„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2023 12:31 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Erlent Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Erlent Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna hvirfilbylsins Chido Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Innlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Fleiri fréttir Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt „Versta tilfinning í heimi“ Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Sjá meira
Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Erlent Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Erlent Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna hvirfilbylsins Chido Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Innlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Fleiri fréttir Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt „Versta tilfinning í heimi“ Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Sjá meira
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11