Deilan um boltann fer alla leið í Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 22. maí 2024 11:57 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Samkeppnieftirlitinu leyfi til þess að áfrýja dómi Landsréttar í máli Símans á hendur eftirlitinu vegna risasektar í deilu um enska boltann. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur málsins lúti að því hvort Síminn hafi brotið gegn ákvæðum tveggja sátta sem hann gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2015. Málið hafi einkum lotið að því hvort Síminn hefði beitt ólögmætri samtvinnun sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu við sölu á áskrift að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem sýnd var á sjónvarpsrásinni Símanum Sport. Þurftu að endurgreiða milljónirnar tvö hundruð Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi og dæmdi ríkið til þess að endurgreiða Símanum 200 milljóna króna stjórnvaldssekt. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Dómstólarnir voru einnig samhljóða um sýknu Símans af kröfu eftirlitsins um að Símanum yrði gert að greiða hálfan milljarð í stjórnvaldssekt. Áfrýjunarnefndin hafð ekki fallist á þá kröfu og eftirlitið vildi fá þeirri ákvörðun hnekkt. Dómurinn myndi óbreyttur draga tennurnar úr eftirlitinu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Samkeppniseftirlitið hafi byggt á því að úrslit málsins hefði verulega almenna þýðingu fyrir beitingu samkeppnisreglna og varði afar mikilvæga almannahagsmuni. Eftirlitið hafi vísað til þess að dómur Landsréttar dragi úr skilvirkri framkvæmd samkeppnisréttar og takmarki möguleika Samkeppniseftirlitsins til þess að gæta almannahagsmuna með gerð stjórnvaldssátta. Ef ákvæði sáttar yrðu túlkuð með þeim hætti að sýna þurfi fram á sömu atriði og við beitingu tiltekinnar greinar samkeppnislaga myndi ekki þjóna neinum tilgangi að ljúka málum með sátt. Jafnframt telji eftirlitið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni. Ákvæði sáttarinnar séu skýrð án tillits til forsögu, úrlausna Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunefndar samkeppnismála og dómstóla. Enn fremur sé málsatvikalýsingu í dómi Landsréttar ábótavant og ekki tekin afstaða til fjölmargra málsástæðna eftirlitsins og rökstuðningi dómsins því áfátt. Að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif og túlkun stjórnvaldssátta á sviði samkeppnisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Samkeppnismál Síminn Fótbolti Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01 Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur málsins lúti að því hvort Síminn hafi brotið gegn ákvæðum tveggja sátta sem hann gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2015. Málið hafi einkum lotið að því hvort Síminn hefði beitt ólögmætri samtvinnun sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu við sölu á áskrift að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem sýnd var á sjónvarpsrásinni Símanum Sport. Þurftu að endurgreiða milljónirnar tvö hundruð Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi og dæmdi ríkið til þess að endurgreiða Símanum 200 milljóna króna stjórnvaldssekt. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Dómstólarnir voru einnig samhljóða um sýknu Símans af kröfu eftirlitsins um að Símanum yrði gert að greiða hálfan milljarð í stjórnvaldssekt. Áfrýjunarnefndin hafð ekki fallist á þá kröfu og eftirlitið vildi fá þeirri ákvörðun hnekkt. Dómurinn myndi óbreyttur draga tennurnar úr eftirlitinu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Samkeppniseftirlitið hafi byggt á því að úrslit málsins hefði verulega almenna þýðingu fyrir beitingu samkeppnisreglna og varði afar mikilvæga almannahagsmuni. Eftirlitið hafi vísað til þess að dómur Landsréttar dragi úr skilvirkri framkvæmd samkeppnisréttar og takmarki möguleika Samkeppniseftirlitsins til þess að gæta almannahagsmuna með gerð stjórnvaldssátta. Ef ákvæði sáttar yrðu túlkuð með þeim hætti að sýna þurfi fram á sömu atriði og við beitingu tiltekinnar greinar samkeppnislaga myndi ekki þjóna neinum tilgangi að ljúka málum með sátt. Jafnframt telji eftirlitið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni. Ákvæði sáttarinnar séu skýrð án tillits til forsögu, úrlausna Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunefndar samkeppnismála og dómstóla. Enn fremur sé málsatvikalýsingu í dómi Landsréttar ábótavant og ekki tekin afstaða til fjölmargra málsástæðna eftirlitsins og rökstuðningi dómsins því áfátt. Að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif og túlkun stjórnvaldssátta á sviði samkeppnisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
Samkeppnismál Síminn Fótbolti Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01 Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13