Hraunrennsli frá gígnum virðist vera orðið meinlítið Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2024 23:04 Hér sést hvað hraunið átti stutt eftir út í sjó vestan Grindavíkur og hvernig varnargarðurinn varði bæinn. Vilhelm Gunnarsson Sú breyting varð í nótt á eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur að virknin færðist úr þremur gígum niður í einn. Verulegur kraftur er enn í gosinu. Áætlað er gróflega að hraunmagnið sem núna streymir upp á yfirborð sé einhverjir tugir rúmmetra á sekúndu en ekki hefur fengist nákvæm mæling á það. Gosið virðist því enn vera tvöfalt eða jafnvel þrefalt stærra en síðasta gos var lengst af sem og gosin við Fagradalsfjall. En núna hefur orðið sú breyting að gosvirknin hefur öll færst í einn gíg um leið og önnur gosop norðar hafa slokknað. Þessi eini gígur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst í síðasta gosi en því lauk þann 9. maí. Hraunið frá þessum eina gíg er, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar, aðallega að renna til norðvesturs í átt að Sýlingarfelli, og svo norður með fjallinu en einnig eru virkir hraunstraumar til suðurs í átt að Hagafelli. Haldist hraunrennslið á þessu svæði virðist lítil hætta á að það ógni mannvirkjum. Aðalinnkomuleiðin til Grindavíkur fór undir hraun.Vilhelm Gunnarsson Á myndum sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá það mikla tjón sem varð á lykilvegum til Grindavíkur á fyrstu klukkustundum þessa goss fyrir sex dögum. Nýrunnið hraun þekur núna aðalinnkomuleiðina í bæinn, sjálfan Grindavíkurveg, á um eins kílómetra kafla í útjaðri bæjarins. Hraun rann einnig yfir Nesveg á um eins og hálfs kílómetra kafla vestan bæjarins og einnig yfir kafla Norðurljósavegarins að Bláa lóninu. Þar stöðvaðist hraunið aðeins nokkur hundruð metrum frá ströndinni og átti skammt eftir í fagrar tjarnir. Kafli Nesvegar vestan Grindavíkur fór undir hraun.Vilhelm Gunnarsson Kort sem brugðið var á skjáinn sýnir betur útbreiðslu nýja hraunsins og staðsetningu gígsins en hann er um það bil fimm kílómetra norðan bæjarins. Þar sést hvar hraunið fór yfir helstu vegi. Við Svartsengi fór það nánast upp að Grindavíkurvegi við varnargarðinn sem ver orkuverið og Bláa lónið. En stóra spurningin er núna: Heldur kvikan, sem fæðir eldgosin, áfram að flæða inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi? Fyrsta mat Veðurstofunnar er að flæðið haldið þar áfram líkt og áður. Betri svör fáist þó á næstu dögum þegar nánari mælingar liggja fyrir. Hraunið náði að varnargarði við fjarskiptastöð NATO suðvestan fjallsins Þorbjarnar.Vilhelm Gunnarsson Í Svartsengi seig landið um fimmtán sentímetra þegar kvikuhlaupið hófst í aðdraganda eldgossins þann 29. maí. Landið þar hefur núna sigið um fjóra til sex sentímetra til viðbótar á undanförnum dögum. Það að land haldi áfram að síga þetta mörgum dögum eftir upphaf goss segir Veðurstofan vera ólíkt því sem áður hafi sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. Í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi mest allt sig einungis mælst á allra fyrstu dögum en strax í kjölfarið farið að mælast landris. Landsigið segir Veðurstofan benda til þess að á þessu stigi flæði meira magn kviku úr kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina, heldur en að flæði inn í það af dýpi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. 4. júní 2024 17:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Áætlað er gróflega að hraunmagnið sem núna streymir upp á yfirborð sé einhverjir tugir rúmmetra á sekúndu en ekki hefur fengist nákvæm mæling á það. Gosið virðist því enn vera tvöfalt eða jafnvel þrefalt stærra en síðasta gos var lengst af sem og gosin við Fagradalsfjall. En núna hefur orðið sú breyting að gosvirknin hefur öll færst í einn gíg um leið og önnur gosop norðar hafa slokknað. Þessi eini gígur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst í síðasta gosi en því lauk þann 9. maí. Hraunið frá þessum eina gíg er, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar, aðallega að renna til norðvesturs í átt að Sýlingarfelli, og svo norður með fjallinu en einnig eru virkir hraunstraumar til suðurs í átt að Hagafelli. Haldist hraunrennslið á þessu svæði virðist lítil hætta á að það ógni mannvirkjum. Aðalinnkomuleiðin til Grindavíkur fór undir hraun.Vilhelm Gunnarsson Á myndum sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá það mikla tjón sem varð á lykilvegum til Grindavíkur á fyrstu klukkustundum þessa goss fyrir sex dögum. Nýrunnið hraun þekur núna aðalinnkomuleiðina í bæinn, sjálfan Grindavíkurveg, á um eins kílómetra kafla í útjaðri bæjarins. Hraun rann einnig yfir Nesveg á um eins og hálfs kílómetra kafla vestan bæjarins og einnig yfir kafla Norðurljósavegarins að Bláa lóninu. Þar stöðvaðist hraunið aðeins nokkur hundruð metrum frá ströndinni og átti skammt eftir í fagrar tjarnir. Kafli Nesvegar vestan Grindavíkur fór undir hraun.Vilhelm Gunnarsson Kort sem brugðið var á skjáinn sýnir betur útbreiðslu nýja hraunsins og staðsetningu gígsins en hann er um það bil fimm kílómetra norðan bæjarins. Þar sést hvar hraunið fór yfir helstu vegi. Við Svartsengi fór það nánast upp að Grindavíkurvegi við varnargarðinn sem ver orkuverið og Bláa lónið. En stóra spurningin er núna: Heldur kvikan, sem fæðir eldgosin, áfram að flæða inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi? Fyrsta mat Veðurstofunnar er að flæðið haldið þar áfram líkt og áður. Betri svör fáist þó á næstu dögum þegar nánari mælingar liggja fyrir. Hraunið náði að varnargarði við fjarskiptastöð NATO suðvestan fjallsins Þorbjarnar.Vilhelm Gunnarsson Í Svartsengi seig landið um fimmtán sentímetra þegar kvikuhlaupið hófst í aðdraganda eldgossins þann 29. maí. Landið þar hefur núna sigið um fjóra til sex sentímetra til viðbótar á undanförnum dögum. Það að land haldi áfram að síga þetta mörgum dögum eftir upphaf goss segir Veðurstofan vera ólíkt því sem áður hafi sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. Í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi mest allt sig einungis mælst á allra fyrstu dögum en strax í kjölfarið farið að mælast landris. Landsigið segir Veðurstofan benda til þess að á þessu stigi flæði meira magn kviku úr kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina, heldur en að flæði inn í það af dýpi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. 4. júní 2024 17:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. 4. júní 2024 17:00