Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Máni Snær Þorláksson skrifar 10. júlí 2023 21:33 Fólk er mætt á gossvæðið en varað hefur verið við lífshættulegri gasmengun á svæðinu. Ísak Finnbogason Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að næstu klukkustundir verði líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við. „Það er áttleysa þarna á svæðinu og vindurinn hringsólar. Það er mikil hætta á því að fólk verði fyrir gaseitrun. Síðan er gott að fylgjast með því reglulega hvert gasið leitar hverju sinni miðað við þær áttir sem eru ríkjandi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að fólk geti fylgst með stöðunni á loftgaedi.is og lokað gluggum ef gas frá gosinu berst til þeirra. Þá eigi börn og fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum alls ekki að vera utandyra í gasmenguninni. Fólk ansi nálægt hrauninu Viðvaranir yfirvalda stoppa þó ekki alla. Í beinu streymi frá gossvæðinu má sjá að fjöldi fólks er þegar á svæðinu, einhver þeirra fara ansi nálægt hrauninu. Ísak Finnbogason er að stjórna beina streyminu sem sjá má hér fyrir neðan. Í samtali við fréttastofu segist hann þó vera í öruggri fjarlægð, enda þaulvanur. „Ég er uppi á fjalli hérna langt frá,“ segir Ísak sem passar að vera vindmeginn við gosið, að mengunin fjúki frá honum. Biðluðu til fólks að fara ekki strax Fyrr í kvöld ræddi fréttastofa við Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sagði að ennþá væri verið að meta aðstæður. „Við erum að biðla til fólks að fara ekki strax af stað, gefa okkur tíma. Gefa bæði viðbragðsaðilum og vísindafólki tíma til þess að meta hvernig aðstæður eru. Það er mikilvægt,“ sagði hún. „Það er kannski klisja að segja þetta, vinsamlegast ekki fara strax af stað, en við erum náttúrulega með eldgos í beinni útsendingu í þessu frábæra veðri. Við teljum samt ekki að það sé að fara neitt þannig við biðjum fólk um að fara ekki alveg stax af stað og bíða aðeins.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Erlent Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Erlent Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna hvirfilbylsins Chido Erlent Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt „Versta tilfinning í heimi“ Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum segir að næstu klukkustundir verði líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við. „Það er áttleysa þarna á svæðinu og vindurinn hringsólar. Það er mikil hætta á því að fólk verði fyrir gaseitrun. Síðan er gott að fylgjast með því reglulega hvert gasið leitar hverju sinni miðað við þær áttir sem eru ríkjandi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að fólk geti fylgst með stöðunni á loftgaedi.is og lokað gluggum ef gas frá gosinu berst til þeirra. Þá eigi börn og fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum alls ekki að vera utandyra í gasmenguninni. Fólk ansi nálægt hrauninu Viðvaranir yfirvalda stoppa þó ekki alla. Í beinu streymi frá gossvæðinu má sjá að fjöldi fólks er þegar á svæðinu, einhver þeirra fara ansi nálægt hrauninu. Ísak Finnbogason er að stjórna beina streyminu sem sjá má hér fyrir neðan. Í samtali við fréttastofu segist hann þó vera í öruggri fjarlægð, enda þaulvanur. „Ég er uppi á fjalli hérna langt frá,“ segir Ísak sem passar að vera vindmeginn við gosið, að mengunin fjúki frá honum. Biðluðu til fólks að fara ekki strax Fyrr í kvöld ræddi fréttastofa við Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sagði að ennþá væri verið að meta aðstæður. „Við erum að biðla til fólks að fara ekki strax af stað, gefa okkur tíma. Gefa bæði viðbragðsaðilum og vísindafólki tíma til þess að meta hvernig aðstæður eru. Það er mikilvægt,“ sagði hún. „Það er kannski klisja að segja þetta, vinsamlegast ekki fara strax af stað, en við erum náttúrulega með eldgos í beinni útsendingu í þessu frábæra veðri. Við teljum samt ekki að það sé að fara neitt þannig við biðjum fólk um að fara ekki alveg stax af stað og bíða aðeins.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Erlent Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Erlent Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna hvirfilbylsins Chido Erlent Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt „Versta tilfinning í heimi“ Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Sjá meira