyrir um tveimur árum síðan hugsaði ég bara með mér: Ef ég fell frá, verða þessi lög bara að stafrænu ryki. Covid setti strik í reikninginn en ég stefni að því að klára hljóðblöndun og fleira fyrir útgáfu næsta vor.“ Og tíðinda er jafnvel að vænta af Rikshaw. „Ég fann gamla kassettu með óútgefnum lögum Rikshaw og sendi á strákana: Hey, vitið hvað ég fann…“ segir Richard og vísar þar til Ingólfs Guðjónssonar hljómborðsleikara (Golla), Sigurðar Gröndals gítarleikara, Sigfúsar Óttars (Fúsi Óttars) trommuleikara og Dags Hilmarssonar bassaleikara. Fyrir þá sem ekki reka minni til hljómsveitartíma Rikshaw má bæta því við að hljómsveitin var stofnuð 1984 og naut mikilla vinsælda á Íslandi og reyndar víðar. Því árið 1985 spilaði Rikshaw á Hippodrome klúbbnum í London fyrir á annað þúsund manns. Eitt vinsælasta lag Rikshaw var Into The Burning Moon en öll fjögur lög breiðskífu hljómsveitarinnar komust á topp þrjátíu lista Rásar 2 á sínum tíma. Þar af þrjú samtímis. Richard er með stúdíó heima fyrir en segir að þótt ekkert liggi fyrir enn, gæti það allt eins gerst að hljómsveitin Rikshaw kæmi saman á ný og gæfi út lögin sem fundust á kasettunni. Þó ekki væri nema til gamans gert. „Það er bara með öll þessi lög. Svona þegar maður hugsar til baka og fer í gegnum þau. Þá eru lögin í rauninni lífið mitt. Þau gefa innsýn í lífið mitt eins og það hefur verið á hverjum tíma. Sem þýðir að auðvitað verður útkoman eins og bland í poka,“ segir Richard um lögin átján sem þó liggur fyrir að verða fyrir víst gefin út. Kristín og Richard kynntust árið 2009 í gegnum sameiginlegan vin á Facebook. Þau segja það hafa komið mjög fljótlega í ljós að þau eru með svipuð gildi, en einnig að ævintýraþráin í þeim báðum er rík. Þegar Richard var boðið að gerast meðeigandi í kvikmyndafyrirtæki á Írlandi ákváðu þau að slá til, fluttu þangað, bjuggu þar í fjögur og hálft ár og bættu bæði við sig meistaragráðu. Öllum langar að líða vel Hjónin segja það alltaf hafa gengið vel fyrir þau að vinna saman. Sem þó ekki öll hjón gætu sagt að væri sjálfgefið. Í þeirra tilfelli telja þau að miklu skipti hversu lík þau eru í gildum og lífssýn. Sem geri þau svo samstíga í einu og öllu sem þau eru að gera eða vilja bjóða upp á. Þá segjast þau dugleg að nýta styrkleika hvors annars. Kristín er meira í innihaldinu, sérstaklega því sem snýr að heilbrigðisvísindunum og samskiptum við viðskiptavini. Á meðan Richard sér meira um öll kynningar og markaðsmál fyrirtækisins. Hjónin telja mikla vakningu vera almennt hjá fólki um að njóta betur lífs og gæða. Covid hafi þar kennt mörgum margt, enda tímabil þar sem fólk um allan heim neyddist hreinlega til að horfa betur inn á við. „Þetta hefur smitast út í allt. Fyrirtæki eru orðin meðvitaðri um mannauðinn sinn og starfsmannaheilsu. Og fólk almennt betur að átta sig á því að ef við setjum ekki súrefnisgrímuna á okkur fyrst, þá er þetta bara búið spil því við getum lítið gagnast öðrum ef okkur líður ekki vel sjálfum,“ segir Kristín. Maður tekur eftir því þegar maður kemur heim að fólk spyr alltaf: Er ekki brjálað að gera? Eins og það sé mælikvarðinn. Frekar en að spyrja: Hvernig líður þér? Því alla langar að líða vel og til þess að ná því, er mikilvægt að við séum ekki alltaf að vinna myrkranna á milli. Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum og taka betur eftir því sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Richard. Íslendingar erlendis Geðheilbrigði Heilsa Skóla - og menntamál Danmörk Nýsköpun Íslensk tunga Tónlist Tengdar fréttir „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02 Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. 13. júní 2022 07:01 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Sjá meira
