Útiloka ekki samstarf en segja málefnin skipta mestu máli Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 12:14 Sigmdundur Davíð og Kristrún Frostadóttir leiða stærstu flokka landsins miðað við kannanir. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útiloka ekki að starfa saman í tveggja flokka stjórn. Þau segja samt málefnin alltaf skipta mestu máli. Kristrún segir mögulega styttra á milli Miðflokks og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og annarra flokka. Kristrún og Sigmundur fóru yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristrún Frostadóttir segir ljóst að það sé gífurleg óánægja með fráfarandi ríkisstjórnarsamstarf og tölurnar endurspegli að fólk vantreystir stjórnmálum. Þá upplifir það að grunnstoðir samfélagsins virki ekki. Það særi þjóðarstoltið og fólk upplifi að það molni undan samfélaginu. „Það eru einhver óþægindi í íslensku samfélaginu núna,“ segir Kristrún og kosningarnar snúist um það hvernig er brugðist við því. Samfylkingin hafi tekið það til sín og öll vinna þeirra snúi að því að vinna sér inn traust fólks. Samfylkingin þekki það að missa traust almenning og þau hafi unnið mikið starf síðustu ár til að vinna sér það inn aftur. „Það er óánægja með traustið og óánægja með grunninnviði í íslensku samfélagi.“ Sigmundur Davíð segir mikla umpólun hafa orðið í pólitík en á sama tíma hafi hún breyst mjög mikið. Það sé umbúðapólitík á móti innihaldspólitík sem byggi á prinsippum og skynsemi. Hann segir þessa þróun hafa byrjað snemma á þessari öld og orðið áberandi í kringum bankahrunið. Samfylkingin mælist með um 21 prósent í könnunum og Miðflokkurinn um 17,7 prósent á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hrunið í könnunum. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með um 14 prósenta fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fókuseraða á hvað þau eru að gera. Það komi henni ekki í raun á óvart að fylgi flakki á milli flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið flokkur með breiðan arm en hann hafi þrengst að undanförnu. Samfylkingin hafi á sama tíma breikkað út sinn arm. „En auðvitað get ég sagt að vendingar síðustu tveggja ára eru stórmerkilegar,“ segir Kristrún. Það sé merki um að þjóðin sé krítísk og að það setji pressu á stjórnmálamenn að fylgja því eftir sem þau segja. Sigmundur segir um þessa fylgisaukningu að þetta snúist um grunngildi. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi snúið frá sínum grunngildum en hann hafi hvatt þá til að leita í prinsippinn og grunngildin. Það hafi gengið erfiðlega og honum hafi mistekist að sannfæra þau. „Þessi fylgisvöxtur hjá okkur hefur komið jafnt og þétt og það finnst mér jákvætt,“ segir Sigmundur Davíð og að hann telji þar skipta máli að flokkurinn hafi ekki verið að elta kannanir. Hann hafi staðið fyrir sínu innihaldi sem hafi sannað gildi sitt. Covid hafi farið illa með stjórnmálin „Þð sem fór verst með okkur var Covid-tímabilið,“ segir Sigmundur Davíð. Þá hafi engin pólitík verið rædd heldur hafi „þríeykið“ verið valið til að stýra landinu. „Reyndar vissi ég ekki þá að ríkisstjórnin hefði valið Samfylkinguna til að stýra landinu eins og hefur komið í ljós núna,“ sagði Sigmundur og hló. Eins og fram hefur komið hafa tvö þríeykisins, Alma Möller og Víðir Reynisson, tilkynnt framboð sitt fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum. Verði niðurstaða kosninganna eins og kannanir sýna er líklegt að eini möguleikinn á tveggja flokka stjórn ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingarinnar. Kristrún segir líklega styttra á milli annarra flokka en Samfylkingar og Miðflokks og styttra sé að öllum líkindum á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks en þeirra. „Það er augljóst hvar samstaðan liggur á hinum pólitíska armi,“ segir Kristrún. Það sé samt alltaf á enda þjóðin sem ræður og það verði að leysa úr því þegar búið sé að telja. Hún segir Samfylkinguna reyna að vera breiður flokkur og þau séu á fullri ferð í þeirri vinnu. Hún útilokar þannig ekki ríkisstjórnarsamstarf við Miðflokkinn en ítrekar að hennar vilji sé að málefni Samfylkingar verði sett á oddinn í ríkisstjórn verði flokkurinn í slíku samstarfi. Málefnin skipti mestu Sigmundur Davíð segir allt velta á því „hvaða Samfylking“ birtist þegar búið er að telja úr kosningunum. Kristrún segir innihaldið liggja fyrir í þremur útspilum flokksins en Sigmundur bendir þá á að ekki hafi tekist að halda landsfund fyrir kosningar. Varðandi samstarf segir Sigmundur Davíð málefnin skipta mestu máli. „Það er ekki frasi, það er stefnan.