Fjandinn laus þegar málshættina vantar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2024 21:26 Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Aðsend Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segir páskaeggjavertíðinni senn lokið hjá fyrirtækinu, og að síðustu egg fari brátt úr húsi á lager fyrirtækisins. Að mörgu þurfi að huga við gerð eggjanna, en mikilvægastir séu málshættirnir. Fjarvera þeirra í eggjum landsmanna geti jafnvel eyðilagt hátíðarnar fyrir einhverjum. Páskarnir eru á næsta leyti og nammigrísir landsins eflaust farnir að setja sig í stellingar. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók forskot á sæluna í beinni útsendingu frá lager Nóa Síríus, gæddi sér á páskaeggi sem brotnaði, og ræddi við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann sagði síðustu egginn á leið út af lagernum. „Þetta er búin að vera löng og ströng vertíð og bara gaman að henni sé að ljúka hjá okkur. En auðvitað eru sölumennirnir úti á markaðnum á fullu að laga til og fylla á,“ sagði Auðjón. Enginn skákar klassíska egginu Auðjón segir mikla þróun hafa átt sér stað á páskaeggjamarkaði síðustu ár. Nefnir hann þar svokölluð „nammiegg“, þar sem súkkulaðið í eggjunum inniheldur líka einhvers konar sælgæti, á borð við lakkrís, karamellu eða annað slíkt. Í ár sé til að mynda ein nýjunganna egg sem byggist á Bragðarefnum, einum vinsælasta ísrétti þjóðarinnar. „Þessu hefur verið að fjölga. Alltaf fleiri og fleiri tegundir og skemmtilegheit, en þrátt fyrir það þá er klassíska eggið ennþá vinsælast.“ Málshættirnir mikilvægastir Á hverju ári komi þá upp alls konar vandkvæði í framleiðslu. Þannig hafi vitlausir hlutir ratað í egg og jafnvel tattúlímmiði, sem átti ekkert erindi í páskaeggið. Mikilvægastir séu þó málshættirnir. „Hjá Íslendingum þá er þetta mjög heilagt. Þannig að það má aldrei vanta málshátt. En því miður, þetta er handgert og það getur gerst að það fari eitt og eitt egg út án málsháttar. Þá fáum við sannarlega hringingar og pósta og annað og, já, nánast eyðileggjum páskana fyrir fólki. Þessa gleðitíð,“ sagði Auðjón. Páskar Sælgæti Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Páskarnir eru á næsta leyti og nammigrísir landsins eflaust farnir að setja sig í stellingar. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók forskot á sæluna í beinni útsendingu frá lager Nóa Síríus, gæddi sér á páskaeggi sem brotnaði, og ræddi við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann sagði síðustu egginn á leið út af lagernum. „Þetta er búin að vera löng og ströng vertíð og bara gaman að henni sé að ljúka hjá okkur. En auðvitað eru sölumennirnir úti á markaðnum á fullu að laga til og fylla á,“ sagði Auðjón. Enginn skákar klassíska egginu Auðjón segir mikla þróun hafa átt sér stað á páskaeggjamarkaði síðustu ár. Nefnir hann þar svokölluð „nammiegg“, þar sem súkkulaðið í eggjunum inniheldur líka einhvers konar sælgæti, á borð við lakkrís, karamellu eða annað slíkt. Í ár sé til að mynda ein nýjunganna egg sem byggist á Bragðarefnum, einum vinsælasta ísrétti þjóðarinnar. „Þessu hefur verið að fjölga. Alltaf fleiri og fleiri tegundir og skemmtilegheit, en þrátt fyrir það þá er klassíska eggið ennþá vinsælast.“ Málshættirnir mikilvægastir Á hverju ári komi þá upp alls konar vandkvæði í framleiðslu. Þannig hafi vitlausir hlutir ratað í egg og jafnvel tattúlímmiði, sem átti ekkert erindi í páskaeggið. Mikilvægastir séu þó málshættirnir. „Hjá Íslendingum þá er þetta mjög heilagt. Þannig að það má aldrei vanta málshátt. En því miður, þetta er handgert og það getur gerst að það fari eitt og eitt egg út án málsháttar. Þá fáum við sannarlega hringingar og pósta og annað og, já, nánast eyðileggjum páskana fyrir fólki. Þessa gleðitíð,“ sagði Auðjón.
Páskar Sælgæti Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið