Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2023 08:00 Vilborg segir að þrátt fyrir að gildi lýðræðis og réttarríkis þyki sjálfsögð hér á landi sé mikilvægt að impra á þeim á vettvangi Evrópuráðsins þegar þess gefst kostur. Aðsend Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. Á fundinum var samþykkt að taka saman tjónaskrá, um allt það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með innrás sinni. Þar er undir bæði manntjón og fjárhagslegt tjón. Alþjóðastjórnmálafræðingur sem fréttastofa ræddi við segir um mikilvægt verkefni að ræða. En hvert er mikilvægi tjónaskrárinnar? Fréttastofa ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir mikilvægi hennar margþætt. „Það hefur nú bæði verið talað um að það séu jafnvel nú þegar hafnar aðgerðir til þess að láta rússnesk stjórnvöld greiða fyrir tjónið í gegnum eignir þeirra á Vesturlöndum. Annars er þetta að sjálfsögðu langtímaverkefni. Stríðinu er hvergi nærri lokið, að því er virðist,“ segir Vilborg. Með aðkomu Evrópuráðsins séu Úkraínumenn í mun betri stöðu, þannig að þeir þurfi ekki sjálfir að halda utan um þann skaða sem innrásarher Rússa hefur unnið, og mun vinna. „En auðvitað er ekki hægt að segja í dag nákvæmlega hvaða þýðingu þetta mun hafa. Þetta er eitthvað sem er verið að hugsa fyrir það þegar stríðinu er lokið, fyrst og fremst. Sem við vitum auðvitað ekki hvenær verður.“ Um er að ræða fjórða leiðtogafund í sögu ráðsins, sem var stofnað 1949. Auk stuðnings við Úkraínu impruðu ríki ráðsins einnig á gildum lýðræðis og réttarríkis. Minna áþreifanlegar niðurstöður þar, en engu að síður mikilvægar að sögn Vilborgar. „Það má segja að það sé auðvitað mikilvægt að ítreka þennan stuðning, ítreka að þetta séu gildin sem unnið er eftir, og á sama tíma veita ákveðna pressu til þeirra ríkja innan Evrópuráðsins sem eru ekki alveg að fylgja þessum viðmiðum.“ Stórra frétta af átökum í Úkraínu var aldrei að vænta Vilborg segir mikilvægt að átta sig á því að Evrópuráðið leggi fyrst og fremst áherslu á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið, en ekki öryggis- og varnarmál eða hernaðarmál. „Þannig að það var aldrei við því að búast að það yrðu stórar fréttir hvað varðar hernaðinn í Úkraínu og stöðuna þar í dag.“ Þannig að þeir sem halda því fram að þessi fundur hefði kannski getað verið tölvupóstur eða fjarfundur, þeir hafa þá ekki á réttu að standa? „Nei, ég myndi ekki segja það.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Á fundinum var samþykkt að taka saman tjónaskrá, um allt það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með innrás sinni. Þar er undir bæði manntjón og fjárhagslegt tjón. Alþjóðastjórnmálafræðingur sem fréttastofa ræddi við segir um mikilvægt verkefni að ræða. En hvert er mikilvægi tjónaskrárinnar? Fréttastofa ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir mikilvægi hennar margþætt. „Það hefur nú bæði verið talað um að það séu jafnvel nú þegar hafnar aðgerðir til þess að láta rússnesk stjórnvöld greiða fyrir tjónið í gegnum eignir þeirra á Vesturlöndum. Annars er þetta að sjálfsögðu langtímaverkefni. Stríðinu er hvergi nærri lokið, að því er virðist,“ segir Vilborg. Með aðkomu Evrópuráðsins séu Úkraínumenn í mun betri stöðu, þannig að þeir þurfi ekki sjálfir að halda utan um þann skaða sem innrásarher Rússa hefur unnið, og mun vinna. „En auðvitað er ekki hægt að segja í dag nákvæmlega hvaða þýðingu þetta mun hafa. Þetta er eitthvað sem er verið að hugsa fyrir það þegar stríðinu er lokið, fyrst og fremst. Sem við vitum auðvitað ekki hvenær verður.“ Um er að ræða fjórða leiðtogafund í sögu ráðsins, sem var stofnað 1949. Auk stuðnings við Úkraínu impruðu ríki ráðsins einnig á gildum lýðræðis og réttarríkis. Minna áþreifanlegar niðurstöður þar, en engu að síður mikilvægar að sögn Vilborgar. „Það má segja að það sé auðvitað mikilvægt að ítreka þennan stuðning, ítreka að þetta séu gildin sem unnið er eftir, og á sama tíma veita ákveðna pressu til þeirra ríkja innan Evrópuráðsins sem eru ekki alveg að fylgja þessum viðmiðum.“ Stórra frétta af átökum í Úkraínu var aldrei að vænta Vilborg segir mikilvægt að átta sig á því að Evrópuráðið leggi fyrst og fremst áherslu á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið, en ekki öryggis- og varnarmál eða hernaðarmál. „Þannig að það var aldrei við því að búast að það yrðu stórar fréttir hvað varðar hernaðinn í Úkraínu og stöðuna þar í dag.“ Þannig að þeir sem halda því fram að þessi fundur hefði kannski getað verið tölvupóstur eða fjarfundur, þeir hafa þá ekki á réttu að standa? „Nei, ég myndi ekki segja það.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira