Leiga og verðbólga lækkaði hagnað Nova Eiður Þór Árnason skrifar 2. mars 2023 17:37 Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. Gunnar Svanberg Skulason Heildartekjur fjarskiptafélagsins Nova jukust um 4,6% á árinu 2022 og fóru úr 12.083 í 12.641 milljónir króna milli ára. Þar af var 10% vöxtur í þjónustutekjum sem námu 9.110 milljónum króna á síðasta ári. Vöxturinn er sagður einkum tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu. Áætlanir félagsins höfðu gert ráð fyrir tekjum á bilinu 12.700 til 12.950 milljónum króna og EBITDA á bilinu 3.350 til 3.550 milljónum króna. Tekjur ársins eru því við neðri mörk áætlunarinnar en EBITDA, sem nam samtals 3.636 milljónum króna samanborið við 3.200 árið 2021 er fyrir ofan hærri mörk. Hagnaður ársins nam 539 milljónum króna og lækkaði um 38 milljónir milli ára. Að sögn stjórnenda skýrist lækkunin helst af hærri fjármagnsgjöldum sem séu tilkomin vegna hærri leiguskuldbindinga og mikillar verðbólgu á tímabilinu. Þetta má lesa úr nýjum ársreikningi Nova Klúbbsins hf. sem greint er frá í tilkynningu til Kauphallar. Tekjur félagsins af vörusölu drógust saman um tæpar 400 milljónir króna milli ára sem stjórnendur segja skýrast af auknum ferðalögum Íslendinga og meðfylgjandi vörukaupum erlendis. Leiðir þetta til þess að tekjur félagsins voru lægri en áætlað var. Vilja stækka dansgólfið EBITDA hlutfallið var 28,8% í fyrra og vex frá 26,5% á fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 1.615 milljónir króna en var 1.171 milljónir króna á fyrra ári. Bætt EBITDA er sögð skýrast einna helst af fjölgun viðskiptavina og auknum jákvæðum áhrifum af fjárfestingum í bylgjulengdarkerfi. Samanburðartölur fyrir árið 2021 voru leiðréttar fyrir einskiptisliðum vegna sölu óvirkra innviða og sölu hlutdeildarfélags. „Viðskiptavinum okkar heldur áfram að fjölga og þjónustan okkar er að þróast með þeim. Það sést greinilega í rekstraruppgjörinu og við stefnum áfram á að stækka dansgólfið. Á sama tíma fjárfestum við áfram í virkum innviðum sem mun hjálpa okkur að halda áfram að bæta þjónustu, auka gæði og bjóða nýjungar til okkar viðskiptavina,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova í tilkynningu. Fjarskipti Kauphöllin Nova Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Áætlanir félagsins höfðu gert ráð fyrir tekjum á bilinu 12.700 til 12.950 milljónum króna og EBITDA á bilinu 3.350 til 3.550 milljónum króna. Tekjur ársins eru því við neðri mörk áætlunarinnar en EBITDA, sem nam samtals 3.636 milljónum króna samanborið við 3.200 árið 2021 er fyrir ofan hærri mörk. Hagnaður ársins nam 539 milljónum króna og lækkaði um 38 milljónir milli ára. Að sögn stjórnenda skýrist lækkunin helst af hærri fjármagnsgjöldum sem séu tilkomin vegna hærri leiguskuldbindinga og mikillar verðbólgu á tímabilinu. Þetta má lesa úr nýjum ársreikningi Nova Klúbbsins hf. sem greint er frá í tilkynningu til Kauphallar. Tekjur félagsins af vörusölu drógust saman um tæpar 400 milljónir króna milli ára sem stjórnendur segja skýrast af auknum ferðalögum Íslendinga og meðfylgjandi vörukaupum erlendis. Leiðir þetta til þess að tekjur félagsins voru lægri en áætlað var. Vilja stækka dansgólfið EBITDA hlutfallið var 28,8% í fyrra og vex frá 26,5% á fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 1.615 milljónir króna en var 1.171 milljónir króna á fyrra ári. Bætt EBITDA er sögð skýrast einna helst af fjölgun viðskiptavina og auknum jákvæðum áhrifum af fjárfestingum í bylgjulengdarkerfi. Samanburðartölur fyrir árið 2021 voru leiðréttar fyrir einskiptisliðum vegna sölu óvirkra innviða og sölu hlutdeildarfélags. „Viðskiptavinum okkar heldur áfram að fjölga og þjónustan okkar er að þróast með þeim. Það sést greinilega í rekstraruppgjörinu og við stefnum áfram á að stækka dansgólfið. Á sama tíma fjárfestum við áfram í virkum innviðum sem mun hjálpa okkur að halda áfram að bæta þjónustu, auka gæði og bjóða nýjungar til okkar viðskiptavina,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova í tilkynningu.
Fjarskipti Kauphöllin Nova Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira