Býst við að fáir muni gista í bænum Oddur Ævar Gunnarsson og Telma Tómasson skrifa 19. febrúar 2024 14:56 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. „Þetta getur breytt þó nokkuð miklu fyrir fyrirtæki í bænum sem hafa stíft óskað eftir því að fá að vera lengur heldur en hefur gefist hingað til,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hafa yfirvöld rýmkað aðgengisreglur að bænum. Íbúar fá að fara inn í bæinn á eigin ábyrgð allan sólarhringinn. Innviðir mjög laskaðir „Þannig þetta er kannski mesta breytingin fyrir fyrirtækin, ég á ekki von á því að íbúarnir fari að gista í bænum nema þá í algjörum undantekningartilvikum, enda eru innviðir mjög laskaðir. Það er til dæmis ekki komið kalt vatn á ennþá og heita vatnið heldur tæpt.“ Fannar segir fyrirtæki í bænum misháð vatnsveitu bæjarins. Sum þurfi hana ekki í eins miklum mæli í starfsemi sinni. Búist er við því að kalt vatn verði komið aftur í lag í bænum á miðvikudag. „Þannig að þetta er auðvitað bara mjög tæpt ástand hjá okkur. En sum fyrirtæki þurfa ekki á öðru vatni að halda en þau geta orðið sér úti um sjálf. Það er misjöfn staðan.“ Viðbragsaðilar verði til staðar Fannar segir gæslu verða til staðar á svæðinu. Lögregla verði þar með viðbúnað auk björgunarsveita og slökkviliðs. Hann ítrekar að um mjög varasamt svæði sé að ræða. „Þetta er auðvitað bara mjög varasamt svæði og ekki óhætt að vera á ferðinni utan gatna-og stígakerfisins og íbúum er það held ég alveg fullljóst og það verður að fara að öllu með gát.“ Þá segir Fannar að fyrirtæki bæjarins hafi komið sér upp öryggis- og viðvörunaráætlunum. Hann segist tæplega eiga von á því að margir íbúar muni snúa til baka til bæjarins. „Barnafólk mun örugglega ekki gera það. Það getur verið að pör og fólk sem býr eitt, að það fari heim en ég held það verði ekki mikið um það núna til að byrja með.“ Á von á góðri mætingu á íbúafund Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag í Laugardalshöll klukkan 17:00. Þar mun Fannar meðal annars sitja fyrir svörum. „Ég held að bæði íbúar og ekki síður fyrirtækin fagni því að hafa rýmri tíma til þess að athafna sig í Grindavík en fundurinn á eftir, hann er gagnvirkt samtal milli bæjarstjórnar og íbúanna,“ segir Fannar. „Þar getur ýmislegt borið á góma og það verður reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þar koma og ég bara vonast eftir góðri mætingu og góðum fundi þar sem ýmislegt verður upplýst eða útskýrt fyrir íbúum.“ Eru einhver tilmæli til íbúa sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara fyrst og fremst brýna fyrir fólki að fara gætilega heima í Grindavík og ég þykist nú vita að það séu allir íbúar meðvitaðir um það. Eins og ástandið er núna eru opin svæði ekki örugg og þess vegna þarf að fara að öllu með gát.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
„Þetta getur breytt þó nokkuð miklu fyrir fyrirtæki í bænum sem hafa stíft óskað eftir því að fá að vera lengur heldur en hefur gefist hingað til,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hafa yfirvöld rýmkað aðgengisreglur að bænum. Íbúar fá að fara inn í bæinn á eigin ábyrgð allan sólarhringinn. Innviðir mjög laskaðir „Þannig þetta er kannski mesta breytingin fyrir fyrirtækin, ég á ekki von á því að íbúarnir fari að gista í bænum nema þá í algjörum undantekningartilvikum, enda eru innviðir mjög laskaðir. Það er til dæmis ekki komið kalt vatn á ennþá og heita vatnið heldur tæpt.“ Fannar segir fyrirtæki í bænum misháð vatnsveitu bæjarins. Sum þurfi hana ekki í eins miklum mæli í starfsemi sinni. Búist er við því að kalt vatn verði komið aftur í lag í bænum á miðvikudag. „Þannig að þetta er auðvitað bara mjög tæpt ástand hjá okkur. En sum fyrirtæki þurfa ekki á öðru vatni að halda en þau geta orðið sér úti um sjálf. Það er misjöfn staðan.“ Viðbragsaðilar verði til staðar Fannar segir gæslu verða til staðar á svæðinu. Lögregla verði þar með viðbúnað auk björgunarsveita og slökkviliðs. Hann ítrekar að um mjög varasamt svæði sé að ræða. „Þetta er auðvitað bara mjög varasamt svæði og ekki óhætt að vera á ferðinni utan gatna-og stígakerfisins og íbúum er það held ég alveg fullljóst og það verður að fara að öllu með gát.“ Þá segir Fannar að fyrirtæki bæjarins hafi komið sér upp öryggis- og viðvörunaráætlunum. Hann segist tæplega eiga von á því að margir íbúar muni snúa til baka til bæjarins. „Barnafólk mun örugglega ekki gera það. Það getur verið að pör og fólk sem býr eitt, að það fari heim en ég held það verði ekki mikið um það núna til að byrja með.“ Á von á góðri mætingu á íbúafund Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag í Laugardalshöll klukkan 17:00. Þar mun Fannar meðal annars sitja fyrir svörum. „Ég held að bæði íbúar og ekki síður fyrirtækin fagni því að hafa rýmri tíma til þess að athafna sig í Grindavík en fundurinn á eftir, hann er gagnvirkt samtal milli bæjarstjórnar og íbúanna,“ segir Fannar. „Þar getur ýmislegt borið á góma og það verður reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þar koma og ég bara vonast eftir góðri mætingu og góðum fundi þar sem ýmislegt verður upplýst eða útskýrt fyrir íbúum.“ Eru einhver tilmæli til íbúa sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara fyrst og fremst brýna fyrir fólki að fara gætilega heima í Grindavík og ég þykist nú vita að það séu allir íbúar meðvitaðir um það. Eins og ástandið er núna eru opin svæði ekki örugg og þess vegna þarf að fara að öllu með gát.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira