Vikingar með markatöluna 13-2 í fjórum undanúrslitaleikjum á fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 16:00 Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed fagna marki þess fyrrnefnda í Víkinni í gær. Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið er komið í bikarúrslitaleik karla í fjórðu bikarkeppninni í röð en Víkingar hafa unnið alla bikartitla í boði frá árinu 2019. Víkingur vann 4-1 sigur á KR í undanúrslitaleik í Víkinni sem var fjórði sigur liðsins í undanúrslitum á fimm árum. Markatala Víkingsliðsins í þessum fjórum undanúrslitaleikjum er 13-2. Auk sigursins á KR í gærkvöldi þá vann Víkingur 3-0 sigur á Breiðabliki í undanúrslitaleiknum í fyrra, 3-0 sigur á Vestra í undanúrslitaleiknum 2021 og svo 3-1 sigur á Blikum í undanúrslitaleiknum 2019. Bikarkeppnin var ekki kláruð sumarið 2020 vegna kórónuveirunnar en þá voru Valur, KR, ÍBV og FH komin í undanúrslitin. Víkingar duttu út það sumar í sextán liða úrslitum á móti Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði tvö síðustu mörk Víkinga í sigrinum í gær en áður höfðu þeir Aron Elís Þrándarson og Erlingur Agnarsson komið Víkingsliðinu í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Í fyrra þá skoraði Erlingur tvö mörk í sigrinum á Blikum en þriðja markið skoraði Karl Friðleifur Gunnarsson. Öll mörk Víkingsliðsins í þeim leik komu á fyrstu tuttugu mínútunum. Sumarið 2021 þá vann Víkingur 3-0 sigur á Vestra í leik sem fór fram á KR-vellinum vegna slæmra vallaraðstæðna fyrir vestan. Kristall Máni Ingason skoraði öll þrjú mörk Víkingsliðsins í leiknum. Sumarið 2019 þá vann Víkingur 3-1 sigur á Blikum í undanúrslitunum en þá skoruðu þeir Óttar Magnús Karlsson, Nikolaj Hansen og Guðmundur Andri Tryggvason mörk liðsins eftir að Blikarnir komust yfir í 1-0. Markatala liða í undanúrslitum Bikarsins 2019-2023: +11 Víkingur (13-2) +3 FH (5-2) +2 ÍA (2-0) -1 KA (3-4) -2 Keflavík (0-2) -3 Vestri (0-3) -5 Breiðablik (3-8) -5 KR (2-7) Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Víkingur vann 4-1 sigur á KR í undanúrslitaleik í Víkinni sem var fjórði sigur liðsins í undanúrslitum á fimm árum. Markatala Víkingsliðsins í þessum fjórum undanúrslitaleikjum er 13-2. Auk sigursins á KR í gærkvöldi þá vann Víkingur 3-0 sigur á Breiðabliki í undanúrslitaleiknum í fyrra, 3-0 sigur á Vestra í undanúrslitaleiknum 2021 og svo 3-1 sigur á Blikum í undanúrslitaleiknum 2019. Bikarkeppnin var ekki kláruð sumarið 2020 vegna kórónuveirunnar en þá voru Valur, KR, ÍBV og FH komin í undanúrslitin. Víkingar duttu út það sumar í sextán liða úrslitum á móti Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði tvö síðustu mörk Víkinga í sigrinum í gær en áður höfðu þeir Aron Elís Þrándarson og Erlingur Agnarsson komið Víkingsliðinu í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Í fyrra þá skoraði Erlingur tvö mörk í sigrinum á Blikum en þriðja markið skoraði Karl Friðleifur Gunnarsson. Öll mörk Víkingsliðsins í þeim leik komu á fyrstu tuttugu mínútunum. Sumarið 2021 þá vann Víkingur 3-0 sigur á Vestra í leik sem fór fram á KR-vellinum vegna slæmra vallaraðstæðna fyrir vestan. Kristall Máni Ingason skoraði öll þrjú mörk Víkingsliðsins í leiknum. Sumarið 2019 þá vann Víkingur 3-1 sigur á Blikum í undanúrslitunum en þá skoruðu þeir Óttar Magnús Karlsson, Nikolaj Hansen og Guðmundur Andri Tryggvason mörk liðsins eftir að Blikarnir komust yfir í 1-0. Markatala liða í undanúrslitum Bikarsins 2019-2023: +11 Víkingur (13-2) +3 FH (5-2) +2 ÍA (2-0) -1 KA (3-4) -2 Keflavík (0-2) -3 Vestri (0-3) -5 Breiðablik (3-8) -5 KR (2-7)
Markatala liða í undanúrslitum Bikarsins 2019-2023: +11 Víkingur (13-2) +3 FH (5-2) +2 ÍA (2-0) -1 KA (3-4) -2 Keflavík (0-2) -3 Vestri (0-3) -5 Breiðablik (3-8) -5 KR (2-7)
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira