„Ég grét svo mikið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2024 15:02 Það er ýmislegt framundan hjá Aníta Briem. Vísir/Vilhelm Aníta Briem segir það hafa verið mjög tilfinningaþrungið að leika óléttan karakter í þáttaseríunni Ráðherrann á meðan hún var sjálf að reyna að eignast barn. Hún og kærastinn Hafþór Waldorff eiga von á stelpu í nóvember. Aníta ræddi þetta og ýmislegt annað í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hlusta má á klippuna í heild sinni neðst í fréttinni. Aníta rifjaði upp sinn fyrsta barnsburð og segir að sér hafi verið ráðlagt af umboðsmönnum að greina ekki frá barnsburðinum í Hollywood-umhverfinu. „Fólk verður bara hrætt um að maður sé ekki eins sexy, verða gömul og að þetta sé að verða búið,“ segir hún um fyrstu óléttuna. „Ég var bara rétt að detta í þrítugt. Í þetta skiptið er þetta svo mikill fögnuður, þakklæti. Og stolt að líkaminn geti þetta.“ Hún flutti sextán ára til að fara í leiklistarskóla í Lundúnum og 22 ára til Los Angeles. „Það gerðist allt mjög óvart, ég datt inn í stóran heim mjög hratt.“ Aníta fór með hlutverk í þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum, sem sýnd var á Stöð 2 á síðasta ári. Hún segir undanfarna mánuði hafa verið mikinn rússibana. Framundan hjá Anítu eru handritaskrif upp úr bókinni Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson sem vann Blóðdropann fyrir tveimur árum. Það var fyrsta bók Skúla. „Sálfræði-spennutryllir,“ segir Aníta. Mikael Kaaber og Aníta Briem fóru með aðalhlutverk í þáttunum Svo lengi sem við lifum.Anton Brink Fjögurra daga gamalt barn í tökum Fleira er framundan hjá Anítu. Sjónvarpsserían Ráðherrann 2 er væntanleg þar sem Aníta fer með hlutverk Steinunnar. „Hún er ólétt á þessum tíma og við sjálf þráðum svo mikið að eignast barn, og vorum að reyna að eignast barn. Ég var í tökum með alls konar bumbur á mér og það voru oft flóknar tilfinningar. Því maður vissi ekki hvort maður yrði svo heppinn að upplifa þetta aftur.“ Aníta og Hafþór Waldorff eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. „Það er ein sena á fæðingadeildinni þar sem fjögurra daga barn leikur með okkur. Í miðri töku fæ ég barnið í fangið og ég grét svo mikið. Ég grét svo mikið.“ Hlusta má á klippuna úr Bakaríinu á Bylgjunni hér að neðan. Bakaríið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira
Aníta ræddi þetta og ýmislegt annað í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hlusta má á klippuna í heild sinni neðst í fréttinni. Aníta rifjaði upp sinn fyrsta barnsburð og segir að sér hafi verið ráðlagt af umboðsmönnum að greina ekki frá barnsburðinum í Hollywood-umhverfinu. „Fólk verður bara hrætt um að maður sé ekki eins sexy, verða gömul og að þetta sé að verða búið,“ segir hún um fyrstu óléttuna. „Ég var bara rétt að detta í þrítugt. Í þetta skiptið er þetta svo mikill fögnuður, þakklæti. Og stolt að líkaminn geti þetta.“ Hún flutti sextán ára til að fara í leiklistarskóla í Lundúnum og 22 ára til Los Angeles. „Það gerðist allt mjög óvart, ég datt inn í stóran heim mjög hratt.“ Aníta fór með hlutverk í þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum, sem sýnd var á Stöð 2 á síðasta ári. Hún segir undanfarna mánuði hafa verið mikinn rússibana. Framundan hjá Anítu eru handritaskrif upp úr bókinni Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson sem vann Blóðdropann fyrir tveimur árum. Það var fyrsta bók Skúla. „Sálfræði-spennutryllir,“ segir Aníta. Mikael Kaaber og Aníta Briem fóru með aðalhlutverk í þáttunum Svo lengi sem við lifum.Anton Brink Fjögurra daga gamalt barn í tökum Fleira er framundan hjá Anítu. Sjónvarpsserían Ráðherrann 2 er væntanleg þar sem Aníta fer með hlutverk Steinunnar. „Hún er ólétt á þessum tíma og við sjálf þráðum svo mikið að eignast barn, og vorum að reyna að eignast barn. Ég var í tökum með alls konar bumbur á mér og það voru oft flóknar tilfinningar. Því maður vissi ekki hvort maður yrði svo heppinn að upplifa þetta aftur.“ Aníta og Hafþór Waldorff eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. „Það er ein sena á fæðingadeildinni þar sem fjögurra daga barn leikur með okkur. Í miðri töku fæ ég barnið í fangið og ég grét svo mikið. Ég grét svo mikið.“ Hlusta má á klippuna úr Bakaríinu á Bylgjunni hér að neðan.
Bakaríið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira