Munu fljúga til Nashville næsta sumar Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2024 14:07 Icelandair hyggst fljúga til Nashville í Tennessee fjórum sinnum í viku næsta sumar. Icelandair mun bæta Nashville í Tennessee við flugáætlun sína sumarið 2025. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair en flugfélagið mun þá fljúga til átján áfangastaða í Norður-Ameríku og 34 í Evrópu. „Flogið verður fjórum sinnum í viku til Nashville frá 16. maí og út október á næsta ári. Tilkynnt var um nýja áfangastaðinn á blaðamannafundi á Nashville flugvelli nú rétt í þessu. Nashville er spennandi nýr áfangastaður og er borgin fræg fyrir tónlist, menningu og matargerð. Hún er oft nefnd tónlistarborgin, enda er hún höfuðborg kántrítónlistar en hún er ekki síður fræg fyrir popp, rokk, gospel og jasstónlist. Í RCA Studio B, sem nefnt hefur verið heimili þúsund smella er til að mynda hægt að sjá hvar Elvis Presley, Dolly Parton, Roy Orbison, Everly bræður og margir fleiri tóku upp sum sinna frægustu laga. Fyrr í dag tilkynntu Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest tilvonandi samstarf. Fyrst um sinn verður horft til flugtenginga um Baltimore flugvöll, en stefnt er að því að útvíkka samstarfið frekar og tengja áætlanir flugfélaganna um fleiri flugvelli,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, segir að það sé mjög ánægjulegt að bæta Nashville við öflugt leiðakerfi Icelandair og tengja tónlistarborgina við 34 áfangastaði í Evrópu. „Þannig hyggjumst við bjóða íbúum Tennessee upp á bestu leiðina til Íslands og áfram til Evrópu. Þá mun þessi nýja flugleið opna fyrir spennandi tengingar fyrir farþega frá Íslandi og Evrópu til fjölda áfangastaða vítt og breitt um Bandaríkin í gegnum Nashville.“ Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair en flugfélagið mun þá fljúga til átján áfangastaða í Norður-Ameríku og 34 í Evrópu. „Flogið verður fjórum sinnum í viku til Nashville frá 16. maí og út október á næsta ári. Tilkynnt var um nýja áfangastaðinn á blaðamannafundi á Nashville flugvelli nú rétt í þessu. Nashville er spennandi nýr áfangastaður og er borgin fræg fyrir tónlist, menningu og matargerð. Hún er oft nefnd tónlistarborgin, enda er hún höfuðborg kántrítónlistar en hún er ekki síður fræg fyrir popp, rokk, gospel og jasstónlist. Í RCA Studio B, sem nefnt hefur verið heimili þúsund smella er til að mynda hægt að sjá hvar Elvis Presley, Dolly Parton, Roy Orbison, Everly bræður og margir fleiri tóku upp sum sinna frægustu laga. Fyrr í dag tilkynntu Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest tilvonandi samstarf. Fyrst um sinn verður horft til flugtenginga um Baltimore flugvöll, en stefnt er að því að útvíkka samstarfið frekar og tengja áætlanir flugfélaganna um fleiri flugvelli,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, segir að það sé mjög ánægjulegt að bæta Nashville við öflugt leiðakerfi Icelandair og tengja tónlistarborgina við 34 áfangastaði í Evrópu. „Þannig hyggjumst við bjóða íbúum Tennessee upp á bestu leiðina til Íslands og áfram til Evrópu. Þá mun þessi nýja flugleið opna fyrir spennandi tengingar fyrir farþega frá Íslandi og Evrópu til fjölda áfangastaða vítt og breitt um Bandaríkin í gegnum Nashville.“
Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira