Furðar sig á ákvörðun Seðlabankans Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 17:49 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Orri Hauksson forstjóri Símans furðar sig á ákvörðun fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem sektaði félagið um 76,5 milljónir króna í vikunni. Hann segir félagið hafa birt allar upplýsingar sem beri að birta samkvæmt lögum. Síminn ætlar að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Greint var frá sektinni í tilkynningu til Kauphallar í gær. Samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar þykir Síminn ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. „Þeir vildu meina að við hefðum ekki birt eitthvað sem við áttum að birta sem við erum algjörlega ósammála, vegna þess að við sögðum markaðinum frá því sem við vorum að gera þegar við vissum það. Þannig að þegar við tilkynntum 31. ágúst 2021 að við værum að fara í viðræður við valda aðila þá var það nákvæmlega það sem við vissum. Síðan hófust þær viðræður og var ekkert að frétta með það fyrr en við tilkynntum um það að einn aðili hefði óskað eftir einkaviðræðum sem við fórum í. Og þá tilkynntum við það,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að markaðurinn hafi verið með á nótunum. Hefði Síminn tekið ákvörðun um að birta frekari upplýsingar hefði það verið afvegaleiðandi. „Við birtum allt sem við vissum og það sem gerist síðan. Við gátum ekki vitað hvað myndi gerast síðan, þannig að í ljósi atburða sem síðar gerðust er verið að sekta okkur fyrir að hafa ekki sagt það fyrir fram. Við sögðum frá öllu sem vitað var á þeirri stundu sem það var vitað. Við gátum ekki afturvirkt sagt eitthvað fyrir fram sem var ekki vitað þá, eins og okkur finnst þessi ákvörðun byggjast á,“ segir Orri og furðar sig á ákvörðuninni. Félagið ætlar að leita á náðir dómstóla: „Þetta er auðvitað lögfræðilega röng ákvörðum, finnst okkur, en við treystum á að réttarkerfið taki lögfræðilega rétta ákvörðun. Við erum náttúrulega að kæra vegna þess að við teljum ákvörðunina lögfræðilega ranga. Og af þeirri trú leiðir að við teljum að það muni ganga vel,“ segir Orri að lokum. Fjármálamarkaðir Salan á Mílu Síminn Seðlabankinn Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Greint var frá sektinni í tilkynningu til Kauphallar í gær. Samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar þykir Síminn ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. „Þeir vildu meina að við hefðum ekki birt eitthvað sem við áttum að birta sem við erum algjörlega ósammála, vegna þess að við sögðum markaðinum frá því sem við vorum að gera þegar við vissum það. Þannig að þegar við tilkynntum 31. ágúst 2021 að við værum að fara í viðræður við valda aðila þá var það nákvæmlega það sem við vissum. Síðan hófust þær viðræður og var ekkert að frétta með það fyrr en við tilkynntum um það að einn aðili hefði óskað eftir einkaviðræðum sem við fórum í. Og þá tilkynntum við það,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að markaðurinn hafi verið með á nótunum. Hefði Síminn tekið ákvörðun um að birta frekari upplýsingar hefði það verið afvegaleiðandi. „Við birtum allt sem við vissum og það sem gerist síðan. Við gátum ekki vitað hvað myndi gerast síðan, þannig að í ljósi atburða sem síðar gerðust er verið að sekta okkur fyrir að hafa ekki sagt það fyrir fram. Við sögðum frá öllu sem vitað var á þeirri stundu sem það var vitað. Við gátum ekki afturvirkt sagt eitthvað fyrir fram sem var ekki vitað þá, eins og okkur finnst þessi ákvörðun byggjast á,“ segir Orri og furðar sig á ákvörðuninni. Félagið ætlar að leita á náðir dómstóla: „Þetta er auðvitað lögfræðilega röng ákvörðum, finnst okkur, en við treystum á að réttarkerfið taki lögfræðilega rétta ákvörðun. Við erum náttúrulega að kæra vegna þess að við teljum ákvörðunina lögfræðilega ranga. Og af þeirri trú leiðir að við teljum að það muni ganga vel,“ segir Orri að lokum.
Fjármálamarkaðir Salan á Mílu Síminn Seðlabankinn Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira