Fyrirframákveðið gjald og stjörnugjöf í nýju leigubílaforriti Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 21:17 Smáforritið segir notanda nákvæmlega hvað ferðin mun kosta hann. Stöð 2 Samkeppni á leigubílamarkaði höfuðborgarsvæðisins jókst í dag þegar Hopp leigubílar hófu starfsemi. Fyrirtækið ætlar sér meðal annars að mæta mikilli eftirspurn eftir leigubílum í miðborginni um helgar. Hopp-leigubílana er einungis hægt að panta með smáforriti þeirra og fá notendur uppgefið verð og hversu langt er í að bíllinn mæti. Að taka venjulegan leigubíl frá Suðurlandsbraut að Efstaleiti kostaði fréttamann 2.190 krónur. Hins vegar kostaði ferðin með Hopp-leigubílnum til baka 1.850 krónur. 340 krónum ódýrari ferð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þrátt fyrir að félagið reyni alltaf að vera ódýrara, líkt og raunin var í dag, sé tæknin á bak við fyrirkomulag Hopp-leigubíla það sem ætti að heilla fólk hvað mest. „Það er sérstaklega þjónustan og tæknin því það skilar nýtni. Það er hvers vegna kostaði bílinn þetta þig þessa leið og af hverju kostar hann annað hina leiðina. Það er eftir því hvar bíllinn er staðsettur, það er besti bíllinn að sækja besta notandann. Það er tæknin sem er þarna að hjálpa okkur,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubíla.Stöð 2 Sæunn segir að eigi að komast jafnvægi á markaðinn með komu Hopp þurfi fleiri leigubílstjórar að skrá sig þar. Þá geta þeir orðið stjörnur innan Hopp en eftir að ferð í leigubíl er lokið gefa notendur bílstjóranum sínum einkunn fyrir ferðina og öfugt. Því er einnig um að gera að vera stilltur aftur í. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ segir Sæunn. Leigubílar Tækni Samgöngur Neytendur Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Hopp-leigubílana er einungis hægt að panta með smáforriti þeirra og fá notendur uppgefið verð og hversu langt er í að bíllinn mæti. Að taka venjulegan leigubíl frá Suðurlandsbraut að Efstaleiti kostaði fréttamann 2.190 krónur. Hins vegar kostaði ferðin með Hopp-leigubílnum til baka 1.850 krónur. 340 krónum ódýrari ferð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þrátt fyrir að félagið reyni alltaf að vera ódýrara, líkt og raunin var í dag, sé tæknin á bak við fyrirkomulag Hopp-leigubíla það sem ætti að heilla fólk hvað mest. „Það er sérstaklega þjónustan og tæknin því það skilar nýtni. Það er hvers vegna kostaði bílinn þetta þig þessa leið og af hverju kostar hann annað hina leiðina. Það er eftir því hvar bíllinn er staðsettur, það er besti bíllinn að sækja besta notandann. Það er tæknin sem er þarna að hjálpa okkur,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubíla.Stöð 2 Sæunn segir að eigi að komast jafnvægi á markaðinn með komu Hopp þurfi fleiri leigubílstjórar að skrá sig þar. Þá geta þeir orðið stjörnur innan Hopp en eftir að ferð í leigubíl er lokið gefa notendur bílstjóranum sínum einkunn fyrir ferðina og öfugt. Því er einnig um að gera að vera stilltur aftur í. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ segir Sæunn.
Leigubílar Tækni Samgöngur Neytendur Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira