Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2024 19:21 Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi, er meðal þeirra sem lagst hafa gegn hugmyndum um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, ásamt meirihlutum nokkurra annarra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. Viðsemjendur breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa setið sleitulaust dögum við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir mörg ljón hafa verið í vegi samninga en tekist hafi að fækka þeim smátt og smátt. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir viðræður langt komnar og kjarasamningar gætu jafnvel legið fyrir á morgun.Stöð 2/Einar „Og fátt sem getur komið í veg fyrir að við getum gengið frá kjarasamningi von bráðar.“ Kannski fyrir lok þessarar viku? „Já, ég held að það liggi alveg fyrir. Ég myndi giska á að við myndum klára þetta jafnvel á morgun,“ segir Vilhjálmur. Sá pakki sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrir verkalýðsfélögunum væri einnig ásættanlegur. „Sá pakki lítur að okkar mati bara mjög vel út. Hann stendur undir þeim væntingum sem við áttum von á. Þótt að það sé alltaf þannig að við viljum meira. En hann er ásættanlegur,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Sveitarfélögin væru hins vegar mikið áhyggjuefni og hluti af því sem kynnt hafi verið frá þeim væri ekki fast í hendi. Sveitarfélögin virtust draga lappirnar í að senda út skýr fyrirmæli um að þau ætli að taka þátt í því að ná markmiðum samninganna. Ávinningur sveitarfélaganna að hóflegum kjarasamningum væri hins vegar mjög mikill og jafnvel mældur í tugum milljarða. Loðin yfirlýsing sveitarfélaganna Kópavogur, Akureyri og fleiri sveitarfélög leggjast gegn útfærslunni á gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Að Reykjavík undanskilinni segir Vilhjálmur að sveitarfélögin hafi ekki heldur lagt fram útfærslu á því hvernig þau ætli að lækka gjaldskrár sínar. „Yfirlýsingin sem við höfum fengið segir að leitast skuli við. Það er orðalag sem við getum ekki fallist á. Því hvað gerist ef það tekst ekki að finna leiðir til að láta skólamáltíðirnar verða gjaldfrjálsar." Vilhjámur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að skrifa undir kjarasamninga nema sveitarfélögin komi með skýrari hætti að borðinu.Stöð 2/Einar Það þurfi sterkari yfirlýsingu en eitthvert loðið orðalag sem geti leitt til þess að einhver sveitarfélög ákveði einfaldlega að vera ekki með. Sveitarfélögin þyrftu að átta sig á að verkalýðsfélögin væru líka aðskuldabinda sig gagnvart hinu opinbera. „Sem mun spara, og taktu eftir, mun spara sveitarfélögunum allt að tíu til tólf milljarða. En þessar blessuðu skólamáltíðir kosta sveitarfélögin 1,2 milljarða. Þannig að ég skil ekki alveg reikningsaðferðina. Að sveitarfélögin skuli ekki horfa á þennan mikla ávinning sem er fólginn í því að fara þessa leið. Leið sem byggir á því að ná niður verðbólgu og vöxtum,“ segir formaður SGS. Að auki muni eins prósentustiga lækkun vaxta færa sveitarfélögunum þrjá milljarða. Þannig að það gæti farið svo að á morgun eða hinn daginn að þá sætuð þið hér með tilbúinn kjarasamning, búin að sættast á pakkann frá ríkisstjórninni en ekki hægt að skrifa undir vegna sveitarfélaganna? „Já, það getur alveg hreinlega komið til þess. Þá verða sveitarfélögin einfaldlega að axla þá ábyrgð,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Viðsemjendur breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa setið sleitulaust dögum við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir mörg ljón hafa verið í vegi samninga en tekist hafi að fækka þeim smátt og smátt. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir viðræður langt komnar og kjarasamningar gætu jafnvel legið fyrir á morgun.Stöð 2/Einar „Og fátt sem getur komið í veg fyrir að við getum gengið frá kjarasamningi von bráðar.“ Kannski fyrir lok þessarar viku? „Já, ég held að það liggi alveg fyrir. Ég myndi giska á að við myndum klára þetta jafnvel á morgun,“ segir Vilhjálmur. Sá pakki sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrir verkalýðsfélögunum væri einnig ásættanlegur. „Sá pakki lítur að okkar mati bara mjög vel út. Hann stendur undir þeim væntingum sem við áttum von á. Þótt að það sé alltaf þannig að við viljum meira. En hann er ásættanlegur,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Sveitarfélögin væru hins vegar mikið áhyggjuefni og hluti af því sem kynnt hafi verið frá þeim væri ekki fast í hendi. Sveitarfélögin virtust draga lappirnar í að senda út skýr fyrirmæli um að þau ætli að taka þátt í því að ná markmiðum samninganna. Ávinningur sveitarfélaganna að hóflegum kjarasamningum væri hins vegar mjög mikill og jafnvel mældur í tugum milljarða. Loðin yfirlýsing sveitarfélaganna Kópavogur, Akureyri og fleiri sveitarfélög leggjast gegn útfærslunni á gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Að Reykjavík undanskilinni segir Vilhjálmur að sveitarfélögin hafi ekki heldur lagt fram útfærslu á því hvernig þau ætli að lækka gjaldskrár sínar. „Yfirlýsingin sem við höfum fengið segir að leitast skuli við. Það er orðalag sem við getum ekki fallist á. Því hvað gerist ef það tekst ekki að finna leiðir til að láta skólamáltíðirnar verða gjaldfrjálsar." Vilhjámur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að skrifa undir kjarasamninga nema sveitarfélögin komi með skýrari hætti að borðinu.Stöð 2/Einar Það þurfi sterkari yfirlýsingu en eitthvert loðið orðalag sem geti leitt til þess að einhver sveitarfélög ákveði einfaldlega að vera ekki með. Sveitarfélögin þyrftu að átta sig á að verkalýðsfélögin væru líka aðskuldabinda sig gagnvart hinu opinbera. „Sem mun spara, og taktu eftir, mun spara sveitarfélögunum allt að tíu til tólf milljarða. En þessar blessuðu skólamáltíðir kosta sveitarfélögin 1,2 milljarða. Þannig að ég skil ekki alveg reikningsaðferðina. Að sveitarfélögin skuli ekki horfa á þennan mikla ávinning sem er fólginn í því að fara þessa leið. Leið sem byggir á því að ná niður verðbólgu og vöxtum,“ segir formaður SGS. Að auki muni eins prósentustiga lækkun vaxta færa sveitarfélögunum þrjá milljarða. Þannig að það gæti farið svo að á morgun eða hinn daginn að þá sætuð þið hér með tilbúinn kjarasamning, búin að sættast á pakkann frá ríkisstjórninni en ekki hægt að skrifa undir vegna sveitarfélaganna? „Já, það getur alveg hreinlega komið til þess. Þá verða sveitarfélögin einfaldlega að axla þá ábyrgð,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45
Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47