„Hér eru allir dagar þannig að það er eins og að horfa á málverk þegar maður horfir út um gluggann. Maður fyllist þakklæti. Ég get því alveg sagt að ég er bæði mjög þakklátur að vera hingað kominn og meðvitaður um hversu mikil forréttindi það eru að eiga þetta æðislega góða líf hér með Kristínu,“ segir Richard og brosir. Mörg okkar tengja Richard Scobie einna helst við tónlistina. Enda söngvari Rikshaw og Loðinnar rottu sem nutu mikilla vinsælda á níunda og tíunda áratugnum. Richard bjó síðar lengi í Los Angeles þar sem hann starfaði í heimi kvikmynda og tónlistar og enn síðar á Írlandi. „Vissulega er lífið okkar hér og litli búgarðurinn okkar ólíkur því lífi sem maður lifir í stórborgum. En fyrir okkur sem þekkjum Richie, þá er þetta nú alls ekki fjarri hans innra manni og því gildum sem hann aðhyllist,“ útskýrir Kristín og kímir við. Kristín er menntaður iðjuþjálfi með meistaragráðu í lýðheilsuvísindum og aðra félagsfræði. Richard er með BA í félagsfræði með þéttbýlis og borgarþróun sem sérgráðu. Fyrirtækið þeirra er nokkurs konar velferðasetur sem býður upp námskeið og viðburði, sem álagsþreyttir einstaklingar, þar á meðal margir Íslendingar, fá tækifæri til að slaka á og vinna með velferð sína að leiðarljósi. Richard segir alla daga vera þannig að það sé eins og að horfa á málverk að líta út um gluggann. Eins og sjá má á þessum myndum. Húsið sem hjónin keyptu sér var byggt árið 1700 og því fylgir stór lóð. Hjónin segjast þakklát því lífi sem þau lifa en það sé ekki líf sem varð til af einhverri tilviljun, heldur líf sem þau sköpuðu sér sjálf. Í dag ætlum við að fá að heyra aðeins meira um Nordic Trailblazers og þá hugmyndafræði sem þau hjónin lifa eftir og margir vilja sækjast í. Þar sem lífið flæðir í núvitund og með innri ró. Ástin Skötuhjúin kynntust árið 2009. „Þetta var á þeim tíma sem Facebook var nýtt og allir að reyna að átta sig á því út á hvað Facebook gengi eiginlega. Sameiginlegur kunningi okkar Kristínar á Facebook, sendi á mig línu og sagðist þekkja æðislega konu sem væri tilvalin fyrir mig Ég var samt ekkert að leita. Og hún ekki heldur. En við hittumst samt á laugardegi klukkan tvö, fórum í göngu og viðruðum hundinn minn og yngsta son hennar,“ segir Richard og hlær. „Í þessum göngutúr á Álftanesi ræddum við saman um ýmislegt,“ segir Kristín brosandi og bætir við: „Á þessum tíma vorum við kominn á þann stað í lífinu að vita hvað við vildum og hvað við vildum ekki. Í spjallinu okkar kom strax í ljós að við erum með mjög svipuð gildi. Þessi göngutúr varð því til þess að góður vinskapur myndaðist. Sem síðan þróaðist í samband.“ Kristín og Richard rækta mikið af grænmeti eftir aðferðarfræði um vistmenningu og styðjast einnig við hina svo kölluðu No Dig aðferðarfræði með eigin moltu. Hér má sjá sýnishorn af uppskeru, hluta af matjurtagarðinum og mynd af útieldhúsinu. Sameiginlegi vinurinn á Facebook hafði því gegnt lykilhlutverki eftir allt saman. Sem hjónin segja frekar merkilegt í ljósi þess að umræddur kunningi er ekki maður sem þau voru þá né nú neitt mikið í samskiptum við. Lífsgæði frekar en kapphlaup Eitt af því sem þau áttuðu sig fljótt á að einkennir þau bæði er ævintýraþráin. Þegar Richard svo fékk boð um að gerast meðeigandi í kvikmyndaframleiðslufyrirtæki á Írlandi, ákvað parið að slá til og flytja út. Kristín skellti sér í meistaranám og náði þar með í sína aðra meistaragráðu. Richard fór líka í meistaranám samhliða vinnu og valdi nám í handritaskrifum fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Parinu leið vel á Írlandi þar sem þau enduðu með að vera í fjögur og hálft ár. Þá sneru þau aftur til Íslands en bjuggu þó ekki lengi þar. „Ísland er yndislegt land og það fallegasta. En okkur langaði til að einfalda lífið okkar. Róa það niður og koma okkur frá þessu spani sem einkennir svolítið íslenskt samfélag. Okkur langaði til að flytja út og leggja áherslu á lífsgæði frekar en kapphlaup,“ segir Richard. Við veltum nokkrum stöðum fyrir okkur. En það skiptir líka máli þegar maður velur stað að velta fyrir sér: Hvar vill maður eldast? Ég hef svo lengi verið starfandi í heilbrigðisgeiranum og eftir að hafa skoðað nokkur lönd, var niðurstaðan sú að flytja til Danmerkur því hér er heilbrigðisþjónustan góð,“ segir Kristín, sem þekkti reyndar Danmörku þegar vel því þar hafði hún búið áður. Fór svo að fjölskyldan flutti út með yngsta soninn sem þá var 13 ára og keyptu sér hús á eyjunni Mön í Eystrasaltinu. Eyjan er oft nefnd Ítalía Norðursins vegna líkinda við Toskana á Ítalíu. Húsið er friðað hús með stráþaki frá árinu 1700 og fylgir heilmikið land með. „Falið leyndarmál, mögnuð náttúruperla, ótrúlega fallegt svæði,“ segja hjónin í kór þegar þau lýsa umhverfinu. Eyjan Mön er verndað UNESCO lífríki og einn af fimm minnst ljósmenguðustu stöðum í Evrópu. Nýlega hlaut eyjan tilnefningu sem DARK SKY PARK. Það að vera vottað lífríki felur í sér að íbúar skuldbinda sig til að lifa í góðu samspili milli manna, náttúru og dýra og umgangast lífríkið þannig að röskun verði sem minnst. Enda pláss fyrir alla. Að sögn hjónanna er einn af kostum eyjunnar staðsetning hennar. Því þaðan er auðvelt er að ferðast til meginlands Evrópu, stutt til Kaupmannahafnar og á alþjóðaflugvöll sem er í rúman klukkutíma frá. Kristín og Richard rækta mikið af grænmeti og þau vinna eftir aðferðafræði um vistmenningu (e. Permaculture). Vistmenning er aðferð eða sýn við hönnun á samfélögum manna, sérstaklega hvað varðar lífræna ræktun sem hermir eftir skipulagi og tengslum í náttúrulegum vistkerfum. Í slíkri hönnun er lögð áhersla á umhverfisvernd og skynsamlega nýtingu auðlinda og mannvirkja, endurnýtingu, orkusparandi tækni og aðgerðir til að draga úr mengun. Vistmenning er hönnunarstefna sem í upphafi snerist aðeins um sjálfbæra jarðrækt en fór fljótlega að fjalla um allar hliðar mannvistar, þar á meðal skipulag, arkitektúr og iðnað. Meðal annars nota þau hjónin svokallaða „No Dig" aðferðarfræði með eigin moltu, þannig að lífríkið raskist sem minnst en styðji fremur við ræktunina. „Þetta þýðir að allt hjá okkur styðst við að vera ekki með neitt inngrip í náttúruna heldur gera hlutina meira eins og þeir voru gerðir í gamla daga. Við söfnum regnvatni, erum með hænur sem tryggja okkur áburð, notum þang í stað moldar og svo framvegis,“ segir Kristín. Hún segir lífið þeirra þó langt frá því að vera alveg sjálfbært. „En við reynum að gera hvað við getum hér og sá hugsunarháttur er einkennandi hjá íbúum á svæðinu.“ Richard segist ótrúlega þakklátur því að lífið hafi leitt þau til eyjunnar Mön, honum hafi aldrei liðið jafnvel og nú. Richard bjó í mörg ár í Los Angeles þar sem hann starfaði í heimi kvikmynda- og tónlistar en hann er með BA í félagsfræði með þéttbýlis og borgarþróun sem sérgráðu. Á mynd má einnig sjá hundana Toby og Ellu. Nordic Trailblazers Nordic Trailblazers var stofnað árið 2018 og hlaut strax það ár stuðning til stefnumótunar verkefnaaðila innan Dansk Industry sem kallast „Founders of Tomorrow”. “ „Founders of Tomorrow“ er verkefni sem sameinar frumkvöðla, hugar að síbreytilegum alþjóðlegum áskorunum og truflnýbreytni eða trufltækni. Það sem trufltækni þýðir er að ef uppfinning eða nýjung býr til nýjan markað og verðmæti, með þeim afleiðingum að tiltekin nýjung truflar ríkjandi markaði og markaðsgildi þá kallast nýjungin trufltækni, vegna þess að hún er líkleg til að ryðja í burtu eldri tækni eða venjum á nokkrum árum eða áratugum. „En þrátt fyrir róttækni trufltækninnar, þá er lokamarkmiðið að koma fram með verkefni sem stuðla að betri framtíð fyrir fólk og jörðina”, segir Kristín og bætir við: „Það er það sem við erum að gera í okkar fyrirtæki er að byggja brú milli heilsueflingar, menntunar og tengingar við lífríkið sem við búum í og til þess nýtum við bæði tæknilausnir sem og lífríkið og náttúruna sjálfa í takt við okkar aðalvopn sem er manneskjan sjálf.“ Starfsemi Nordic Trailblazers er þríþætt: Velferðamiðstöðin. Sá hluti sem tekur á móti fólki á eyjunni og næsta nágrenni með það að leiðarljósi að skapa brú á milli heilsueflingar, menntunar og tengingar við lífríkið. Íslenskuskólinn Norrænir Forsprakkar. Sá hluti sem kennir börnum og fullorðnum sem búsett eru erlendis íslensku á netinu. Sérfræðiráðgjöf. Ráðgjöf við sérverkefni á sviði nýsköpunar og rannsókna í heilbrigðisþjónustu. „Það er svo áhugavert að eiginlega allir sem koma til okkar enda síðan með að spyrja okkur: Vá, hvernig farið þið að því að lifa svona lífi? Sem er akkúrat málið að spyrja um. Því þetta er ekki líf sem við lifum fyrir einhverja tilviljun. Þetta er líf sem við höfum valið okkar og skapað sjálf,“ segir Richard og bætir við: „Það er samt svo margt gott á Ísland og auðlindir Íslendinga eru engu líkari. Íslendingar eru líka svo ótrúlega duglegt fólk og frumkvöðlaeðlið okkar er í annarfri vídd en hjá flestum þjóðum. Við erum fljót að læra og þorum að prófa nýja hluti. En við megum ekki drepa okkur á stressi, maður verður að staldra við og spyrja sig að því hvernig maður vilji forgangsraða,“ segir Richard og Kristín kinkar kolli. Þau segja tempóið í Danmörku allt öðruvísi en á Íslandi. Það hafi tekið þau sjálf smá tíma að venjast því. Jafnvægið á milli einkalífs og vinnu er í hávegum haft, enda langt síðan Danir styttu vinnuvikuna í 36 klukkustundir og almennt fara allir heim um þrjú fjögur leytið á daginn og þá er reynt að njóta og hafa það huggulegt. Kristín er menntaður iðjuþjálfi með meistaragráðu í lýðheilsuvísindum og aðra félagsfræði. Kristín hefur lengi starfað við heilbrigðisvísindi og segir mikilvægt þegar fólk velur hvar það vill búa erlendis að velta fyrir sér hvar er gott að eldast. Til viðbótar við ferðir og velferðasetur Nordic Trailblazers starfrækir fyrirtækið íslenskuskóla sem er alfarið starfræktur í skýjunum og kennir börnum og fullorðnum íslensku í öllum tímabeltum í heiminum. Að vekja nútvitundina og efla heilsuna Kristín og Richard eiga samtals fjögur börn. Þar af eru þrjú orðin fullorðin; sonur Richards og eldri sonur og dóttir Kristínar og svo eru tvö barnabörn Kristínar megin. Yngsti sonurinn býr hins vegar enn hjá þeim og heitir Högni. Högni er 18 ára gamall og svo heppilega vildi til að hann var til í að ræða aðeins við blaðamann þegar viðtalið var tekið og gefa okkur smá innsýn í hvað honum finnst til samanburðar við unga fólkið á Íslandi. Það er meiri keppni heima á Íslandi sem þekkist ekki hér. Heima eru allir að keppast við að sýna allt og þá helst að það sé dýrt. Skíðaferðir, föt og svo framvegis. Þetta þekkist ekki hjá krökkum hérna úti. Það er enginn að pæla í þessu og enginn að reyna að sýna eitt eða neitt. Ef fólk fer í skíðaferð þá bara fínt. En það er enginn að upphefja sig neitt með því. Krakkar hérna lifa líka rólegra lífi,“ segir Högni. Þar sem fjölskyldan bjó í nokkur ár á Írlandi og síðustu sex árin í Danmörku, hefur Högni ágætis tilfinningu fyrir samanburði. Því um tíma prófaði hann líka að vera í framhaldsskóla á Íslandi. „En ég sé ekki fyrir mér í framtíðinni að búa þar.“ - “Það getur nú breyst segja foreldrarnir brosandi”. „Við getum miðlað þessu héðan bæði í raunheimum og í tækniheimum,“ segir Kristín og bætir við: „Ég hef starfað í heilbrigðisvísindum og við sérfræðiráðgjöf innan velferðar og heilbrigðisþjónustu svo lengi og ég sé bara hversu algeng kulnun og streita er og sér í lagi á Íslandi núna. Svo það kann að vera ágætt fyrir fólk að staldra aðeins við og setja súrefnisgrímuna á sjálft sig.“ Þau segja þetta í rauninni það sem gerði það að verkum að þeim langaði til að byggja upp velferðasetur með heilsueflingu andlega sem líkamlega að leiðarljósi. „Við bjóðum upp á allskonar viðburði og aðgengi að fagfólki sem og náttúru. Meðal annars erum við að bjóða konum upp á að koma til okkar næsta vor í svokallaða Nordic Trailblazers Systrasamlags - og matargerðar pílagrímsgöngu með áherslu á mat, ræktun, samveru í takt við útivist og hreyfingu. Við göngum á fimm dögum 60 kílómetra af hinum svokallaða Camøno, sem er þekkt gönguleið hér á Mön,“ segir Richard. Eyjan bíður upp á óendanlega möguleika og hér eru bæði vínekrur, freyðivíns- og ölframleiðsla í bland við býflugnaræktun og það að ganga i gegnum repjuakra eftir litlum hlykkjóttum vegum, gerir hreinlega eitthvað fyrir líkama og sál. Útgangspunkturinn okkar er alltaf sá sami: Að vekja núvitundina og efla heilsuna,“ segir Kristín. Kristín og Richard segja mikla vakningu vera í gangi hjá fólki í kjölfar Covid. Ferðirnar þeirra eru meðal annars til að bregðast við þeirri eftirspurn að fólk er meira að horfa inn á við en áður. Í heilsueflingu vilji þau miðla af sinni reynslu. Enda sé staðan í raun hjá fólki sú að öllum langi til að líða sem best. Til að svo sé, er mikilvægt að njóta meira og vera þakklát fyrir það sem við höfum. Og að taka betur eftir öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða. Íslensk tunga og tónlist Kristín hefur einnig starfað fyrir Kara Connect sem sérfræðiráðgjafi og nýtir sér þar af leiðandi tæknibúnað Köru fyrir ýmiss verkefni Nordic Trailblazers. Sem dæmi má nefna íslenskukennsluna en íslenskuskóli Nordic Trailblazers er alfarið skóli í skýjunum kennir nú nemendum í öllum tímabeltum í heimisins í gegnum tæknibúnað Köru. Hugmyndina fékk Kristín á sínum tíma vegna þess að hún sjálf þekkir það að ala upp börn erlendis og hversu erfitt það getur verið að viðhalda íslenskunni. Sama hversu mikið foreldrarnir reyna eða vilja gera það. Kristín segir skólann vera að vaxa mjög hratt. Enda séu nemendur nú bæði fullorðnir og börn. Tæknin skipti þar sköpum enda allir orðnir vanir því að vera fyrir framan myndavél í tölvunni eða í fjarkennslu. Það er ljóst í samtali við hjónin að þau eru samkvæm sjálfum sér í einu og öllu. Ekki bara umhverfisvænum lífsstíl. Sem á einnig við innandyra því hjónin nýta meðal annars sólarsellur til að hita vatnið og kaupa vindorkurafmagn. Þá er þeim mikið í mun að styðja við íslenska nýsköpun. Sem fyrirtækið gerir með því að nota hugbúnað Köru Connect til að einfalda aðgengi að þeirri þjónustu sem þau bjóða upp á. Við getum þó annað en að forvitnast aðeins um tónlistina sem var svo stór hluti af lífi Richard hér á árum áður. Ertu hættur í tónlist? „Nei alls ekki,“ segir Richard og hlær. Næsta vor gef ég út plötu með átján lögum sem ég hef samið en hafa aldrei komið út. Því fyrir um tveimur árum síðan hugsaði ég bara með mér: Ef ég fell frá, verða þessi lög bara að stafrænu ryki. Covid setti strik í reikninginn en ég stefni að því að klára hljóðblöndun og fleira fyrir útgáfu næsta vor.“ Og tíðinda er jafnvel að vænta af Rikshaw. „Ég fann gamla kassettu með óútgefnum lögum Rikshaw og sendi á strákana: Hey, vitið hvað ég fann…“ segir Richard og vísar þar til Ingólfs Guðjónssonar hljómborðsleikara (Golla), Sigurðar Gröndals gítarleikara, Sigfúsar Óttars (Fúsi Óttars) trommuleikara og Dags Hilmarssonar bassaleikara. Fyrir þá sem ekki reka minni til hljómsveitartíma Rikshaw má bæta því við að hljómsveitin var stofnuð 1984 og naut mikilla vinsælda á Íslandi og reyndar víðar. Því árið 1985 spilaði Rikshaw á Hippodrome klúbbnum í London fyrir á annað þúsund manns. Eitt vinsælasta lag Rikshaw var Into The Burning Moon en öll fjögur lög breiðskífu hljómsveitarinnar komust á topp þrjátíu lista Rásar 2 á sínum tíma. Þar af þrjú samtímis. Richard er með stúdíó heima fyrir en segir að þótt ekkert liggi fyrir enn, gæti það allt eins gerst að hljómsveitin Rikshaw kæmi saman á ný og gæfi út lögin sem fundust á kasettunni. Þó ekki væri nema til gamans gert. „Það er bara með öll þessi lög. Svona þegar maður hugsar til baka og fer í gegnum þau. Þá eru lögin í rauninni lífið mitt. Þau gefa innsýn í lífið mitt eins og það hefur verið á hverjum tíma. Sem þýðir að auðvitað verður útkoman eins og bland í poka,“ segir Richard um lögin átján sem þó liggur fyrir að verða fyrir víst gefin út. Kristín og Richard kynntust árið 2009 í gegnum sameiginlegan vin á Facebook. Þau segja það hafa komið mjög fljótlega í ljós að þau eru með svipuð gildi, en einnig að ævintýraþráin í þeim báðum er rík. Þegar Richard var boðið að gerast meðeigandi í kvikmyndafyrirtæki á Írlandi ákváðu þau að slá til, fluttu þangað, bjuggu þar í fjögur og hálft ár og bættu bæði við sig meistaragráðu. Öllum langar að líða vel Hjónin segja það alltaf hafa gengið vel fyrir þau að vinna saman. Sem þó ekki öll hjón gætu sagt að væri sjálfgefið. Í þeirra tilfelli telja þau að miklu skipti hversu lík þau eru í gildum og lífssýn. Sem geri þau svo samstíga í einu og öllu sem þau eru að gera eða vilja bjóða upp á. Þá segjast þau dugleg að nýta styrkleika hvors annars. Kristín er meira í innihaldinu, sérstaklega því sem snýr að heilbrigðisvísindunum og samskiptum við viðskiptavini. Á meðan Richard sér meira um öll kynningar og markaðsmál fyrirtækisins. Hjónin telja mikla vakningu vera almennt hjá fólki um að njóta betur lífs og gæða. Covid hafi þar kennt mörgum margt, enda tímabil þar sem fólk um allan heim neyddist hreinlega til að horfa betur inn á við. „Þetta hefur smitast út í allt. Fyrirtæki eru orðin meðvitaðri um mannauðinn sinn og starfsmannaheilsu. Og fólk almennt betur að átta sig á því að ef við setjum ekki súrefnisgrímuna á okkur fyrst, þá er þetta bara búið spil því við getum lítið gagnast öðrum ef okkur líður ekki vel sjálfum,“ segir Kristín. Maður tekur eftir því þegar maður kemur heim að fólk spyr alltaf: Er ekki brjálað að gera? Eins og það sé mælikvarðinn. Frekar en að spyrja: Hvernig líður þér? Því alla langar að líða vel og til þess að ná því, er mikilvægt að við séum ekki alltaf að vinna myrkranna á milli. Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum og taka betur eftir því sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Richard.
Íslendingar erlendis Geðheilbrigði Heilsa Skóla - og menntamál Danmörk Nýsköpun Íslensk tunga Tónlist Tengdar fréttir „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02 Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. 13. júní 2022 07:01 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Sjá meira
„Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01
Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
„Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02
Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. 13. júní 2022 07:01