Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2023 17:05 Skrifstofur RÚV eru í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. Þetta kemur fram í áliti meirihlutans vegna frumvarps menningar- og viðskiptaráðherra um breytingu á fjölmiðlalögum. Meginefni frumvarpsins snýr að framlengingu gildistíma um styrk til einkarekinna frétta- og dagskrármiðla. Ráðherra leggur til að framlengja gildistíma ákvæðanna um tvö ár og auk þess breyta skipun úthlutunarnefndar og heimild til að afla álits sérfróðra aðila. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þá er lagt til nýtt ákvæði sem mælir fyrir um að aðrir opinberir styrkir sem einkareknir fjölmiðlar hljóta verði almennt dregnir frá því sem telst til stuðningshæfs kostnaðar. Ræddu við hagsmunaaðila og flökkuðu um Norðurlöndin Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, mælti fyrir nefndarálitinu á Alþingi í dag. Þar upplýsti hún að nefndin hefði fengið fjölmarga fulltrúa fjölmiðla á sinn fund, bæði einkarekinna og Ríkisútvarpsins, auk fulltrúa úr ráðuneytinu og frá öðrum hagsmunaaðilum. Þessi komu fyrir nefndina Nefndin fékk á fund til sín Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, Rakel Birnu Þorsteinsdóttur, Ægi Þór Eysteinsson og Steindór Dan Jensen frá menningar- og viðskiptaráðuneyti, Sigríði Dögg Auðunsdóttur og Aðalstein Kjartansson frá Blaðamannafélagi Íslands, Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Öglu Eir Vilhjálmsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands, Harald Johannessen og Sigurbjörn Magnússon frá Árvakri hf., Magnús Ragnarsson og Eirík Hauksson frá Símanum hf., Pál Ásgrímsson og Þórhall Gunnarsson frá Sýn hf., Guðrúnu Huldu Pálsdóttur og Örvar Þór Ólafsson frá Bændasamtökum Íslands, Gunnar Gunnarsson frá Útgáfufélagi Austurlands, Stefán Vilbergsson og Ölmu Ýri Ingólfsdóttur frá ÖBÍ – réttindasamtökum, Stefán Eiríksson og Einar Loga Vignisson frá RÚV, Magnús Magnússon frá Skessuhorni ehf. og Pál Hilmar Ketilsson frá Víkurfréttum. Þá hefði nefndin farið í heimsókn til Noregs og Danmerkur til að kynna sér rekstrar- og starfsumhverfi fjölmiðla. Ljóst sé að Danmörk, Noregur og Svíþjóð séu mun lengra komin á veg með stuðningskerfi til einkarekinna fjölmiðla. Kaupi auglýsingar á vef RÚV Bryndís sagði og vísaði til nefndarálitsins að fyrir nefndinni hefði verið rætt um að vöxtur samfélagsmiðla og tæknifyrirtækja hefði valdið straumhvörfum á auglýsingamarkaði og veikt stöðu einkarekinna fjölmiðla verulega. Á sama tíma hefði Ríkisútvarpið haldið sinni sterku stöðu á auglýsingamarkaði í skjóli þeirrar miklu dreifingar sem miðlar Ríkisútvarpsins hafa. „Þessu til viðbótar hefur prentkostnaður og heimsmarkaðsverð á pappír hækkað hratt sem kemur prentmiðlunum afar illa. Fyrir nefndinni kom fram að margir hinna einkareknu fjölmiðla telja yfirburði Ríkisútvarpsins takmarka tekjuöflunarmöguleika einkarekinna fjölmiðla umtalsvert og finnst mikilvægt að Ríkisútvarpið víki af þeim markaði. Aðrir umsagnaraðilar telja hins vegar að slík ráðstöfun myndi ekki endilega skila sér í auknum auglýsingatekjum annarra miðla,“ segir í nefndarálitinu. Bryndís Haraldsdóttir mælti fyrir áliti meirihlutans sem tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir Framsóknarmenn og þingmaður VG kvitta undir.Vísir/Vilhelm Meirihlutinn teldi að áður en tekin yrði ákvörðun um grundvallarbreytingu á veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði þyrfti að fara fram ítarleg rannsókn og greining á fjölmiðla- og auglýsingamarkaðnum í heild sinni til að tryggt sé að auknar auglýsingatekjur skili sér sannarlega til einkarekinna fjölmiðla hér á landi. „Meiri hlutinn telur aftur á móti að full ástæða sé til að endurskoða rekstur Ríkisútvarpsins hvað auglýsingadeildina varðar og telur æskilegt að hún verði lögð niður og auglýsendur geti pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins, þar sem fyrir liggur verðskrá sem ekki er veittur afsláttur af.“ „Þessi agressívi söluaðili“ Bryndís sagði í ræðu sinni á Alþingi að komið hefði fram að Ríkisútvarpið væri alltof agressívt á auglýsingamarkaði. Sumir vildu hreinlega meina að þeir brytu samkeppnislög. Vísaði hún sérstaklega til þess að fólk fyndi fyrir auglýsingadeild RÚV þegar um stóra viðburði væri að ræða á borð við Eurovision eða heimsmeistaramót í íþróttum. Þá nefndi hún líka að héraðsfréttamiðlar hefðu gert athugasemdir við að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hefði sópað upp þeim litlu auglýsingatekjum sem væri að fá í kringum útsendingar á sjónvarpsþáttunum Útsvar í gegnum árin þar sem fulltrúar sveitarfélaga kepptu. Fulltrúar Víkurfrétta á Suðurnesjum og Skessuhorns á Vesturlandi voru á meðal þeirra sem funduðu með nefndinni um miðjan maí.Víkurfréttir Bryndís sagði að með breytingunni eigi auglýsendur áfram kost á því að auglýsa á Ríkisútvarpinu. Eðlilegt væri að auglýsendur vildu auglýsa þar sem þeir teldu sig ná til markhóps síns. Hins vegar myndi það breytast, með því að leggja af auglýsingadeild RÚV, að Ríkisútvarpið væri ekki lengur „þessi agressívi söluaðili“ eins og Bryndís komst að orði. Það væri mjög góð málamiðlun, að mati meirihluta nefndarinnar. Meirihlutinn leggur auk þess til að staðbundnir fjölmiðlar, utan höfuðborgarsvæðisins, hljóti sérstakt 20% landsbyggðarálag ofan á þann styrk sem þeir annars fengju úthlutað. Þannig verði fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins efldir. Þá verði nóg að staðbundnir prentmiðlar komi út tólf sinnum á ári til að vera styrkhæfir. Að öðru leyti mælti meirihlutinn með því að frumvarpið yrði samþykkt. Ríkisútvarpið Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti meirihlutans vegna frumvarps menningar- og viðskiptaráðherra um breytingu á fjölmiðlalögum. Meginefni frumvarpsins snýr að framlengingu gildistíma um styrk til einkarekinna frétta- og dagskrármiðla. Ráðherra leggur til að framlengja gildistíma ákvæðanna um tvö ár og auk þess breyta skipun úthlutunarnefndar og heimild til að afla álits sérfróðra aðila. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þá er lagt til nýtt ákvæði sem mælir fyrir um að aðrir opinberir styrkir sem einkareknir fjölmiðlar hljóta verði almennt dregnir frá því sem telst til stuðningshæfs kostnaðar. Ræddu við hagsmunaaðila og flökkuðu um Norðurlöndin Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, mælti fyrir nefndarálitinu á Alþingi í dag. Þar upplýsti hún að nefndin hefði fengið fjölmarga fulltrúa fjölmiðla á sinn fund, bæði einkarekinna og Ríkisútvarpsins, auk fulltrúa úr ráðuneytinu og frá öðrum hagsmunaaðilum. Þessi komu fyrir nefndina Nefndin fékk á fund til sín Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, Rakel Birnu Þorsteinsdóttur, Ægi Þór Eysteinsson og Steindór Dan Jensen frá menningar- og viðskiptaráðuneyti, Sigríði Dögg Auðunsdóttur og Aðalstein Kjartansson frá Blaðamannafélagi Íslands, Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Öglu Eir Vilhjálmsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands, Harald Johannessen og Sigurbjörn Magnússon frá Árvakri hf., Magnús Ragnarsson og Eirík Hauksson frá Símanum hf., Pál Ásgrímsson og Þórhall Gunnarsson frá Sýn hf., Guðrúnu Huldu Pálsdóttur og Örvar Þór Ólafsson frá Bændasamtökum Íslands, Gunnar Gunnarsson frá Útgáfufélagi Austurlands, Stefán Vilbergsson og Ölmu Ýri Ingólfsdóttur frá ÖBÍ – réttindasamtökum, Stefán Eiríksson og Einar Loga Vignisson frá RÚV, Magnús Magnússon frá Skessuhorni ehf. og Pál Hilmar Ketilsson frá Víkurfréttum. Þá hefði nefndin farið í heimsókn til Noregs og Danmerkur til að kynna sér rekstrar- og starfsumhverfi fjölmiðla. Ljóst sé að Danmörk, Noregur og Svíþjóð séu mun lengra komin á veg með stuðningskerfi til einkarekinna fjölmiðla. Kaupi auglýsingar á vef RÚV Bryndís sagði og vísaði til nefndarálitsins að fyrir nefndinni hefði verið rætt um að vöxtur samfélagsmiðla og tæknifyrirtækja hefði valdið straumhvörfum á auglýsingamarkaði og veikt stöðu einkarekinna fjölmiðla verulega. Á sama tíma hefði Ríkisútvarpið haldið sinni sterku stöðu á auglýsingamarkaði í skjóli þeirrar miklu dreifingar sem miðlar Ríkisútvarpsins hafa. „Þessu til viðbótar hefur prentkostnaður og heimsmarkaðsverð á pappír hækkað hratt sem kemur prentmiðlunum afar illa. Fyrir nefndinni kom fram að margir hinna einkareknu fjölmiðla telja yfirburði Ríkisútvarpsins takmarka tekjuöflunarmöguleika einkarekinna fjölmiðla umtalsvert og finnst mikilvægt að Ríkisútvarpið víki af þeim markaði. Aðrir umsagnaraðilar telja hins vegar að slík ráðstöfun myndi ekki endilega skila sér í auknum auglýsingatekjum annarra miðla,“ segir í nefndarálitinu. Bryndís Haraldsdóttir mælti fyrir áliti meirihlutans sem tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir Framsóknarmenn og þingmaður VG kvitta undir.Vísir/Vilhelm Meirihlutinn teldi að áður en tekin yrði ákvörðun um grundvallarbreytingu á veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði þyrfti að fara fram ítarleg rannsókn og greining á fjölmiðla- og auglýsingamarkaðnum í heild sinni til að tryggt sé að auknar auglýsingatekjur skili sér sannarlega til einkarekinna fjölmiðla hér á landi. „Meiri hlutinn telur aftur á móti að full ástæða sé til að endurskoða rekstur Ríkisútvarpsins hvað auglýsingadeildina varðar og telur æskilegt að hún verði lögð niður og auglýsendur geti pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins, þar sem fyrir liggur verðskrá sem ekki er veittur afsláttur af.“ „Þessi agressívi söluaðili“ Bryndís sagði í ræðu sinni á Alþingi að komið hefði fram að Ríkisútvarpið væri alltof agressívt á auglýsingamarkaði. Sumir vildu hreinlega meina að þeir brytu samkeppnislög. Vísaði hún sérstaklega til þess að fólk fyndi fyrir auglýsingadeild RÚV þegar um stóra viðburði væri að ræða á borð við Eurovision eða heimsmeistaramót í íþróttum. Þá nefndi hún líka að héraðsfréttamiðlar hefðu gert athugasemdir við að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hefði sópað upp þeim litlu auglýsingatekjum sem væri að fá í kringum útsendingar á sjónvarpsþáttunum Útsvar í gegnum árin þar sem fulltrúar sveitarfélaga kepptu. Fulltrúar Víkurfrétta á Suðurnesjum og Skessuhorns á Vesturlandi voru á meðal þeirra sem funduðu með nefndinni um miðjan maí.Víkurfréttir Bryndís sagði að með breytingunni eigi auglýsendur áfram kost á því að auglýsa á Ríkisútvarpinu. Eðlilegt væri að auglýsendur vildu auglýsa þar sem þeir teldu sig ná til markhóps síns. Hins vegar myndi það breytast, með því að leggja af auglýsingadeild RÚV, að Ríkisútvarpið væri ekki lengur „þessi agressívi söluaðili“ eins og Bryndís komst að orði. Það væri mjög góð málamiðlun, að mati meirihluta nefndarinnar. Meirihlutinn leggur auk þess til að staðbundnir fjölmiðlar, utan höfuðborgarsvæðisins, hljóti sérstakt 20% landsbyggðarálag ofan á þann styrk sem þeir annars fengju úthlutað. Þannig verði fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins efldir. Þá verði nóg að staðbundnir prentmiðlar komi út tólf sinnum á ári til að vera styrkhæfir. Að öðru leyti mælti meirihlutinn með því að frumvarpið yrði samþykkt.
Þessi komu fyrir nefndina Nefndin fékk á fund til sín Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, Rakel Birnu Þorsteinsdóttur, Ægi Þór Eysteinsson og Steindór Dan Jensen frá menningar- og viðskiptaráðuneyti, Sigríði Dögg Auðunsdóttur og Aðalstein Kjartansson frá Blaðamannafélagi Íslands, Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Öglu Eir Vilhjálmsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands, Harald Johannessen og Sigurbjörn Magnússon frá Árvakri hf., Magnús Ragnarsson og Eirík Hauksson frá Símanum hf., Pál Ásgrímsson og Þórhall Gunnarsson frá Sýn hf., Guðrúnu Huldu Pálsdóttur og Örvar Þór Ólafsson frá Bændasamtökum Íslands, Gunnar Gunnarsson frá Útgáfufélagi Austurlands, Stefán Vilbergsson og Ölmu Ýri Ingólfsdóttur frá ÖBÍ – réttindasamtökum, Stefán Eiríksson og Einar Loga Vignisson frá RÚV, Magnús Magnússon frá Skessuhorni ehf. og Pál Hilmar Ketilsson frá Víkurfréttum.
Ríkisútvarpið Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira