Bölvar Íþróttadómstólnum: „Þeir láta reiði sína bitna á lítilli stúlku“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2024 09:40 Kamila Valieva á ísnum á síðustu Vetrarólympíuleikum. Hún kemur ekki úr banni fyrr en rétt fyrir næstu Ólympíuleika. Getty/Dimitris Isevidis Ein af frægustu þjálfurum Rússa er mjög reið yfir því hvernig er farið með rússnesku listskautakonuna Kamilu Valievu en Alþjóða Íþróttadómstóllinn dæmdi hana í fjögurra ára keppnisbann í vikunni. Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið tveimur mánuðum fyrir síðustu Vetrarólympíuleika en það kom ekki í ljós fyrr en á miðjum leikum. Valieva hafði þá hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni. Hún fékk að keppa í einstaklingskeppninni en réð ekki við álagið og komst ekki á pall. In its long-awaited ruling, the Court of Arbitration for Sport banned Russian figure skater Kamila Valieva for four years on doping charges, that retroactively took effect from 2021 and stripped her and the ROC of 2022 Beijing Games team event medal https://t.co/bjWrlWxxfY pic.twitter.com/6FHM8Wo9SS— Reuters (@Reuters) January 31, 2024 Valieva var sannkallað undrabarn og þótti mjög líkleg til að vinna gullið á leikunum þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára gömul. Hún var að gera hluti sem höfðu ekki sést áður á ísnum. Árangursaukandi hjartalyf fannst í sýni Valieva en hennar vörn var að hún hefði drukkið úr sama glasi og afi hennar sem fengi þetta efni í hjartameðalinu sínu. Alþjóða Íþróttadómstólinn tók þessa afsökun ekki gilda og taldi Valievu og hennar fólk ekki hafa sannað það að hún hafi tekið efnið inn án vitundar. A word from the chairperson of the Russian gaslighting committee. pic.twitter.com/LYIAp6oqP4— The Skating Lesson (@SkatingLesson) January 30, 2024 Heimsfrægi rússneski þjálfarinn Tatiana Tarasova er mjög ósátt við dóminn og bölvaði Íþróttadómstólnum. „Glæpahyski og löglaust fólk. Auðvitað verðum við að áfrýja þessari ákvörðun. Þú verður að berjast á móti úrþvættum með þeirra eigin aðferðum,“ sagði Tarasova í viðtali við rússneska miðilinn Championat. „Kamila mun fá að keppa í okkar landi. Hún er sterk stelpa og mun komast í gegnum allt saman,“ sagði Tarasova sem segir þetta vera svo ósanngjarnt fyrir Valievu. „Fjandinn hafi þessi skítseiði. Þeir láta reiði sína bitna á lítilli stúlku með það að markmiði að reyna að ná höggi á okkar þjóð,“ sagði Tarasova. „Þetta er ómannúðleg ákvörðun. Það á ekki að vera hægt að fá þetta út. Þetta er óhugsandi grimmd. Ég bölva þeim sem ákváðu þetta. Vonandi fer þetta allt vel hjá Kamilu því hún er ótrúlega hæfileikarík stelpa. Hún átti þetta ekki skilið,“ sagði Tarasova. Fjögurra ára bann Valievu gildir frá 25. desember 2021. Það þýðir að hún sleppur úr banninu fyrir Ólympíuleikana á Ítalíu árið 2026 það er ef rússneskt íþróttafólk fær leyfi til að keppa á þeim leikum. BREAKING: The Russian Olympic Committee will appeal against a decision to strip the gold medal in the 2022 Olympic figure skating event following Kamila Valieva's doping suspension. pic.twitter.com/joi8IGuj3g— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024 Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Tengdar fréttir Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. 29. janúar 2024 23:01 Heimta að skautadrottningin unga verði dæmd í fjögurra ára bann Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur beðið Alþjóðlega íþróttadómstólinn, Court of Arbitration for Sport, að dæma rússnesku skautadrottninguna Kamilu Valievu í fjögurra ára keppnisbann. 15. nóvember 2022 10:00 Hóta Rússum vegna leyndar yfir máli Valievu Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, hefur áhyggjur af töfum á rannsókn á máli rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu. 27. október 2022 14:30 Fá loks Ólympíugullið tveimur árum seinna Keppendurnir sem misstu af verðlaunum þegar Rússar unnu gullið í liðakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 munu fá verðlaun sín við hátíðlega athöfn. 30. janúar 2024 16:31 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Sjá meira
Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið tveimur mánuðum fyrir síðustu Vetrarólympíuleika en það kom ekki í ljós fyrr en á miðjum leikum. Valieva hafði þá hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni. Hún fékk að keppa í einstaklingskeppninni en réð ekki við álagið og komst ekki á pall. In its long-awaited ruling, the Court of Arbitration for Sport banned Russian figure skater Kamila Valieva for four years on doping charges, that retroactively took effect from 2021 and stripped her and the ROC of 2022 Beijing Games team event medal https://t.co/bjWrlWxxfY pic.twitter.com/6FHM8Wo9SS— Reuters (@Reuters) January 31, 2024 Valieva var sannkallað undrabarn og þótti mjög líkleg til að vinna gullið á leikunum þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára gömul. Hún var að gera hluti sem höfðu ekki sést áður á ísnum. Árangursaukandi hjartalyf fannst í sýni Valieva en hennar vörn var að hún hefði drukkið úr sama glasi og afi hennar sem fengi þetta efni í hjartameðalinu sínu. Alþjóða Íþróttadómstólinn tók þessa afsökun ekki gilda og taldi Valievu og hennar fólk ekki hafa sannað það að hún hafi tekið efnið inn án vitundar. A word from the chairperson of the Russian gaslighting committee. pic.twitter.com/LYIAp6oqP4— The Skating Lesson (@SkatingLesson) January 30, 2024 Heimsfrægi rússneski þjálfarinn Tatiana Tarasova er mjög ósátt við dóminn og bölvaði Íþróttadómstólnum. „Glæpahyski og löglaust fólk. Auðvitað verðum við að áfrýja þessari ákvörðun. Þú verður að berjast á móti úrþvættum með þeirra eigin aðferðum,“ sagði Tarasova í viðtali við rússneska miðilinn Championat. „Kamila mun fá að keppa í okkar landi. Hún er sterk stelpa og mun komast í gegnum allt saman,“ sagði Tarasova sem segir þetta vera svo ósanngjarnt fyrir Valievu. „Fjandinn hafi þessi skítseiði. Þeir láta reiði sína bitna á lítilli stúlku með það að markmiði að reyna að ná höggi á okkar þjóð,“ sagði Tarasova. „Þetta er ómannúðleg ákvörðun. Það á ekki að vera hægt að fá þetta út. Þetta er óhugsandi grimmd. Ég bölva þeim sem ákváðu þetta. Vonandi fer þetta allt vel hjá Kamilu því hún er ótrúlega hæfileikarík stelpa. Hún átti þetta ekki skilið,“ sagði Tarasova. Fjögurra ára bann Valievu gildir frá 25. desember 2021. Það þýðir að hún sleppur úr banninu fyrir Ólympíuleikana á Ítalíu árið 2026 það er ef rússneskt íþróttafólk fær leyfi til að keppa á þeim leikum. BREAKING: The Russian Olympic Committee will appeal against a decision to strip the gold medal in the 2022 Olympic figure skating event following Kamila Valieva's doping suspension. pic.twitter.com/joi8IGuj3g— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Tengdar fréttir Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. 29. janúar 2024 23:01 Heimta að skautadrottningin unga verði dæmd í fjögurra ára bann Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur beðið Alþjóðlega íþróttadómstólinn, Court of Arbitration for Sport, að dæma rússnesku skautadrottninguna Kamilu Valievu í fjögurra ára keppnisbann. 15. nóvember 2022 10:00 Hóta Rússum vegna leyndar yfir máli Valievu Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, hefur áhyggjur af töfum á rannsókn á máli rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu. 27. október 2022 14:30 Fá loks Ólympíugullið tveimur árum seinna Keppendurnir sem misstu af verðlaunum þegar Rússar unnu gullið í liðakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 munu fá verðlaun sín við hátíðlega athöfn. 30. janúar 2024 16:31 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Sjá meira
Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. 29. janúar 2024 23:01
Heimta að skautadrottningin unga verði dæmd í fjögurra ára bann Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur beðið Alþjóðlega íþróttadómstólinn, Court of Arbitration for Sport, að dæma rússnesku skautadrottninguna Kamilu Valievu í fjögurra ára keppnisbann. 15. nóvember 2022 10:00
Hóta Rússum vegna leyndar yfir máli Valievu Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, hefur áhyggjur af töfum á rannsókn á máli rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu. 27. október 2022 14:30
Fá loks Ólympíugullið tveimur árum seinna Keppendurnir sem misstu af verðlaunum þegar Rússar unnu gullið í liðakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 munu fá verðlaun sín við hátíðlega athöfn. 30. janúar 2024 16:31