Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2023 09:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hlýða á lýsingar fulltrúa Úkraínustjórnar á hryllingnum í Bucha. stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. Áður en Katrín og Þórdís Kolbrún komu til Bucha komu þær við í bænum Borodianka þar sem margir féllu á fyrstu dögum innrásar Rússa í febrúar í fyrra. Þaðan héldu þær síðan til Bucha þar sem að minnsta kosti 450 lík af óbreyttum borgurum hafa fundust eftir að Rússar höfðu verið flæmdir þaðan á brott. Bærinn liggur rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð. Þetta er í annað skiptið sem Þórdís Kolbrún kemur til bæjarins en hún heimsótti landið í nóvbember í fyrra ásamt utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún í Borodianka.Stjórnarráðið Forsætisráðherra og utanríkisráðherra komu til Kænugarðs snemma í morgun eftir um sólarhrings ferðalag. Þær héldu þegar í fygld öryggissveita Volodymyrs Zelenskys forseta til Bucha. Þær funda síðan með forsetanum og öðrum ráðamönnum síðar í dag. Forsætis- og utanríkisráðherra hlýða á lýsingar á því sem gerðist í Borodianka.stjórnarráðið Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarmaður Katrínar og Þórlindur Kjartansson aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar tóku myndirnar sem fylgja þessari frétt. Á þeim sjást Katrín og Þórdís Kolbrún skoða ummerkin eftir eyðileggingu Rússa. Ónafngreindur fulltrúi stjórnvalda í Úkraínu skýr þeim frá því sem gerðist. Þórdís Kolbrún í Borodianka.stjórnarráðið Katrín virðir fyrir sér eyðilegginguna í Borodianka.Stjórnarráðið Rússar skildu eftir sig gífurlega eyðileggingu í Borodianka.stjórnarráðið Í Bucha lögðu Katrín og Þórdís Kolbrún blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá fjölmörgu sem Rússar myrtu í bænum. Þær skoðuðu einnig myndasýningu inni í kirkju í bænum af aðstæðum eins og þær voru þegar Úkraínumenn frelsuðu bæinn úr klóm Rússa. Forsætis- og utanríkisráðherra lögðu blómsveiga að minnisvarða um þá sem voru myrtir í Bucha.Stjórnarráðið Stjórnarráðið Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir sýna hinum föllnu hluttekningu sína.Stjórnarráðið Í kirkju í Bucha hefur verið sett upp myndasýning af því sem blasti við eftir að Rússar voru hraktir á brott úr bænum.Stjórnarráðið Fréttin var uppfærð klukkan 09:57 og aftur klukkan 10:10. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Sjá meira
Áður en Katrín og Þórdís Kolbrún komu til Bucha komu þær við í bænum Borodianka þar sem margir féllu á fyrstu dögum innrásar Rússa í febrúar í fyrra. Þaðan héldu þær síðan til Bucha þar sem að minnsta kosti 450 lík af óbreyttum borgurum hafa fundust eftir að Rússar höfðu verið flæmdir þaðan á brott. Bærinn liggur rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð. Þetta er í annað skiptið sem Þórdís Kolbrún kemur til bæjarins en hún heimsótti landið í nóvbember í fyrra ásamt utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún í Borodianka.Stjórnarráðið Forsætisráðherra og utanríkisráðherra komu til Kænugarðs snemma í morgun eftir um sólarhrings ferðalag. Þær héldu þegar í fygld öryggissveita Volodymyrs Zelenskys forseta til Bucha. Þær funda síðan með forsetanum og öðrum ráðamönnum síðar í dag. Forsætis- og utanríkisráðherra hlýða á lýsingar á því sem gerðist í Borodianka.stjórnarráðið Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarmaður Katrínar og Þórlindur Kjartansson aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar tóku myndirnar sem fylgja þessari frétt. Á þeim sjást Katrín og Þórdís Kolbrún skoða ummerkin eftir eyðileggingu Rússa. Ónafngreindur fulltrúi stjórnvalda í Úkraínu skýr þeim frá því sem gerðist. Þórdís Kolbrún í Borodianka.stjórnarráðið Katrín virðir fyrir sér eyðilegginguna í Borodianka.Stjórnarráðið Rússar skildu eftir sig gífurlega eyðileggingu í Borodianka.stjórnarráðið Í Bucha lögðu Katrín og Þórdís Kolbrún blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá fjölmörgu sem Rússar myrtu í bænum. Þær skoðuðu einnig myndasýningu inni í kirkju í bænum af aðstæðum eins og þær voru þegar Úkraínumenn frelsuðu bæinn úr klóm Rússa. Forsætis- og utanríkisráðherra lögðu blómsveiga að minnisvarða um þá sem voru myrtir í Bucha.Stjórnarráðið Stjórnarráðið Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir sýna hinum föllnu hluttekningu sína.Stjórnarráðið Í kirkju í Bucha hefur verið sett upp myndasýning af því sem blasti við eftir að Rússar voru hraktir á brott úr bænum.Stjórnarráðið Fréttin var uppfærð klukkan 09:57 og aftur klukkan 10:10.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Sjá meira
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23