Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2023 11:50 Kolbrún María Másdóttir og Katla Þórudóttir Njálsdóttir bakraddir láta ákaflega vel af dvölinni í Liverpool. Að hitta Loreen hafi sannarlega verið hápunktur. Vísir/Helena Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. Söngkonurnar Katla Þórudóttir Njálsdóttir og Kolbrún María Másdóttir verða Diljá til halds og trausts á undanúrslitunum á fimmtudag, ásamt bakröddunum Ásgeiri Orra Ásgeirssyni og Steinari Baldurssyni. Kolbrún og Katla kynntust Diljá í Versló. Atriðið eins og það leggur sig var reyndar í Versló; Ásgeir og Steinar eru einnig Verslingar, auk Pálma Ragnars Ásgeirssonar, lagahöfundar. Eurovísir hitti Kötlu og Kolbrúnu í Liverpool. Gríðarskemmtilegt viðtal við söngkonurnar tvær má horfa á í þriðja þætti Eurovísis hér fyrir neðan. Klippa: Eurovísir: Konurnar á bak við Diljá Bakraddirnar stíga í raun ekki á eiginlegt svið Eurovision-hallarinnar í Liverpool. Þær þenja raddböndin í vel teppalögðu herbergi baksviðs, Diljá á sviðið ein. Kolbrún og Katla eru ánægðar með þetta fyrirkomulag. Það sé ekkert fúlt að sjást ekki í sjónvarpinu, stressið sé minna en ella. En það þýði þó ekki að þær hafi sig ekki til fyrir sýningu. Katla ásamt hinum finnska Käärijä. Hún er hrifin! „Það eru ljósmyndarar alls staðar!“ segir Katla. „Það er líka bara gaman að gera sig til fyrir sig, sjálfstraustið verður meira. Og maður fær ekki jafn mikið „impostor syndrome“, manni líður aðeins meira eins og maður megi vera hérna.“ Sjúk í hinn finnska Käärijä Þá hefur hópurinn náð að blanda geði við aðra keppendur á svæðinu. „Ég og finnski, ég og Käärijä, erum núna bestu vinir. Ég hef talað við hann einu sinni, fékk mynd með honum af því að ég er ástfangin,“ segir Katla kímin. „Við hittum líka Kýpur mjög oft. Þeir eru á eftir okkur að syngja og eru með okkur á hóteli,“ segir Kolbrún. Kýpverjarnir eru í raun Ástralir og mjög afgerandi sem slíkir, að sögn stelpnanna, sem hafa tileinkað sér ástralska hreiminn á mettíma, eins og heyrist glögglega á þeim í viðtalinu. „Loreen elskar Diljá“ Og svo er það stóra L-ið, „Lára“ eins og meðlimir íslenska atriðisins kalla hana gjarnan svo hún heyri ekki óvart í þeim. Hin sænska Loreen, sú sem flestir spá sigri í keppninni í ár. Ein stærsta Eurovision-stjarna fyrr og síðar. „Við áttum algjörlega magnað móment með þeirri konu,“ segir Katla. Íslenski hópurinn var staddur í hinu svokallaða norræna partíi, Eurovision-gleðskap þar sem öll Norðurlöndin koma saman. Loreen var á leið út þegar hana rekur í rogastans. Stelpurnar lýsa atburðarásinni af mikilli innlifun. Það fór sannarlega vel á með Diljá og Loreen. „Svo sér hún bara Diljá og hún hleypur í átt til okkar. Og hún talar um Diljá bara eins og hún sé í guðatölu. Hún er bara: Þú ert ótrúleg söngkona, magnað hvernig þú nærð þessum nótum meðan þú hreyfir þig,“ segir Kolbrún „Svo segir hún: Ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu. Ég vildi að ég væri frá Íslandi og gæti sungið svona vel,“ segir Katla. „Loreen elskar Diljá,“ bætir Kolbrún við. Í þriðja þætti Eurovísis hér að ofan ræða stelpurnar einnig viðbrögð Diljár við lofræðu Loreen og segja svo frá leiðinlegu hliðum Eurovision-dvalarinnar, bátsferð frá helvíti, uppáhalds Eurovision-lögunum og tilfinningunum gagnvart stóru stundinni á fimmtudaginn. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Eurovision Eurovísir Svíþjóð Tengdar fréttir Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira
Söngkonurnar Katla Þórudóttir Njálsdóttir og Kolbrún María Másdóttir verða Diljá til halds og trausts á undanúrslitunum á fimmtudag, ásamt bakröddunum Ásgeiri Orra Ásgeirssyni og Steinari Baldurssyni. Kolbrún og Katla kynntust Diljá í Versló. Atriðið eins og það leggur sig var reyndar í Versló; Ásgeir og Steinar eru einnig Verslingar, auk Pálma Ragnars Ásgeirssonar, lagahöfundar. Eurovísir hitti Kötlu og Kolbrúnu í Liverpool. Gríðarskemmtilegt viðtal við söngkonurnar tvær má horfa á í þriðja þætti Eurovísis hér fyrir neðan. Klippa: Eurovísir: Konurnar á bak við Diljá Bakraddirnar stíga í raun ekki á eiginlegt svið Eurovision-hallarinnar í Liverpool. Þær þenja raddböndin í vel teppalögðu herbergi baksviðs, Diljá á sviðið ein. Kolbrún og Katla eru ánægðar með þetta fyrirkomulag. Það sé ekkert fúlt að sjást ekki í sjónvarpinu, stressið sé minna en ella. En það þýði þó ekki að þær hafi sig ekki til fyrir sýningu. Katla ásamt hinum finnska Käärijä. Hún er hrifin! „Það eru ljósmyndarar alls staðar!“ segir Katla. „Það er líka bara gaman að gera sig til fyrir sig, sjálfstraustið verður meira. Og maður fær ekki jafn mikið „impostor syndrome“, manni líður aðeins meira eins og maður megi vera hérna.“ Sjúk í hinn finnska Käärijä Þá hefur hópurinn náð að blanda geði við aðra keppendur á svæðinu. „Ég og finnski, ég og Käärijä, erum núna bestu vinir. Ég hef talað við hann einu sinni, fékk mynd með honum af því að ég er ástfangin,“ segir Katla kímin. „Við hittum líka Kýpur mjög oft. Þeir eru á eftir okkur að syngja og eru með okkur á hóteli,“ segir Kolbrún. Kýpverjarnir eru í raun Ástralir og mjög afgerandi sem slíkir, að sögn stelpnanna, sem hafa tileinkað sér ástralska hreiminn á mettíma, eins og heyrist glögglega á þeim í viðtalinu. „Loreen elskar Diljá“ Og svo er það stóra L-ið, „Lára“ eins og meðlimir íslenska atriðisins kalla hana gjarnan svo hún heyri ekki óvart í þeim. Hin sænska Loreen, sú sem flestir spá sigri í keppninni í ár. Ein stærsta Eurovision-stjarna fyrr og síðar. „Við áttum algjörlega magnað móment með þeirri konu,“ segir Katla. Íslenski hópurinn var staddur í hinu svokallaða norræna partíi, Eurovision-gleðskap þar sem öll Norðurlöndin koma saman. Loreen var á leið út þegar hana rekur í rogastans. Stelpurnar lýsa atburðarásinni af mikilli innlifun. Það fór sannarlega vel á með Diljá og Loreen. „Svo sér hún bara Diljá og hún hleypur í átt til okkar. Og hún talar um Diljá bara eins og hún sé í guðatölu. Hún er bara: Þú ert ótrúleg söngkona, magnað hvernig þú nærð þessum nótum meðan þú hreyfir þig,“ segir Kolbrún „Svo segir hún: Ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu. Ég vildi að ég væri frá Íslandi og gæti sungið svona vel,“ segir Katla. „Loreen elskar Diljá,“ bætir Kolbrún við. Í þriðja þætti Eurovísis hér að ofan ræða stelpurnar einnig viðbrögð Diljár við lofræðu Loreen og segja svo frá leiðinlegu hliðum Eurovision-dvalarinnar, bátsferð frá helvíti, uppáhalds Eurovision-lögunum og tilfinningunum gagnvart stóru stundinni á fimmtudaginn. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool.
Eurovision Eurovísir Svíþjóð Tengdar fréttir Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01