Átta spor, enginn heilahristingur og Sævar Atli er klár í landsleikina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 08:00 Víkingurinn Sævar Atli er klár í slaginn með íslenska landsliðinu þrátt fyrir slæmt höfuðhögg á sunnudag. Lyngby Sævar Atli Magnússon þurfti að fara af velli eftir þungt höfuðhögg í 1-1 jafntefli Lyngby og AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var á dögunum valinn í íslenska A-landsliðið en talið var að hann myndi missa af komandi leikjum vegna meiðslanna. Svo verður ekki. Sævar Atli hefur spilað mjög vel að undanförnu og er stór ástæða þess að Lyngby á óvænt möguleika á að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir ömurlega byrjun á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum. Sævar Atli var á sínum stað þegar Lyngby mætti AC Horsens í sannkölluðum sex stiga leik í gær, sunnudag. Því miður fyrir framherjann úr Breiðholti sem og Lyngby þurfti hann að yfirgefa völlinn þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Sævar Atli fékk þungt höfuðhögg og virtist ekki líklegt að hann yrði með íslenska landsliðinu í komandi verkefni gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein. Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon hefur nú staðfest að Sævar Atli er klár í slaginn þó vígalegur sé eftir að sauma þurfti saman sárið sem opnaðist á höfði hans. „Átta spor og enginn heilahristingur. Klár með íslenska landsliðinu. Stríðsmaður,“ skrifaði Magnús Agnar á enski í færslu á Twitter-síðu sinni. Lyngby tók í sama streng á Twitter-síðu sinni og talaði um „íslenska víkinginn.“ Sævar Atli Magnússon got heavy knock on the head, 8 stiches & no concussion. Ready for the Icelandic national team! Warrior pic.twitter.com/4aGQyAFFp0— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 19, 2023 Sævar Atli á að baki 2 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en gæti á næstu dögum leikið sína fyrstu mótsleiki fyrir liðið. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 þann 23. mars næstkomandi gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þremur dögum síðar fer leikur Íslands og Liechtenstein fram. Báðir leikirnir fara fram ytra. Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Sjá meira
Sævar Atli hefur spilað mjög vel að undanförnu og er stór ástæða þess að Lyngby á óvænt möguleika á að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir ömurlega byrjun á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum. Sævar Atli var á sínum stað þegar Lyngby mætti AC Horsens í sannkölluðum sex stiga leik í gær, sunnudag. Því miður fyrir framherjann úr Breiðholti sem og Lyngby þurfti hann að yfirgefa völlinn þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Sævar Atli fékk þungt höfuðhögg og virtist ekki líklegt að hann yrði með íslenska landsliðinu í komandi verkefni gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein. Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon hefur nú staðfest að Sævar Atli er klár í slaginn þó vígalegur sé eftir að sauma þurfti saman sárið sem opnaðist á höfði hans. „Átta spor og enginn heilahristingur. Klár með íslenska landsliðinu. Stríðsmaður,“ skrifaði Magnús Agnar á enski í færslu á Twitter-síðu sinni. Lyngby tók í sama streng á Twitter-síðu sinni og talaði um „íslenska víkinginn.“ Sævar Atli Magnússon got heavy knock on the head, 8 stiches & no concussion. Ready for the Icelandic national team! Warrior pic.twitter.com/4aGQyAFFp0— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 19, 2023 Sævar Atli á að baki 2 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en gæti á næstu dögum leikið sína fyrstu mótsleiki fyrir liðið. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 þann 23. mars næstkomandi gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þremur dögum síðar fer leikur Íslands og Liechtenstein fram. Báðir leikirnir fara fram ytra.
Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Sjá meira