Deilunni um litla rauða límmiðann lokið vegna tímamóta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2024 23:01 Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðun Iittala stóra. Sjálf tekur hún rauða límmiðann af finnsku vörunum. Einar árnason/getty Norrænni deilu um hvort taka eigi lítinn rauðan límmiða af iittala glösum verður brátt lokið því rauðu miðarnir eru á undanhaldi. Finnski risinn hefur breytt allri hönnun á þessu rótgróna vörumerki og segir hönnunarstjóri á Íslandi, ákvörðunina djafra. Glasið sem sjá má í sjónvarpsfréttinni má finna nánast á öllum heimilum landsins. Þetta er Iittala glas eins og sést á límmiðanum sem fastur er á glasinu. Og það er einmitt límmiðinn sem er þrætuepli í flestum vinahópum landsins. Sumum finnst fráleitt að hafa miðann á en öðrum fáránlegt að taka hann af. Nú eru tímamót og landsmenn þurfa ekki lengur að þræta um þennan pínulitla miða því hann er á undanhaldi. Nýr listrænn stjórnandi iittala hefur nefnilega svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir finnska risann. Rauði liturinn og þetta i sem límt er á vörurnar víkur fyrir gulum lit. Djörf ákvörðun Hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðunina djarfa enda er merkið með þeim þekktari á á Norðurlöndunum. „Þetta er risa skref og getur verið tvíeggja sverð, það að vagga bátnum svona mikið því þetta er svo sterkt í minnum allra og vörur sem gengið hafa niður á milli fjölskyldna,“ segir Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA. Hægt sé að uppfæra vörumerki og breyta þeim í átt að nútímanum án þess að gera svona drastíska breytingu á allri hugsun á bakvið hönnunina. Það þekkist þó að fyrirtæki kollvarpi vörumerki sínu. „En það er sjaldgæfara að svona stór vörumerki eins og Iittala að það kollvarpi svona rosalega einhverju sem í rauninni okkur sem neytanda finnst ekkert þurfa að breyta.“ Stóra límmiðamálið En aftur að stóra límmiðamálinu. Hvort á að taka miðann af eða hafa hann á? „Ég tek hann af, en mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sé ekkert í lógóinu í dag sem getur tekið við þessum stimpli. Ætla þeir að vera með ii eða t eða er þetta 11 eða pí? Hvað erum við að fara að vinna úr þessu lógói sem er svona favicon sem þarf alltaf að hafa í huga í nútímamerkjum í dag.“ Þessu rifrildi þjóðarinnar er þá lokið? „Já ég þarf að minnsta kosti ekki að lenda í því að prenta út límmiða fyrir vinkonur mínar sem tóku þá óvart af glösunum sínum, þannig það er plús. Það er alveg áhugaverður staður í lífinu að þurfa að prenta út iittala límmiða til að líma á glösin af því að einhver hafði plokkað þau af.“ Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Glasið sem sjá má í sjónvarpsfréttinni má finna nánast á öllum heimilum landsins. Þetta er Iittala glas eins og sést á límmiðanum sem fastur er á glasinu. Og það er einmitt límmiðinn sem er þrætuepli í flestum vinahópum landsins. Sumum finnst fráleitt að hafa miðann á en öðrum fáránlegt að taka hann af. Nú eru tímamót og landsmenn þurfa ekki lengur að þræta um þennan pínulitla miða því hann er á undanhaldi. Nýr listrænn stjórnandi iittala hefur nefnilega svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir finnska risann. Rauði liturinn og þetta i sem límt er á vörurnar víkur fyrir gulum lit. Djörf ákvörðun Hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðunina djarfa enda er merkið með þeim þekktari á á Norðurlöndunum. „Þetta er risa skref og getur verið tvíeggja sverð, það að vagga bátnum svona mikið því þetta er svo sterkt í minnum allra og vörur sem gengið hafa niður á milli fjölskyldna,“ segir Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA. Hægt sé að uppfæra vörumerki og breyta þeim í átt að nútímanum án þess að gera svona drastíska breytingu á allri hugsun á bakvið hönnunina. Það þekkist þó að fyrirtæki kollvarpi vörumerki sínu. „En það er sjaldgæfara að svona stór vörumerki eins og Iittala að það kollvarpi svona rosalega einhverju sem í rauninni okkur sem neytanda finnst ekkert þurfa að breyta.“ Stóra límmiðamálið En aftur að stóra límmiðamálinu. Hvort á að taka miðann af eða hafa hann á? „Ég tek hann af, en mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sé ekkert í lógóinu í dag sem getur tekið við þessum stimpli. Ætla þeir að vera með ii eða t eða er þetta 11 eða pí? Hvað erum við að fara að vinna úr þessu lógói sem er svona favicon sem þarf alltaf að hafa í huga í nútímamerkjum í dag.“ Þessu rifrildi þjóðarinnar er þá lokið? „Já ég þarf að minnsta kosti ekki að lenda í því að prenta út límmiða fyrir vinkonur mínar sem tóku þá óvart af glösunum sínum, þannig það er plús. Það er alveg áhugaverður staður í lífinu að þurfa að prenta út iittala límmiða til að líma á glösin af því að einhver hafði plokkað þau af.“
Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56