Maðurinn sem skrifaði afdrifaríkustu frétt fjölmiðlasögunnar Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2023 07:00 Andri Ólafsson fjallaði um málið á sínum tíma. Hann gerir málið upp í Eftirmálum. „Ég heiti Andri Ólafsson og árið 2006 var ég blaðamaður á DV,“ segir viðmælandi þeirra Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur í nýjum þætti í hlaðvarpinu Eftirmál. Andri hefur aldrei tjáð sig um þetta áður en hann er blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina sem hleypti öllu í bál og brand á Íslandi í upphafi árs 2006 og var kveikja þess sem kallað hefur verið Ísafjarðar-málið eða DV-málið. Andri var í miðju hvirfilbylsins, sannkallað umsátursástand myndaðist fyrir utan ritstjórnarskrifstofur DV sem þá voru í Skaftahlíð, reyndar í sama húsnæðinu og hvar Andri starfar í dag en hann er yfir samskiptamálum Landspítalans. Á forsíðu blaðsins var kynnt frétt blaðsins um mann sem var grunaður um kynferðisbrot gegn drengjum á Ísafirði. Með býsna afgerandi hætti. Forsíðan sem hleypti öllu í bál og brand á Íslandi.tímarit.is/skjáskot „Forsíðan var ekki skrifuð af mér. Forsíða svona prentmiðla, sérstaklega eins og DV var á þessum tíma, var og er brotin um af ritstjórum og fréttastjórum. Þeir skrifuðu fyrirsagnir á forsíðuna sem voru kannski þess eðlis að fá fólk til að kaupa blaðið. Blaðið var selt í lausasölu, hafði sárafáa áskrifendur og lifði á því að það væru nægilega margir á hverjum degi sem keyptu blaðið,“ segir Andri sem rifjar upp þennan örlagaríka dag 10. janúar 2006. Klippa: Ísafjarðarmálið Þjóðinni bregður í brún þegar forsíðan birtist Óhætt er að segja að forsíðan hafi verið útbúin á þann hátt að hún öskraði og mörgum blöskraði. „Ég skrifaði fréttina í blaðinu sem ég held að hafi birst á síðu átta. Ég kláraði þá frétt, þegar ég rifja þetta upp, kannski um tvö þann dag og fór svo bara að skrifa næstu frétt. Pældi ekkert mikið meira í því þá. Það var ekki fyrr en daginn eftir að ég sá uppleggið á forsíðunni. Og það var í brattari kantinum. Stuðaði eðlilega marga. En fréttin sem slík, ég er að mörgu leyti sáttur við hvernig fréttin sjálf er skrifuð inni í blaðinu, hún er vel „fakttékkuð“, vel undirbyggð og engu logið.“ Frétt Andra eins og hún lítur út í blaðinu, á blaðsíðu 8. Andri segist ekki bjóða í það ef hann hefði ekki vandað til verka þegar hann skrifaði þessa umdeildu frétt.tímarit.is/skjáskot Fyrirsögn fréttarinnar inni í blaðinu er hófstilltari, eða eins og efni standa til. Þar segir „Heimakennari kærður fyrir að nauðga piltum“. Í yfirfyrirsögn er tilgreint að tveir Ísfirðingar hafi kært barnaskólakennarann fyrrverandi Gísla Hjartarson fyrir kynferðislegt ofbeldi sem þeir sögðu hann hafa beitt þá þegar þeir voru unglingar. Á forsíðunni er hins vegar ein frægasta fyrirsögn íslenskrar fjölmiðlasögu: „Einhentur kennari sagður nauðga piltum“. Yfirfyrirsögnin er „Lögregla ruddist inn á Gísla Hjartarson“ og í undirfyrirsögn segir: „Misskilningur,“ segir kennarinn. Forsíðan er eitt, fréttin annað. „Maður byrjar bara að hringja“ „Þetta var þannig að ég bara mæti þarna í vinnuna á DV, 25-26 ára strákvitleysingur. Ég hafði verið á blaðinu í kannski tvö ár en þar var fyrsta starf mitt í blaðamennsku. Og ég lærði allt um blaðamennsku hjá Mikael Torfasyni, Jónasi Kristjánssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem var fréttastjóri þarna. Þetta var bara eins og hver annar dagur. Eins og þið þekkið. Maður fékk einhverja ábendingu í morgunsárið að það væri eitthvað mál á Ísafirði sem væri mögulega fréttnæmt. Og maður byrjar bara að hringja. Ég held ég hafi örugglega tekið einhver tíu til fimmtán símtöl þarna um morguninn og fram að hádegi. Og hægt og rólega myndaðist ákveðin mynd. Það lá fyrir að þarna var maður sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum.“ Andri er spurður hvort hann hafi fengið það staðfest hjá lögreglu en hann telur ekki vert að gefa upp sína heimildarmenn, þær Nadine og Þórhildur séu blaðamenn og geti ímyndað sér í hverskonar aðila menn hafi samband við til að fá slíkar upplýsingar staðfestar. „DV var með mjög skýra ritstjórnarstefnu á þessum tíma. Sem var þess eðlis að ef við skrifuðum fréttir þá nafngreindum við þá einstaklinga og birtum af þeim myndir. Það var regla sem ekki var vikið frá.“ Hörð ritstjórnarstefna Andri segir að þeirri reglu hafi fylgt önnur regla ófrávíkjanleg sem var sú að ef fjallað var um einhvern þá var jafnframt hringt í viðkomandi og óska eftir viðbrögðum hans. „Þegar ég var búinn að taka öll þessi símtöl og fá þessar grunnupplýsingar staðfestar var ekkert annað eftir en hringja í einstaklinginn sem var grunaður var um þessi kynferðisbrot og það var Gísli Hjartarson.“ Andri Ólafsson segir að á DV hafi ríkt strangar ritstjórnarreglur. Ef einhver var til umfjöllunar skyldi sá nafngreindur og birt af þeim hinum sama mynd. Og leitað viðbragða þess hins sama. Allt þetta gerði Andri.hí Og það gerir Andri: „Ég hringi í hann eins og maður gerir sem blaðamaður, kynni mig og segi honum að við séum að skrifa frétt um þessar kærur og spurði hvort hann hafi einhver viðbrögð við því? Hann gefur mér einhverjar upplýsingar; staðfestir ákveðnar upplýsingar og veitir mér nýjar upplýsingar. Hann sagði við mig í símtalinu að lögreglan hefði komið til sín og gert húsleit. Það var eitthvað sem ég vissi ekki á þeim tímapunkti. Sagði mér að þeir hefðu fjarlægt tölvur og annað af heimilinu. Og það er náttúrlega fréttnæmt. En hann sagði jafnframt að þetta væri misskilningur, þetta væri rangt, hann væri ekki sekur um það sem honum var gefið á sök.“ Síðan rennur upp nýr dagur. Blaðið fer í gegnum prentsmiðjuna. „Ég mæti síðan í vinnuna daginn eftir. Bara nýr dagur og enginn að spá sérstaklega í blaði gærdagsins. Um miðjan dag er ég svo kallaður á fund ritstjórunum Mikka og Jónasar Kristjánssonar. Bara inn í fundarherbergið þar sem við tókum fréttafundina alltaf á morgnana. Og þeir segja mér að Gísli Hjartarson sé látinn. Að hann hafi svipt sig lífi um nóttina.“ Hélt áfram að vinna eftir að tíðindin Þær Nadine og Þórhildur spyrja Andra hvort það hafi Gísli gert áður en blaðið kom út? „Það var reyndar mikið umræðuefni og margir reyndu mjög stíft að sýna fram á það að Gísli hefði séð fréttina áður en hann svipti sig lífi. Eins og það væri eitthvert úrslitaatriði í málinu? Tilgangurinn með því var náttúrlega að sýna fram á að blaðið hefði verið orsakavaldur í þessari ákvörðun hans.“ Andri segist ekki hafa dvalið lengi við þá hugsun. Hvort Gísli hafi séð blaðið eða ekki? Honum þykir það algert aukaatriði máls. Fyrrverandi fréttamenn. Þær Þórhildur og Nadine halda úti feykivinsælu hlaðvarpi og í nýjasta þætti sínum fara þær í saumana á einu athyglisverðasta máli seinni tíma, marglaga fréttamáli. „Hann vissi alveg að það var að koma frétt. Ég hafði hringt í hann, ég hafði talað við hann daginn áður. Hann vissi augljóslega að það var umfjöllun um þessar kærur á leiðinni. Þannig að hvort hann hafi séð blaðið eða ekki, ég veit það ekki? En hann vissi að hann var til rannsóknar, hann vissi um kærurnar. Ég man eftir því að mikið púður fór í þetta hjá mörgum fjölmiðlum, skoða tímaáætlanir á dreifingu blaðsins á Vestfjörðum.“ Þegar Andri hugsar til baka segist hann eiga erfitt með að setja fingur á hvernig honum leið, þegar þetta lá fyrir. „Manni bregður augljóslega við að fá svona tíðindi. Þetta var mjög sérstakt. Eftir á að hyggja var þetta gersamlega galið, ég var ekkert sendur heim. Ég hélt bara áfram í vinnunni. Ég var með forsíðuna á DV daginn eftir. Ekkert verið að spá í einu né neinu.“ Fullyrt að DV hafi drepið manninn Andri segir að reyndari blaðamenn á DV hafi hins vegar áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir blaðið. Og strax var farið í að finna framhaldsvinkil sem ef til vill gæti orðið til að draga úr högginu. „Eins og ég man þetta, ég held að ritstjórarnir hafi lagt mikla áherslu á það að fá drengina eða aðstandendur til að stíga fram eða eitthvað slíkt til að fá samúðina meira þeirra megin en á Gísla.“ Nadine og Þórhildur rekja það ástand sem ríkti eftir að þetta kemur í ljós með því að vitna í fjölmiðla og bloggsíður þess tíma. Umræðan verður allsvakaleg og einkenndist af gríðarlega mikilli heift. Talað var um að DV hafi rekið manninn út í dauðann. Hann hafi verið drepinn með fréttaflutningnum. Samfélagið er undirlagt og blaðamenn DV kallaðir morðingjar. Boðað til mótmæla og málið rætt á Alþingi, í fjölmiðlum og á bloggsíðum. Talað um á þessum stöðum um hinn myrta, að DV hafi drepið Gísla. Helstu verslunarkeðjur fjarlægðu DV úr sölurekkum, samtök auglýsenda hvöttu auglýsendur til að sniðganga DV, efnaðir menn reyndu að kaupa DV bara til að leggja það niður. Kornið sem fyllti mælinn Í aðsendum greinum voru forsvarsmönnum DV og blaðamönnum ekki vandaðar kveðjurnar. Það verði að stöðva þessa menn. „Umræðan var þannig að við hefðum drepið manninn, það var hreinlega fullyrt úr ræðustól Alþingis að blaðið hafi drepið þennan mann. Fólk var gersamlega brjálað út í okkur. Og við áttum enga málsvara. Það var enginn með okkur í liði. Það voru allir brjálaðir. Auðvitað fannst manni það ósanngjarnt á sínum tíma. En eftir á að hyggja, ef maður horfir á þetta alveg kalt, nokkrum árum seinna þá skapaðist það ekkert bara af þessari einu frétt. DV hafði verið mjög áberandi og umdeilt í umræðunni í langan tíma fram af þessu. Í hugum margra var þetta kornið sem fyllti mælinn. Fólk var búið að fá upp í kok af þessu blaði og vildi það bara í burtu.“ Ferli Andra lauk ekki með DV, hann átti farsælan feril bæði á Fréttablaðinu og Stöð 2, þar sem hann gegndi stöðu fréttastjóra. Andri hefur ekki alveg sagt skilið við fjölmiðla því hann birtist reglulega í þáttum Stöðvar 2 Sport þar sem fjallað er um Ameríska fótboltann. Umsjónarmenn þáttarins vitna til Vestfjarðarpóstsins þar sem fjallað er um málið sem svo að hann hafi látist eftir að DV fjallaði um málið. Dánarorsök hans sé umfjöllunin. „Heiftúðlegar árásir á mannorð mannsins, var skrifað í þeim miðli. Það var mjög leiðinlegt, sérstaklega ef maður hugsar um þetta eftir á, gleymdist í þessari umræðu allri þessir tveir drengir og fleiri til. Við skulum athuga eitt að það voru tveir drengir sem höfðu kært Gísla á þessum tímapunkti. En það kom fram í fréttinni og hefur komið fram síðar einnig að það voru miklu fleiri sem höfðu orðið fyrir barðinu á honum. Það gleymist algjörlega í allri þessari umræðu. Verst er, þeir í sínum heimabæ, taka mikið á sig af þeirri reiði sem blaðið skapaði. Og sárt að hugsa til þess.“ Umsátursástand við ritstjórnarskrifstofur Í því fári sem ríkti hefja ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna sérstaka undirskriftasöfnun þar sem skorað er á DV að endurskoða ritstjórnarstefnuna. Málið verður þannig rammpólitískt þvert á flokka. 32 þúsund undirskriftir safnast á skömmum tíma. Sem var óþekkt. „Þetta var næst stærsta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar næst á eftir þeirri þar sem Kárahnjúkavirkjun var mótmælt. Í minningunni var þetta um vika þar sem ekki var talað um neitt annaði í samfélaginu en þetta. Og það voru allir að tala um þetta og það voru allir sammála að DV væri ógeðslegt fyrirbæri sem hefði drepið þennan mann. Sú var línan. Lýsandi um stemminguna á ritstjórninni á DV á þessum tíma var að þegar þú komst út á stigaganginn út af ritstjórninni, líklega tveimur dögum seinna, voru allir fjölmiðlar landsins mættir. Tuttugu manns í hrúgu fyrir framan hurðina og komnir þrír mikrófónar á loft.“ Andri segist hafa verið heppinn að því leyti til að þessi reiði og umfjöllun persónugerðist ekki í honum. „Ég var sem betur fer eftir á að hyggja frekar nafnlaus í öllum þessum stormi. Ég veit ekki hvernig ég hefði höndlað það ef ég hefði verið einhver miðpunktur í því. Mikki og Jónas tóku hitann. Jónas fór í Kastljós, fréttaþátt á RÚV og reynir að verja blaðið. Og útskýra þessi sjónarmið sem ég var að fara yfir áðan. En það var engin stemmning fyrir því.“ Allir kepptust við að fordæma blaðið Rifjað er upp að allt var undirlagt, svo mjög að Bubbi Morthens samdi umsvifalaust lag og texta um DV. Sem reyndist umsjónarmönnum erfitt að finna en textinn leyndist á gömlum bland.is-þræði. Sannleikurinn alla leið: „Tökum svona kauða, dæmum hann til dauða, forsíðuna auða, viljum ekki í dag.“ Föstudaginn 13. janúar, viku eftir að blaðið kom út, sögðu svo ritstjórar upp störfum. Þeir áttu sér ekki viðreisnarvon. DV bar ekki sitt barr eftir þetta og varð í kjölfarið helgarblað með nýjum ritstjórum. „Mér fannst líka, eftir á að hyggja og þá, sérstakt hversu lítinn stuðning við fengum frá kollegum okkar í blaðamannastétt, Blaðamannafélaginu.“ Það var þvert á móti. Haldin voru heilu málþingin á þess vegum þess um hvað blaðamenn DV væru ömurlegir, fyrir og eftir og til tals kom að reka blaðamennina úr félaginu. Allt var undirlagt. En það hafði verið að byggjast upp spenna gagnvart blaðinu. „Það er tvennt sem ræður úrslitum, held ég. Fyrsta lagi er þetta bara ógeðfelld forsíða. Á forsíðunni er það gert að einhverjum sérstökum fréttapunti að maðurinn sé einhentur. Sem er náttúrlega bara galið og er grótesk, óþarfi, óviðeigandi og asnalegt í alla staði.“ Fórnarlömbin sitja í súpunni Andri segist ekki muna hvernig forsíðan varð til, enda var hann ekki á staðnum. En hann viti það svo sem hvernig forsíðurnar voru skrifaðar. „Það var Mikki fyrir framan tölvuna og einhver hópur í kring um hann. Menn einhvern veginn að reyna að finna eitthvað sem stuðlar og nær í gegn. Svo voru einhverjir á öxlunum á honum með ábendingar, Eiríkur Jónsson og fleiri. En forsíðan sem slík var grótesk. Og það hjálpaði svo sannarlega ekki til. Svo er hitt að blaðið hafði verið á skjön við samfélagið í dálítið langan tíma. Ef blaðið hafði verið á geggjuðu „rönni“ og allir í massívri stemmingu held að viðbrögðin hefðu verði öðru vísi. En það verður að muna að fjölmiðlar og blaðamenn sækja umboð sitt til lesenda. Og ef lesendur segja nei takk, hafna forsendunum sem þú ert að bjóða uppá, þá nær það ekkert lengra. Og þú snýrð þér að öðru. Niðurstaðan er þá sú sem hún er og að einhverju leyti eðlileg og sanngjörn. Lesendur sögðu, við viljum ekki kaupa svona blað, við viljum ekki lesa það og þá verðum við bara að hlýða því.“ Þú fannst ekki til neinnar sektarkenndar en talar samt um að forsíðan hafi verið ógeðsleg. Þú sem sagt skilur þessa reiði, út frá henni? „Það er ekki alveg rétt að ég hafi ekki fundið til neinnar sektarkenndar. Þú spurðir áðan hvort ég hefði fundið til sektarkenndar gagnvart Gísla, ég held að það sé ekki tilfinning sem ég fann á þeim tímapunkti. En maður fann til sektarkenndar vegna þess hvaða áhrif þetta myndi hafa á þessa drengi sem stigu fram. Maður hugsaði strax að þeir væru í algjörum bobba og þeir væru komnir í súpuna og við hefðum komið þeim þangað. Og maður fann að manni leið ekki vel yfir því.“ Mennirnir stíga fram sjö árum síðar Vendipunktur verður í öllu þessu máli sjö árum síðar. Drengirnir sem kærðu Gísla á sínum tíma stigu þá fram í Kastljósi og sögðu sína sögu. Það var sláandi frásögn og ljóst að brotin sem þeir urðu fyrir voru langvarandi, gróf og ógeðslegt. Þriðji maðurinn hafi ætlað að kæra en brotin gegn honum voru fyrnd. Þar kemur meðal annars fram að þeir hafi týnst. Þegar Gísli fyrirfer sér sé skák og mát og allt snerist bara um „helvítis DV“ og „aumingja maðurinn“. Hann hafi verið gerður að dýrlingi og píslarvætti. Erfitt hafi verið að horfa upp á það. Þetta hafi eyðilagt líf þeirra að mörgu leyti. Andri segir að það sem einnig hafi gerst í millitíðinni, og það þrátt fyrir að Gísli hafi „kvittað sig út“ hafi rannsókninni verið haldið áfram. Hún leiddi í ljós að Gísli hafi sannanlega gert það sem hann var kærður fyrir. „Það meira að segja kom fram í bréfi sem hann skyldi eftir. Játning hans liggur fyrir í einu bréfi sem hann skilur eftir. Á grundvelli þess var þolendum hans dæmdar bætur. Sú niðurstaða liggur fyrir, engum vafa undirorpið að hann var sekur um það sem hann var kærður fyrir. Síðan stíga þeir fram og tala um málið. Það var ekkert bara jákvætt, auðvitað í sjálfu sér, en margir spyrja hvort ekki hafi verið léttir að heyra það? Það var erfitt og átakanlegt að sjá þetta viðtal, vegna þess að maður varð þess mjög áskynja hverju mikið DV-málið hafði tekið á þá. Og það er eitthvað sem við berum ábyrgð á, eða bárum, sem fjölmiðill. Það var eitthvað sem við gerðum. Það var mjög erfitt.“ Gísli hafinn til skýjanna í minningargreinum Andri er þá spurður hvort hann hafi einhvern tíma fundið til ábyrgðar? „Ég veit að það er fáránlegt að segja það en mér á þessum tíma fannst þessi umræða galin. Ég var harður DV-maður á þessum tíma, trúði á erindi blaðsins og allt sem blaðið stóð fyrir. Í fyrsta lagi: Fréttin var rétt. Ég vissi það. Ef ég hefði verið að „slakka“ í vinnubrögðum við fréttina hefði ég verið tekinn og jarðaður en ég vissi að blaðamennskan í fréttinni var góð. Hún var vel „sorsuð“, vel baktryggð fram og til baka og rætt við alla sem þurfti að ræða við. Ég sótti mikla huggun í það að fréttin var vel unnin. Athuganir Þórhildar og Nadine hafa leitt í ljós að yfir allan vafa er hafið að Gísli var sekur um það sem hann var kærður fyrir. Svo datt mér bara ekki í hug í eina sekúndu að þessi maðurinn hafi framið sjálfsmorð vegna þess að við hefðu skrifuðum einhverja frétt um hann. Heldur var það frekar augljóst fyrir mér og er ennþá að hann gerði það út af einhverjum allt öðrum hlutum. Miklu frekar vegna þess að hann stóð frammi fyrir því að horfa fram á afleiðingar gjörða hans sem voru að birtast, hægt og rólega.“ Umsjónarmenn Eftirmála segja þannig yfir allan vafa hafið að Gísli hafði brotið á mönnunum og líklega fleirum. Fleiri fórnarlömb hafa sett sig í samband við þá sem kærðu og fjölmiðla en ekki treyst sér til að stíga fram. Enda það ekkert grín. Og umræðan breytist en var þó heldur þegjandaleg miðað við ofsann áður – fólk hafði ekki eins mikinn áhug á að ræða málið með þessum breyttu forsendum. „Algjörlega og þetta var fáránlegt. Þegar Gísli var borinn til grafar, ég hef aldrei lesið aðrar eins minningagreinar. Það voru sitjandi Alþingismenn að skrifa minningargreinar í blöðin þar sem maðurinn er dásamaður og honum lyft upp til skýjanna. Þetta er svo öfugsnúið og galið. En það gerist alltaf þegar stemmning nær suðupunkti í einhverja svona eina átt þá tapar fólk sér, allt samhengi glatast og öll örlítil krítík þornar og gufar upp.“ Eins gott að vanda til verka Um er að ræða afar marglaga fréttamál. Og segir sína söguna um stundum ofsafengin samskipti þjóðar og fjölmiðla. Andri segir helsta lærdóminn sem draga megi af þessu, þá fyrir alla blaðamenn, þann að þeir verði að vanda sig. „Ég hef hugsað svo oft um að það var eins gott að ég vandaði til verka þarna. Ég fór út alla þá anga sem þurfti að fara. Ef ég hefði setið uppi með það sem gerðist og hefði ekki gert það; það er hræðileg tilhugsun. Sem blaðamaður hugsaði ég mjög oft til þess seinna meir.“ Andri segist vanhæfur til að fella dóma um málið en í hvert skipti sem það hefur borið á góma bendir hann fólki á að lesa fréttina sem finna má á timarit.is. Hann hvetur fólk til þess sama hvaða skoðanir það hafi á málinu, til eða frá. „Ég held að, í meginatriðum, væri þessi frétt skrifuð nákvæmlega eins í dag.“ Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Eftirmál Ísafjarðarbær Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Sjá meira
Andri hefur aldrei tjáð sig um þetta áður en hann er blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina sem hleypti öllu í bál og brand á Íslandi í upphafi árs 2006 og var kveikja þess sem kallað hefur verið Ísafjarðar-málið eða DV-málið. Andri var í miðju hvirfilbylsins, sannkallað umsátursástand myndaðist fyrir utan ritstjórnarskrifstofur DV sem þá voru í Skaftahlíð, reyndar í sama húsnæðinu og hvar Andri starfar í dag en hann er yfir samskiptamálum Landspítalans. Á forsíðu blaðsins var kynnt frétt blaðsins um mann sem var grunaður um kynferðisbrot gegn drengjum á Ísafirði. Með býsna afgerandi hætti. Forsíðan sem hleypti öllu í bál og brand á Íslandi.tímarit.is/skjáskot „Forsíðan var ekki skrifuð af mér. Forsíða svona prentmiðla, sérstaklega eins og DV var á þessum tíma, var og er brotin um af ritstjórum og fréttastjórum. Þeir skrifuðu fyrirsagnir á forsíðuna sem voru kannski þess eðlis að fá fólk til að kaupa blaðið. Blaðið var selt í lausasölu, hafði sárafáa áskrifendur og lifði á því að það væru nægilega margir á hverjum degi sem keyptu blaðið,“ segir Andri sem rifjar upp þennan örlagaríka dag 10. janúar 2006. Klippa: Ísafjarðarmálið Þjóðinni bregður í brún þegar forsíðan birtist Óhætt er að segja að forsíðan hafi verið útbúin á þann hátt að hún öskraði og mörgum blöskraði. „Ég skrifaði fréttina í blaðinu sem ég held að hafi birst á síðu átta. Ég kláraði þá frétt, þegar ég rifja þetta upp, kannski um tvö þann dag og fór svo bara að skrifa næstu frétt. Pældi ekkert mikið meira í því þá. Það var ekki fyrr en daginn eftir að ég sá uppleggið á forsíðunni. Og það var í brattari kantinum. Stuðaði eðlilega marga. En fréttin sem slík, ég er að mörgu leyti sáttur við hvernig fréttin sjálf er skrifuð inni í blaðinu, hún er vel „fakttékkuð“, vel undirbyggð og engu logið.“ Frétt Andra eins og hún lítur út í blaðinu, á blaðsíðu 8. Andri segist ekki bjóða í það ef hann hefði ekki vandað til verka þegar hann skrifaði þessa umdeildu frétt.tímarit.is/skjáskot Fyrirsögn fréttarinnar inni í blaðinu er hófstilltari, eða eins og efni standa til. Þar segir „Heimakennari kærður fyrir að nauðga piltum“. Í yfirfyrirsögn er tilgreint að tveir Ísfirðingar hafi kært barnaskólakennarann fyrrverandi Gísla Hjartarson fyrir kynferðislegt ofbeldi sem þeir sögðu hann hafa beitt þá þegar þeir voru unglingar. Á forsíðunni er hins vegar ein frægasta fyrirsögn íslenskrar fjölmiðlasögu: „Einhentur kennari sagður nauðga piltum“. Yfirfyrirsögnin er „Lögregla ruddist inn á Gísla Hjartarson“ og í undirfyrirsögn segir: „Misskilningur,“ segir kennarinn. Forsíðan er eitt, fréttin annað. „Maður byrjar bara að hringja“ „Þetta var þannig að ég bara mæti þarna í vinnuna á DV, 25-26 ára strákvitleysingur. Ég hafði verið á blaðinu í kannski tvö ár en þar var fyrsta starf mitt í blaðamennsku. Og ég lærði allt um blaðamennsku hjá Mikael Torfasyni, Jónasi Kristjánssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem var fréttastjóri þarna. Þetta var bara eins og hver annar dagur. Eins og þið þekkið. Maður fékk einhverja ábendingu í morgunsárið að það væri eitthvað mál á Ísafirði sem væri mögulega fréttnæmt. Og maður byrjar bara að hringja. Ég held ég hafi örugglega tekið einhver tíu til fimmtán símtöl þarna um morguninn og fram að hádegi. Og hægt og rólega myndaðist ákveðin mynd. Það lá fyrir að þarna var maður sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum.“ Andri er spurður hvort hann hafi fengið það staðfest hjá lögreglu en hann telur ekki vert að gefa upp sína heimildarmenn, þær Nadine og Þórhildur séu blaðamenn og geti ímyndað sér í hverskonar aðila menn hafi samband við til að fá slíkar upplýsingar staðfestar. „DV var með mjög skýra ritstjórnarstefnu á þessum tíma. Sem var þess eðlis að ef við skrifuðum fréttir þá nafngreindum við þá einstaklinga og birtum af þeim myndir. Það var regla sem ekki var vikið frá.“ Hörð ritstjórnarstefna Andri segir að þeirri reglu hafi fylgt önnur regla ófrávíkjanleg sem var sú að ef fjallað var um einhvern þá var jafnframt hringt í viðkomandi og óska eftir viðbrögðum hans. „Þegar ég var búinn að taka öll þessi símtöl og fá þessar grunnupplýsingar staðfestar var ekkert annað eftir en hringja í einstaklinginn sem var grunaður var um þessi kynferðisbrot og það var Gísli Hjartarson.“ Andri Ólafsson segir að á DV hafi ríkt strangar ritstjórnarreglur. Ef einhver var til umfjöllunar skyldi sá nafngreindur og birt af þeim hinum sama mynd. Og leitað viðbragða þess hins sama. Allt þetta gerði Andri.hí Og það gerir Andri: „Ég hringi í hann eins og maður gerir sem blaðamaður, kynni mig og segi honum að við séum að skrifa frétt um þessar kærur og spurði hvort hann hafi einhver viðbrögð við því? Hann gefur mér einhverjar upplýsingar; staðfestir ákveðnar upplýsingar og veitir mér nýjar upplýsingar. Hann sagði við mig í símtalinu að lögreglan hefði komið til sín og gert húsleit. Það var eitthvað sem ég vissi ekki á þeim tímapunkti. Sagði mér að þeir hefðu fjarlægt tölvur og annað af heimilinu. Og það er náttúrlega fréttnæmt. En hann sagði jafnframt að þetta væri misskilningur, þetta væri rangt, hann væri ekki sekur um það sem honum var gefið á sök.“ Síðan rennur upp nýr dagur. Blaðið fer í gegnum prentsmiðjuna. „Ég mæti síðan í vinnuna daginn eftir. Bara nýr dagur og enginn að spá sérstaklega í blaði gærdagsins. Um miðjan dag er ég svo kallaður á fund ritstjórunum Mikka og Jónasar Kristjánssonar. Bara inn í fundarherbergið þar sem við tókum fréttafundina alltaf á morgnana. Og þeir segja mér að Gísli Hjartarson sé látinn. Að hann hafi svipt sig lífi um nóttina.“ Hélt áfram að vinna eftir að tíðindin Þær Nadine og Þórhildur spyrja Andra hvort það hafi Gísli gert áður en blaðið kom út? „Það var reyndar mikið umræðuefni og margir reyndu mjög stíft að sýna fram á það að Gísli hefði séð fréttina áður en hann svipti sig lífi. Eins og það væri eitthvert úrslitaatriði í málinu? Tilgangurinn með því var náttúrlega að sýna fram á að blaðið hefði verið orsakavaldur í þessari ákvörðun hans.“ Andri segist ekki hafa dvalið lengi við þá hugsun. Hvort Gísli hafi séð blaðið eða ekki? Honum þykir það algert aukaatriði máls. Fyrrverandi fréttamenn. Þær Þórhildur og Nadine halda úti feykivinsælu hlaðvarpi og í nýjasta þætti sínum fara þær í saumana á einu athyglisverðasta máli seinni tíma, marglaga fréttamáli. „Hann vissi alveg að það var að koma frétt. Ég hafði hringt í hann, ég hafði talað við hann daginn áður. Hann vissi augljóslega að það var umfjöllun um þessar kærur á leiðinni. Þannig að hvort hann hafi séð blaðið eða ekki, ég veit það ekki? En hann vissi að hann var til rannsóknar, hann vissi um kærurnar. Ég man eftir því að mikið púður fór í þetta hjá mörgum fjölmiðlum, skoða tímaáætlanir á dreifingu blaðsins á Vestfjörðum.“ Þegar Andri hugsar til baka segist hann eiga erfitt með að setja fingur á hvernig honum leið, þegar þetta lá fyrir. „Manni bregður augljóslega við að fá svona tíðindi. Þetta var mjög sérstakt. Eftir á að hyggja var þetta gersamlega galið, ég var ekkert sendur heim. Ég hélt bara áfram í vinnunni. Ég var með forsíðuna á DV daginn eftir. Ekkert verið að spá í einu né neinu.“ Fullyrt að DV hafi drepið manninn Andri segir að reyndari blaðamenn á DV hafi hins vegar áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir blaðið. Og strax var farið í að finna framhaldsvinkil sem ef til vill gæti orðið til að draga úr högginu. „Eins og ég man þetta, ég held að ritstjórarnir hafi lagt mikla áherslu á það að fá drengina eða aðstandendur til að stíga fram eða eitthvað slíkt til að fá samúðina meira þeirra megin en á Gísla.“ Nadine og Þórhildur rekja það ástand sem ríkti eftir að þetta kemur í ljós með því að vitna í fjölmiðla og bloggsíður þess tíma. Umræðan verður allsvakaleg og einkenndist af gríðarlega mikilli heift. Talað var um að DV hafi rekið manninn út í dauðann. Hann hafi verið drepinn með fréttaflutningnum. Samfélagið er undirlagt og blaðamenn DV kallaðir morðingjar. Boðað til mótmæla og málið rætt á Alþingi, í fjölmiðlum og á bloggsíðum. Talað um á þessum stöðum um hinn myrta, að DV hafi drepið Gísla. Helstu verslunarkeðjur fjarlægðu DV úr sölurekkum, samtök auglýsenda hvöttu auglýsendur til að sniðganga DV, efnaðir menn reyndu að kaupa DV bara til að leggja það niður. Kornið sem fyllti mælinn Í aðsendum greinum voru forsvarsmönnum DV og blaðamönnum ekki vandaðar kveðjurnar. Það verði að stöðva þessa menn. „Umræðan var þannig að við hefðum drepið manninn, það var hreinlega fullyrt úr ræðustól Alþingis að blaðið hafi drepið þennan mann. Fólk var gersamlega brjálað út í okkur. Og við áttum enga málsvara. Það var enginn með okkur í liði. Það voru allir brjálaðir. Auðvitað fannst manni það ósanngjarnt á sínum tíma. En eftir á að hyggja, ef maður horfir á þetta alveg kalt, nokkrum árum seinna þá skapaðist það ekkert bara af þessari einu frétt. DV hafði verið mjög áberandi og umdeilt í umræðunni í langan tíma fram af þessu. Í hugum margra var þetta kornið sem fyllti mælinn. Fólk var búið að fá upp í kok af þessu blaði og vildi það bara í burtu.“ Ferli Andra lauk ekki með DV, hann átti farsælan feril bæði á Fréttablaðinu og Stöð 2, þar sem hann gegndi stöðu fréttastjóra. Andri hefur ekki alveg sagt skilið við fjölmiðla því hann birtist reglulega í þáttum Stöðvar 2 Sport þar sem fjallað er um Ameríska fótboltann. Umsjónarmenn þáttarins vitna til Vestfjarðarpóstsins þar sem fjallað er um málið sem svo að hann hafi látist eftir að DV fjallaði um málið. Dánarorsök hans sé umfjöllunin. „Heiftúðlegar árásir á mannorð mannsins, var skrifað í þeim miðli. Það var mjög leiðinlegt, sérstaklega ef maður hugsar um þetta eftir á, gleymdist í þessari umræðu allri þessir tveir drengir og fleiri til. Við skulum athuga eitt að það voru tveir drengir sem höfðu kært Gísla á þessum tímapunkti. En það kom fram í fréttinni og hefur komið fram síðar einnig að það voru miklu fleiri sem höfðu orðið fyrir barðinu á honum. Það gleymist algjörlega í allri þessari umræðu. Verst er, þeir í sínum heimabæ, taka mikið á sig af þeirri reiði sem blaðið skapaði. Og sárt að hugsa til þess.“ Umsátursástand við ritstjórnarskrifstofur Í því fári sem ríkti hefja ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna sérstaka undirskriftasöfnun þar sem skorað er á DV að endurskoða ritstjórnarstefnuna. Málið verður þannig rammpólitískt þvert á flokka. 32 þúsund undirskriftir safnast á skömmum tíma. Sem var óþekkt. „Þetta var næst stærsta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar næst á eftir þeirri þar sem Kárahnjúkavirkjun var mótmælt. Í minningunni var þetta um vika þar sem ekki var talað um neitt annaði í samfélaginu en þetta. Og það voru allir að tala um þetta og það voru allir sammála að DV væri ógeðslegt fyrirbæri sem hefði drepið þennan mann. Sú var línan. Lýsandi um stemminguna á ritstjórninni á DV á þessum tíma var að þegar þú komst út á stigaganginn út af ritstjórninni, líklega tveimur dögum seinna, voru allir fjölmiðlar landsins mættir. Tuttugu manns í hrúgu fyrir framan hurðina og komnir þrír mikrófónar á loft.“ Andri segist hafa verið heppinn að því leyti til að þessi reiði og umfjöllun persónugerðist ekki í honum. „Ég var sem betur fer eftir á að hyggja frekar nafnlaus í öllum þessum stormi. Ég veit ekki hvernig ég hefði höndlað það ef ég hefði verið einhver miðpunktur í því. Mikki og Jónas tóku hitann. Jónas fór í Kastljós, fréttaþátt á RÚV og reynir að verja blaðið. Og útskýra þessi sjónarmið sem ég var að fara yfir áðan. En það var engin stemmning fyrir því.“ Allir kepptust við að fordæma blaðið Rifjað er upp að allt var undirlagt, svo mjög að Bubbi Morthens samdi umsvifalaust lag og texta um DV. Sem reyndist umsjónarmönnum erfitt að finna en textinn leyndist á gömlum bland.is-þræði. Sannleikurinn alla leið: „Tökum svona kauða, dæmum hann til dauða, forsíðuna auða, viljum ekki í dag.“ Föstudaginn 13. janúar, viku eftir að blaðið kom út, sögðu svo ritstjórar upp störfum. Þeir áttu sér ekki viðreisnarvon. DV bar ekki sitt barr eftir þetta og varð í kjölfarið helgarblað með nýjum ritstjórum. „Mér fannst líka, eftir á að hyggja og þá, sérstakt hversu lítinn stuðning við fengum frá kollegum okkar í blaðamannastétt, Blaðamannafélaginu.“ Það var þvert á móti. Haldin voru heilu málþingin á þess vegum þess um hvað blaðamenn DV væru ömurlegir, fyrir og eftir og til tals kom að reka blaðamennina úr félaginu. Allt var undirlagt. En það hafði verið að byggjast upp spenna gagnvart blaðinu. „Það er tvennt sem ræður úrslitum, held ég. Fyrsta lagi er þetta bara ógeðfelld forsíða. Á forsíðunni er það gert að einhverjum sérstökum fréttapunti að maðurinn sé einhentur. Sem er náttúrlega bara galið og er grótesk, óþarfi, óviðeigandi og asnalegt í alla staði.“ Fórnarlömbin sitja í súpunni Andri segist ekki muna hvernig forsíðan varð til, enda var hann ekki á staðnum. En hann viti það svo sem hvernig forsíðurnar voru skrifaðar. „Það var Mikki fyrir framan tölvuna og einhver hópur í kring um hann. Menn einhvern veginn að reyna að finna eitthvað sem stuðlar og nær í gegn. Svo voru einhverjir á öxlunum á honum með ábendingar, Eiríkur Jónsson og fleiri. En forsíðan sem slík var grótesk. Og það hjálpaði svo sannarlega ekki til. Svo er hitt að blaðið hafði verið á skjön við samfélagið í dálítið langan tíma. Ef blaðið hafði verið á geggjuðu „rönni“ og allir í massívri stemmingu held að viðbrögðin hefðu verði öðru vísi. En það verður að muna að fjölmiðlar og blaðamenn sækja umboð sitt til lesenda. Og ef lesendur segja nei takk, hafna forsendunum sem þú ert að bjóða uppá, þá nær það ekkert lengra. Og þú snýrð þér að öðru. Niðurstaðan er þá sú sem hún er og að einhverju leyti eðlileg og sanngjörn. Lesendur sögðu, við viljum ekki kaupa svona blað, við viljum ekki lesa það og þá verðum við bara að hlýða því.“ Þú fannst ekki til neinnar sektarkenndar en talar samt um að forsíðan hafi verið ógeðsleg. Þú sem sagt skilur þessa reiði, út frá henni? „Það er ekki alveg rétt að ég hafi ekki fundið til neinnar sektarkenndar. Þú spurðir áðan hvort ég hefði fundið til sektarkenndar gagnvart Gísla, ég held að það sé ekki tilfinning sem ég fann á þeim tímapunkti. En maður fann til sektarkenndar vegna þess hvaða áhrif þetta myndi hafa á þessa drengi sem stigu fram. Maður hugsaði strax að þeir væru í algjörum bobba og þeir væru komnir í súpuna og við hefðum komið þeim þangað. Og maður fann að manni leið ekki vel yfir því.