Grætt á neyð Grindvíkinga Hörður Guðbrandsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 15. desember 2023 13:00 Að undanförnu höfum við staðið fyrir ákalli til lífeyrissjóða um að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Eins og allir vita stendur heilt bæjarfélag nú frammi fyrir því að þurfa að fara inn á sturlaðan leigumarkað til að búa sér til heimili til skamms tíma. Bankarnir brugðust við ákalli okkar Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur næstu þrjá mánuði, til að byrja með. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki svarað þessu kalli. Ágætt er að skýra hér hvers vegna við förum fram á þetta. Við erum með raundæmi um einstakling sem er með 44 milljóna króna lán hjá Gildi lífeyrissjóði. Hann fær afborganir af höfuðstóli frystar í þrjá mánuði en enga niðurfellingu á vöxtum og verðbótum, eins og stæði honum til boða ef hann væri með lán hjá banka. Þessi einstaklingur þarf vegna þessa að greiða aukalega 9,2 milljónir af láninu sínu yfir lánstímann. Afborgun af láninu hækkar um rúmlega 5% af mánuði og heildargreiðsla yfir samningstímann einnig. Sjóðurinn græðir á neyð Grindvíkinga. Fyrsta viðkvæði lífeyrissjóða, þegar þessi krafa var fyrst sett fram, var að þeim væri ekki heimilt, vegna þeirra laga og reglna sem þeir starfa eftir, að fella niður vexti og verðbætur. Fátt var um svör þegar farið var fram á að vísað yrði í þau lög og þær reglur. Núna, mánuði eftir að við þurftum að flýja heimili okkar, er búið að kaupa lögfræðiálit af stofu út í bæ. Niðurstaðan er einmitt sú sem stjórnendur Gildis vildu. Hvað ætli Gildi hafi greitt fyrir þetta álit? Um áramótin tekur nýr framkvæmdastjóri við hjá Gildi. Fráfarandi framkvæmdastjóri fékk níu mánaða ráðgjafasamning frá sjóðnum okkar í starfslokagjöf. Í heilt ár hefur sá sem á að taka við stöðunni verið í læri hjá núverandi framkvæmdastjóra. Sjóðfélagar munu því þurfa að halda uppi tveimur framkvæmdastjórum – hálaunakörlum – á launum í 21 mánuð þar sem þeir geta ráðlagt hvor öðrum. Hann er sennilega miklu hærri, kostnaðurinn sem sjóðfélagar þurfa að greiða fyrir að skipta um framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildis, heldur en sú fjárhæð sem hefði þurft að reiða fram til að koma til móts við Grindvíkinga sem flýja hafa þurft heimili sín. Það er ljóst að samtrygging elítunnar hefur sjaldan verið sterkari en núna. Við skorum á fráfarandi framkvæmdastjóra Gildis að afþakka starfslokagjöfina og semja um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og óbreyttum sjóðfélögum úti í samfélaginu stendur til boða c fólkinu sem hann vinnur fyrir. Svo væri hægt að nota mismuninn til að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Mest lesið Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar Skoðun Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu höfum við staðið fyrir ákalli til lífeyrissjóða um að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Eins og allir vita stendur heilt bæjarfélag nú frammi fyrir því að þurfa að fara inn á sturlaðan leigumarkað til að búa sér til heimili til skamms tíma. Bankarnir brugðust við ákalli okkar Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur næstu þrjá mánuði, til að byrja með. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki svarað þessu kalli. Ágætt er að skýra hér hvers vegna við förum fram á þetta. Við erum með raundæmi um einstakling sem er með 44 milljóna króna lán hjá Gildi lífeyrissjóði. Hann fær afborganir af höfuðstóli frystar í þrjá mánuði en enga niðurfellingu á vöxtum og verðbótum, eins og stæði honum til boða ef hann væri með lán hjá banka. Þessi einstaklingur þarf vegna þessa að greiða aukalega 9,2 milljónir af láninu sínu yfir lánstímann. Afborgun af láninu hækkar um rúmlega 5% af mánuði og heildargreiðsla yfir samningstímann einnig. Sjóðurinn græðir á neyð Grindvíkinga. Fyrsta viðkvæði lífeyrissjóða, þegar þessi krafa var fyrst sett fram, var að þeim væri ekki heimilt, vegna þeirra laga og reglna sem þeir starfa eftir, að fella niður vexti og verðbætur. Fátt var um svör þegar farið var fram á að vísað yrði í þau lög og þær reglur. Núna, mánuði eftir að við þurftum að flýja heimili okkar, er búið að kaupa lögfræðiálit af stofu út í bæ. Niðurstaðan er einmitt sú sem stjórnendur Gildis vildu. Hvað ætli Gildi hafi greitt fyrir þetta álit? Um áramótin tekur nýr framkvæmdastjóri við hjá Gildi. Fráfarandi framkvæmdastjóri fékk níu mánaða ráðgjafasamning frá sjóðnum okkar í starfslokagjöf. Í heilt ár hefur sá sem á að taka við stöðunni verið í læri hjá núverandi framkvæmdastjóra. Sjóðfélagar munu því þurfa að halda uppi tveimur framkvæmdastjórum – hálaunakörlum – á launum í 21 mánuð þar sem þeir geta ráðlagt hvor öðrum. Hann er sennilega miklu hærri, kostnaðurinn sem sjóðfélagar þurfa að greiða fyrir að skipta um framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildis, heldur en sú fjárhæð sem hefði þurft að reiða fram til að koma til móts við Grindvíkinga sem flýja hafa þurft heimili sín. Það er ljóst að samtrygging elítunnar hefur sjaldan verið sterkari en núna. Við skorum á fráfarandi framkvæmdastjóra Gildis að afþakka starfslokagjöfina og semja um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og óbreyttum sjóðfélögum úti í samfélaginu stendur til boða c fólkinu sem hann vinnur fyrir. Svo væri hægt að nota mismuninn til að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar
Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun