Segir Mourinho að troða bikarsafninu þar sem sólin skín ekki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 12:31 Antonio Cassano er ekki hrifinn af José Mourinho og aðferðum hans. Vísir Það verður seint sagt að José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma á Ítalíu, og Antonio Cassano, fyrrverandi leikmanni Roma sem og ítalska landsliðsins, sé vel til vina. Þeir hafa skotið á hvorn annan í gegnum fjölmiðla að undanförnu og nú hefur Cassano sagt Mourinho að hann viti hvert hann geti troðið öllum þeim verðlaunagripum sem hann hefur unnið á ferlinum. Þannig er mál með vexti að Cassano hóf leiðindin þegar hann gagnrýndi Mourinho opinberlega. Sagði hann að portúgalski þjálfarinn væri latur og að honum væri „alveg sama um fótbolta.“ Jose Mourinho hits back at Antonio Cassano after the former striker claimed he 'doesn't give a s*** about football' https://t.co/8EJgJjyCcd— MailOnline Sport (@MailSport) April 9, 2023 Mourinho verður seint þekktur fyrir að taka gagnrýni vel og svaraði um hæl. Hann gagnrýndi feril Cassano og sagði hann vera „miðlungs.“ Cassano hóf feril sinn hjá Bari en spilaði með Roma frá 2001 til 2006. Þaðan fór hann til Real Madríd en náði aldrei að festa sig í sessi. Spilaði framherjinn með Sampdoria, AC Milan, Inter Milan, Parma og Verona eftir það. Þá spilaði Cassano 39 A-landsleiki og skoraði 10 mörk. Mourinho passaði sig einnig að nefna þá titla sem hann hefur unnið í gegnum tíðina. Cassano svaraði því svo í síðasta þætti sápuóperu þeirra félaga. „Ég hef aldrei talað illa um persónuna Mourinho. Ég þekki hann ekki og get ekki dæmt persónu hans. Ég mun halda áfram að gagnrýna hann hvað fótbolta varðar. Hann veit hvert hann getur troðið verðlaununum sem hann hefur unnið.“ „Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma en hann hagaði sér skammarlega, var til vandræða og móðgaði leikmenn. Ég þurfti ekki að vinna neitt, ég spilaði til að skemmta áhorfendum. Mér var alveg sama um titla og bikara. Mourinho vinnur með því að spila ógeðfelldan fótbolta, hann verður að skilja að hann er slakur þjálfari,“ sagði Cassano. Mourinho eftir sigur í Sambandsdeildinni.Silvia Lore/Getty Images Mourinho og lærisveinar hans heimsækja Feyenoord í Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá hafði Roma betur 1-0. Leikurinn hefst klukkan 16.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira
Þeir hafa skotið á hvorn annan í gegnum fjölmiðla að undanförnu og nú hefur Cassano sagt Mourinho að hann viti hvert hann geti troðið öllum þeim verðlaunagripum sem hann hefur unnið á ferlinum. Þannig er mál með vexti að Cassano hóf leiðindin þegar hann gagnrýndi Mourinho opinberlega. Sagði hann að portúgalski þjálfarinn væri latur og að honum væri „alveg sama um fótbolta.“ Jose Mourinho hits back at Antonio Cassano after the former striker claimed he 'doesn't give a s*** about football' https://t.co/8EJgJjyCcd— MailOnline Sport (@MailSport) April 9, 2023 Mourinho verður seint þekktur fyrir að taka gagnrýni vel og svaraði um hæl. Hann gagnrýndi feril Cassano og sagði hann vera „miðlungs.“ Cassano hóf feril sinn hjá Bari en spilaði með Roma frá 2001 til 2006. Þaðan fór hann til Real Madríd en náði aldrei að festa sig í sessi. Spilaði framherjinn með Sampdoria, AC Milan, Inter Milan, Parma og Verona eftir það. Þá spilaði Cassano 39 A-landsleiki og skoraði 10 mörk. Mourinho passaði sig einnig að nefna þá titla sem hann hefur unnið í gegnum tíðina. Cassano svaraði því svo í síðasta þætti sápuóperu þeirra félaga. „Ég hef aldrei talað illa um persónuna Mourinho. Ég þekki hann ekki og get ekki dæmt persónu hans. Ég mun halda áfram að gagnrýna hann hvað fótbolta varðar. Hann veit hvert hann getur troðið verðlaununum sem hann hefur unnið.“ „Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma en hann hagaði sér skammarlega, var til vandræða og móðgaði leikmenn. Ég þurfti ekki að vinna neitt, ég spilaði til að skemmta áhorfendum. Mér var alveg sama um titla og bikara. Mourinho vinnur með því að spila ógeðfelldan fótbolta, hann verður að skilja að hann er slakur þjálfari,“ sagði Cassano. Mourinho eftir sigur í Sambandsdeildinni.Silvia Lore/Getty Images Mourinho og lærisveinar hans heimsækja Feyenoord í Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá hafði Roma betur 1-0. Leikurinn hefst klukkan 16.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira