Velur Taylor Swift tónleika fram yfir kosningabaráttu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 15:42 Kristrún er mikill aðdáandi Taylor Swift og hefur verið það frá átján ára aldri. Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja. vísir Svo gæti farið að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fari á Taylor Swift tónleika í miðri kosningabaráttu. Kosningar kæmu að minnsta kosti ekki í veg fyrir að hún færi á tónleika, svo mikill aðdáandi er hún. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Kristrúnu í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem slegið var á létta strengi en Kristrún hefur lært meðal annars á píanó og harmonikku. „Ég ætlaði sem unglingur alltaf að gera eitthvað með þetta, svo áttaði ég mig á því að þetta væri kannski ekki mín sterkasta hlið. En ég held lagi,“ segir Kristrún. „Ég kann einhverja hljóma og svona. Faðir minn lét mig læra á harmonikku, hann er Skagfirðingur og það hefur alltaf verið sungið mikið í mínum fjölskylduboðum, ég hélt reyndar að það væri þannig í öllum fjölskylduboðum. Maðurinn minn fékk svo bara áfall þegar hann mætti fyrst í fjölskylduboð og fékk afhenta söngbók.“ Kristrún var beðin um að velja lag sem væri lýsandi fyrir sjálfa sig. Eftir nokkra umhugsun segir Kristrún: „Ég er náttúrulega mikill Taylor Swift aðdáandi. Ég elska kantrí tónlist. Fólki fannst þetta alltaf mjög hallærislægt en er farið að átta sig á því hérna á Íslandi að öll góð lög eru í grunninn kántri. Bó Halldórs, bestu plöturnar hans eru kántrílög með íslenskum texta. Bríet, sem dæmi, er núna komin í kántríið.“ Taylor Swift hafi verið sú fyrsta sem hafi flutt sig yfir í meginstraums-tónlist, segir Kristrún. „Ég er búin að hlusta á Taylor Swift frá því ég var átján ára.“ Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja, Taylor og Kristrúnar. Taylor er fædd árið 1989 en Kristrún 1988. Taylor hóf tónlistarferilinn árið 2005, þá 17 ára gömul. „Ég get upplýst um það núna, í beinni útsendingu, að ég fékk miða á Taylor Swift tónleika á yfirstandandi tónleikaferðalag. Ég sat yfir tölvunni minni í fjóra klukkutíma í sumar.“ Miðasölurisinn Ticketmaster bað aðdáendur Swift einmitt afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar miðasalan hófst. Dæmi voru um að miðar hafi selst á 2,5-9 milljónir króna í endursölu. „Ég ætla á þessa tónleika. Miðasalan var í júlí þegar var svolítið mikil læti hjá ríkisstjórninni en ég var að vonast til að fá miða um sumarið. Ég hugsaði: „æ ef það verða kosningar næsta vor, þá missi ég af þessum tónleikum. Þannig ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi enda á því að þurfa að kaupa miða einhverja helgi þegar það eru kosningar. Ég á kannski ekki að segja þetta opinberlega en mig langar alveg ótrúlega að fara, þetta er bara algjör draumur hjá mér. Ég ræddi þetta fram og til baka við manninn minn. Svo komst ég að í Stokkhólmi hvítasunnuhelgina næstu. Ríkisstjórnin veit núna að þetta er mjög slæm helgi fyrir mig til að fara í kosningar. Ég mun finna leið til að gera þetta, breyti þá helgarferð í dagsferð.“ Samfylkingin Tónlist Bakaríið Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Kristrúnu í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem slegið var á létta strengi en Kristrún hefur lært meðal annars á píanó og harmonikku. „Ég ætlaði sem unglingur alltaf að gera eitthvað með þetta, svo áttaði ég mig á því að þetta væri kannski ekki mín sterkasta hlið. En ég held lagi,“ segir Kristrún. „Ég kann einhverja hljóma og svona. Faðir minn lét mig læra á harmonikku, hann er Skagfirðingur og það hefur alltaf verið sungið mikið í mínum fjölskylduboðum, ég hélt reyndar að það væri þannig í öllum fjölskylduboðum. Maðurinn minn fékk svo bara áfall þegar hann mætti fyrst í fjölskylduboð og fékk afhenta söngbók.“ Kristrún var beðin um að velja lag sem væri lýsandi fyrir sjálfa sig. Eftir nokkra umhugsun segir Kristrún: „Ég er náttúrulega mikill Taylor Swift aðdáandi. Ég elska kantrí tónlist. Fólki fannst þetta alltaf mjög hallærislægt en er farið að átta sig á því hérna á Íslandi að öll góð lög eru í grunninn kántri. Bó Halldórs, bestu plöturnar hans eru kántrílög með íslenskum texta. Bríet, sem dæmi, er núna komin í kántríið.“ Taylor Swift hafi verið sú fyrsta sem hafi flutt sig yfir í meginstraums-tónlist, segir Kristrún. „Ég er búin að hlusta á Taylor Swift frá því ég var átján ára.“ Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja, Taylor og Kristrúnar. Taylor er fædd árið 1989 en Kristrún 1988. Taylor hóf tónlistarferilinn árið 2005, þá 17 ára gömul. „Ég get upplýst um það núna, í beinni útsendingu, að ég fékk miða á Taylor Swift tónleika á yfirstandandi tónleikaferðalag. Ég sat yfir tölvunni minni í fjóra klukkutíma í sumar.“ Miðasölurisinn Ticketmaster bað aðdáendur Swift einmitt afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar miðasalan hófst. Dæmi voru um að miðar hafi selst á 2,5-9 milljónir króna í endursölu. „Ég ætla á þessa tónleika. Miðasalan var í júlí þegar var svolítið mikil læti hjá ríkisstjórninni en ég var að vonast til að fá miða um sumarið. Ég hugsaði: „æ ef það verða kosningar næsta vor, þá missi ég af þessum tónleikum. Þannig ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi enda á því að þurfa að kaupa miða einhverja helgi þegar það eru kosningar. Ég á kannski ekki að segja þetta opinberlega en mig langar alveg ótrúlega að fara, þetta er bara algjör draumur hjá mér. Ég ræddi þetta fram og til baka við manninn minn. Svo komst ég að í Stokkhólmi hvítasunnuhelgina næstu. Ríkisstjórnin veit núna að þetta er mjög slæm helgi fyrir mig til að fara í kosningar. Ég mun finna leið til að gera þetta, breyti þá helgarferð í dagsferð.“
Samfylkingin Tónlist Bakaríið Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið