Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2023 15:55 Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir og verk þeirra. Vísir/Arnar Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík. Bronsstyttuna gerði Ásmundur Sveinsson árið 1939 en hún ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Afsteypu hennar var síðan komið fyrir á Laugarbrekku á Snæfellsnesi árið 2000. Hún var tilkynnt horfin þann 7. apríl 2022 en þann 9. apríl var búið að koma henni fyrir utan Nýlistasafnið. Listakonurnar sögðu styttuna rasíska og að réttast væri að skjóta henni út í geim. Þær nefndu gjörninginn Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Sjá einnig: Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bryndís og Steinunn eru ekki ákærðar fyrir að stela styttunni heldur vörslu þýfis og fyrir brot á höfundarrétti. Í ákæru héraðssaksóknara segir að þær hafi brotið gegn almennum hegningarlögum með því að hafa styttuna í vörslu, eftir að hún hafði verið tekin af stalli sínum við Laugabrekku „einhverju áður, á óþekktum tíma“. Þeim hafi verið ljóst að um þýfi var að ræða og haldið listaverkinu ólöglega. Þá eru þær ákærðar fyrir brot á höfundarlögum með því að hafa notað listaverk Ásmundar í eigin listaverk, án heimildar. Þannig hafi þær breytt listaverki Ásmundar og skert „höfundarheiður og höfundarsérkenni hans,“ samkvæmt ákærunni. Þess er krafist að Bryndís og Steinunn verði dæmdar til refsingar og gert að greiða allan sakarkostnað. Einnig er lögð fram einkaréttarkrafa fyrir hönd Guðríðar- og Laugabrekkuhópsins þar sem þær eru krafðar um eina og hálfa milljón í skaðabætur. Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Snæfellsbær Styttur og útilistaverk Söfn Myndlist Höfundarréttur Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari með styttuhvarfið til skoðunar Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu. 13. júní 2022 22:53 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Bronsstyttuna gerði Ásmundur Sveinsson árið 1939 en hún ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Afsteypu hennar var síðan komið fyrir á Laugarbrekku á Snæfellsnesi árið 2000. Hún var tilkynnt horfin þann 7. apríl 2022 en þann 9. apríl var búið að koma henni fyrir utan Nýlistasafnið. Listakonurnar sögðu styttuna rasíska og að réttast væri að skjóta henni út í geim. Þær nefndu gjörninginn Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Sjá einnig: Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bryndís og Steinunn eru ekki ákærðar fyrir að stela styttunni heldur vörslu þýfis og fyrir brot á höfundarrétti. Í ákæru héraðssaksóknara segir að þær hafi brotið gegn almennum hegningarlögum með því að hafa styttuna í vörslu, eftir að hún hafði verið tekin af stalli sínum við Laugabrekku „einhverju áður, á óþekktum tíma“. Þeim hafi verið ljóst að um þýfi var að ræða og haldið listaverkinu ólöglega. Þá eru þær ákærðar fyrir brot á höfundarlögum með því að hafa notað listaverk Ásmundar í eigin listaverk, án heimildar. Þannig hafi þær breytt listaverki Ásmundar og skert „höfundarheiður og höfundarsérkenni hans,“ samkvæmt ákærunni. Þess er krafist að Bryndís og Steinunn verði dæmdar til refsingar og gert að greiða allan sakarkostnað. Einnig er lögð fram einkaréttarkrafa fyrir hönd Guðríðar- og Laugabrekkuhópsins þar sem þær eru krafðar um eina og hálfa milljón í skaðabætur.
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Snæfellsbær Styttur og útilistaverk Söfn Myndlist Höfundarréttur Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari með styttuhvarfið til skoðunar Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu. 13. júní 2022 22:53 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Saksóknari með styttuhvarfið til skoðunar Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu. 13. júní 2022 22:53
Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50