“ Mennirnir stíga fram sjö árum síðar Vendipunktur verður í öllu þessu máli sjö árum síðar. Drengirnir sem kærðu Gísla á sínum tíma stigu þá fram í Kastljósi og sögðu sína sögu. Það var sláandi frásögn og ljóst að brotin sem þeir urðu fyrir voru langvarandi, gróf og ógeðslegt. Þriðji maðurinn hafi ætlað að kæra en brotin gegn honum voru fyrnd. Þar kemur meðal annars fram að þeir hafi týnst. Þegar Gísli fyrirfer sér sé skák og mát og allt snerist bara um „helvítis DV“ og „aumingja maðurinn“. Hann hafi verið gerður að dýrlingi og píslarvætti. Erfitt hafi verið að horfa upp á það. Þetta hafi eyðilagt líf þeirra að mörgu leyti. Andri segir að það sem einnig hafi gerst í millitíðinni, og það þrátt fyrir að Gísli hafi „kvittað sig út“ hafi rannsókninni verið haldið áfram. Hún leiddi í ljós að Gísli hafi sannanlega gert það sem hann var kærður fyrir. „Það meira að segja kom fram í bréfi sem hann skyldi eftir. Játning hans liggur fyrir í einu bréfi sem hann skilur eftir. Á grundvelli þess var þolendum hans dæmdar bætur. Sú niðurstaða liggur fyrir, engum vafa undirorpið að hann var sekur um það sem hann var kærður fyrir. Síðan stíga þeir fram og tala um málið. Það var ekkert bara jákvætt, auðvitað í sjálfu sér, en margir spyrja hvort ekki hafi verið léttir að heyra það? Það var erfitt og átakanlegt að sjá þetta viðtal, vegna þess að maður varð þess mjög áskynja hverju mikið DV-málið hafði tekið á þá. Og það er eitthvað sem við berum ábyrgð á, eða bárum, sem fjölmiðill. Það var eitthvað sem við gerðum. Það var mjög erfitt.“ Gísli hafinn til skýjanna í minningargreinum Andri er þá spurður hvort hann hafi einhvern tíma fundið til ábyrgðar? „Ég veit að það er fáránlegt að segja það en mér á þessum tíma fannst þessi umræða galin. Ég var harður DV-maður á þessum tíma, trúði á erindi blaðsins og allt sem blaðið stóð fyrir. Í fyrsta lagi: Fréttin var rétt. Ég vissi það. Ef ég hefði verið að „slakka“ í vinnubrögðum við fréttina hefði ég verið tekinn og jarðaður en ég vissi að blaðamennskan í fréttinni var góð. Hún var vel „sorsuð“, vel baktryggð fram og til baka og rætt við alla sem þurfti að ræða við. Ég sótti mikla huggun í það að fréttin var vel unnin. Athuganir Þórhildar og Nadine hafa leitt í ljós að yfir allan vafa er hafið að Gísli var sekur um það sem hann var kærður fyrir. Svo datt mér bara ekki í hug í eina sekúndu að þessi maðurinn hafi framið sjálfsmorð vegna þess að við hefðu skrifuðum einhverja frétt um hann. Heldur var það frekar augljóst fyrir mér og er ennþá að hann gerði það út af einhverjum allt öðrum hlutum. Miklu frekar vegna þess að hann stóð frammi fyrir því að horfa fram á afleiðingar gjörða hans sem voru að birtast, hægt og rólega.“ Umsjónarmenn Eftirmála segja þannig yfir allan vafa hafið að Gísli hafði brotið á mönnunum og líklega fleirum. Fleiri fórnarlömb hafa sett sig í samband við þá sem kærðu og fjölmiðla en ekki treyst sér til að stíga fram. Enda það ekkert grín. Og umræðan breytist en var þó heldur þegjandaleg miðað við ofsann áður – fólk hafði ekki eins mikinn áhug á að ræða málið með þessum breyttu forsendum. „Algjörlega og þetta var fáránlegt. Þegar Gísli var borinn til grafar, ég hef aldrei lesið aðrar eins minningagreinar. Það voru sitjandi Alþingismenn að skrifa minningargreinar í blöðin þar sem maðurinn er dásamaður og honum lyft upp til skýjanna. Þetta er svo öfugsnúið og galið. En það gerist alltaf þegar stemmning nær suðupunkti í einhverja svona eina átt þá tapar fólk sér, allt samhengi glatast og öll örlítil krítík þornar og gufar upp.“ Eins gott að vanda til verka Um er að ræða afar marglaga fréttamál. Og segir sína söguna um stundum ofsafengin samskipti þjóðar og fjölmiðla. Andri segir helsta lærdóminn sem draga megi af þessu, þá fyrir alla blaðamenn, þann að þeir verði að vanda sig. „Ég hef hugsað svo oft um að það var eins gott að ég vandaði til verka þarna. Ég fór út alla þá anga sem þurfti að fara. Ef ég hefði setið uppi með það sem gerðist og hefði ekki gert það; það er hræðileg tilhugsun. Sem blaðamaður hugsaði ég mjög oft til þess seinna meir.“ Andri segist vanhæfur til að fella dóma um málið en í hvert skipti sem það hefur borið á góma bendir hann fólki á að lesa fréttina sem finna má á timarit.is. Hann hvetur fólk til þess sama hvaða skoðanir það hafi á málinu, til eða frá. „Ég held að, í meginatriðum, væri þessi frétt skrifuð nákvæmlega eins í dag.“
Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Eftirmál Ísafjarðarbær Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Sjá meira