“ Hann segist til dæmis geta myndað ríkisstjórn með Metta Frederiksen í Danmörku á morgun í öðrum heimi en það eigi eftir að koma í ljós hvort það sama gildi um Kristrúnu. Kristrún segir efnahagsaðstæður í algjörum forgangi. Vaxtabyrði, verðbólgubyrði og efnahagslegur óstöðugleiki. Það þurfi að koma fólki í ríkisstjórn sem hafi hæfni í hagstjórn og útvisti ekki ákvörðunum til ókjörinna embættismanna sem sitji í Seðlabankanum. Það hafi verið óstjórn í ríkisfjármálum. Það sé til dæmis hægt að sækja tekjur í auðlindagjald og draga úr muni í skattlagningu á fjármagnstekjum og launatekjum. Hægt sé svo að nýta þetta fé til að styrkja innviði. Það sé sóun vegna þess að innviðir eru illa reknir. Efnahagsmálin í forgangi Þá segir Kristrún húsnæðismál einnig í forgangi og heilbrigðismál. Það sé plan til um stefnu í heilbrigðismálum og nýtt útspil um húsnæðismál verði kynnt í vikunni. Sigmundur nefnir í þessu samhengi orku-, útlendinga- og efnahagsmál. Það séu þau þrjú mál sem núverandi ríkisstjórn hafi ætlað að leggja áherslu á en tókst ekki að gera, frá nánast fyrsta degi. Þetta séu mál sem Miðflokkurinn hafi alltaf lagt áherslu á. Tengt þessum málum séu húsnæðismálin, sem verði að leysa, en það sé ekki hægt nema að taka á útlendingamálum og landamærum. Íslendingum fjölgi sáralítið og það þurfi að byggja því svo margir flytji til landsins. Þetta gangi ekki upp. Þá sé heldur ekki hægt að leysa húsnæðismálin nema að lækka vexti og verðbólgu og það sé ekki hægt nema á ná böndum á ríkisrekstrinum. Þá segir Sigmundur fjármálakerfið þurfa að virka betur fyrir almenning. Aftur fram í Norðausturkjördæmi Þau setja næstu daga annasama. Það verði að stilla á lista og funda í hverju kjördæmi. Sigmundur Davíð ætlar að leiða lista aftur í Norðausturkjördæmi eins og áður. „Þetta er kjördæmið sem ættleiddi mig,“ segir Sigmundur og að hann haldi tryggð við þau. Kristrún segir að það verði nóg að gera næstu daga. Það sé knappur tími til stefnu en Samfylkingin gefi ekkert eftir. Það sé mikill áhugi á flokknum og þau sjái mögulega fram á að fjölga þingsætu sínum. Þau ætli að sýna fram á að þau séu raunverulega með nýtt upphaf og fólkið þeirra þurfi að endurspegla það. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Samfylkingin Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Alma vill leiða Samfylkinguna í Kraganum Alma Möller landlæknir vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður tilkynnti í dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér vegna heilsubrests. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona flokksins stefnir á sama sæti. 19. október 2024 12:57 Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58 Stjórnmálin á Sprengisandi í dag Stjórnmálin verða rædd í þaula í Sprengisandi í dag. Páll Magnússon stýrir þættinum í dag. Fyrst mæta til hans Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Báðir þessi flokkar mælast með mikið fylgi í könnunum. 20. október 2024 09:59 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Kristrún Frostadóttir segir ljóst að það sé gífurleg óánægja með fráfarandi ríkisstjórnarsamstarf og tölurnar endurspegli að fólk vantreystir stjórnmálum. Þá upplifir það að grunnstoðir samfélagsins virki ekki. Það særi þjóðarstoltið og fólk upplifi að það molni undan samfélaginu. „Það eru einhver óþægindi í íslensku samfélaginu núna,“ segir Kristrún og kosningarnar snúist um það hvernig er brugðist við því. Samfylkingin hafi tekið það til sín og öll vinna þeirra snúi að því að vinna sér inn traust fólks. Samfylkingin þekki það að missa traust almenning og þau hafi unnið mikið starf síðustu ár til að vinna sér það inn aftur. „Það er óánægja með traustið og óánægja með grunninnviði í íslensku samfélagi.“ Sigmundur Davíð segir mikla umpólun hafa orðið í pólitík en á sama tíma hafi hún breyst mjög mikið. Það sé umbúðapólitík á móti innihaldspólitík sem byggi á prinsippum og skynsemi. Hann segir þessa þróun hafa byrjað snemma á þessari öld og orðið áberandi í kringum bankahrunið. Samfylkingin mælist með um 21 prósent í könnunum og Miðflokkurinn um 17,7 prósent á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hrunið í könnunum. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með um 14 prósenta fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fókuseraða á hvað þau eru að gera. Það komi henni ekki í raun á óvart að fylgi flakki á milli flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið flokkur með breiðan arm en hann hafi þrengst að undanförnu. Samfylkingin hafi á sama tíma breikkað út sinn arm. „En auðvitað get ég sagt að vendingar síðustu tveggja ára eru stórmerkilegar,“ segir Kristrún. Það sé merki um að þjóðin sé krítísk og að það setji pressu á stjórnmálamenn að fylgja því eftir sem þau segja. Sigmundur segir um þessa fylgisaukningu að þetta snúist um grunngildi. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi snúið frá sínum grunngildum en hann hafi hvatt þá til að leita í prinsippinn og grunngildin. Það hafi gengið erfiðlega og honum hafi mistekist að sannfæra þau. „Þessi fylgisvöxtur hjá okkur hefur komið jafnt og þétt og það finnst mér jákvætt,“ segir Sigmundur Davíð og að hann telji þar skipta máli að flokkurinn hafi ekki verið að elta kannanir. Hann hafi staðið fyrir sínu innihaldi sem hafi sannað gildi sitt. Covid hafi farið illa með stjórnmálin „Þð sem fór verst með okkur var Covid-tímabilið,“ segir Sigmundur Davíð. Þá hafi engin pólitík verið rædd heldur hafi „þríeykið“ verið valið til að stýra landinu. „Reyndar vissi ég ekki þá að ríkisstjórnin hefði valið Samfylkinguna til að stýra landinu eins og hefur komið í ljós núna,“ sagði Sigmundur og hló. Eins og fram hefur komið hafa tvö þríeykisins, Alma Möller og Víðir Reynisson, tilkynnt framboð sitt fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum. Verði niðurstaða kosninganna eins og kannanir sýna er líklegt að eini möguleikinn á tveggja flokka stjórn ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingarinnar. Kristrún segir líklega styttra á milli annarra flokka en Samfylkingar og Miðflokks og styttra sé að öllum líkindum á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks en þeirra. „Það er augljóst hvar samstaðan liggur á hinum pólitíska armi,“ segir Kristrún. Það sé samt alltaf á enda þjóðin sem ræður og það verði að leysa úr því þegar búið sé að telja. Hún segir Samfylkinguna reyna að vera breiður flokkur og þau séu á fullri ferð í þeirri vinnu. Hún útilokar þannig ekki ríkisstjórnarsamstarf við Miðflokkinn en ítrekar að hennar vilji sé að málefni Samfylkingar verði sett á oddinn í ríkisstjórn verði flokkurinn í slíku samstarfi. Málefnin skipti mestu Sigmundur Davíð segir allt velta á því „hvaða Samfylking“ birtist þegar búið er að telja úr kosningunum. Kristrún segir innihaldið liggja fyrir í þremur útspilum flokksins en Sigmundur bendir þá á að ekki hafi tekist að halda landsfund fyrir kosningar. Varðandi samstarf segir Sigmundur Davíð málefnin skipta mestu máli. „Það er ekki frasi, það er stefnan.“ Hann segist til dæmis geta myndað ríkisstjórn með Metta Frederiksen í Danmörku á morgun í öðrum heimi en það eigi eftir að koma í ljós hvort það sama gildi um Kristrúnu. Kristrún segir efnahagsaðstæður í algjörum forgangi. Vaxtabyrði, verðbólgubyrði og efnahagslegur óstöðugleiki. Það þurfi að koma fólki í ríkisstjórn sem hafi hæfni í hagstjórn og útvisti ekki ákvörðunum til ókjörinna embættismanna sem sitji í Seðlabankanum. Það hafi verið óstjórn í ríkisfjármálum. Það sé til dæmis hægt að sækja tekjur í auðlindagjald og draga úr muni í skattlagningu á fjármagnstekjum og launatekjum. Hægt sé svo að nýta þetta fé til að styrkja innviði. Það sé sóun vegna þess að innviðir eru illa reknir. Efnahagsmálin í forgangi Þá segir Kristrún húsnæðismál einnig í forgangi og heilbrigðismál. Það sé plan til um stefnu í heilbrigðismálum og nýtt útspil um húsnæðismál verði kynnt í vikunni. Sigmundur nefnir í þessu samhengi orku-, útlendinga- og efnahagsmál. Það séu þau þrjú mál sem núverandi ríkisstjórn hafi ætlað að leggja áherslu á en tókst ekki að gera, frá nánast fyrsta degi. Þetta séu mál sem Miðflokkurinn hafi alltaf lagt áherslu á. Tengt þessum málum séu húsnæðismálin, sem verði að leysa, en það sé ekki hægt nema að taka á útlendingamálum og landamærum. Íslendingum fjölgi sáralítið og það þurfi að byggja því svo margir flytji til landsins. Þetta gangi ekki upp. Þá sé heldur ekki hægt að leysa húsnæðismálin nema að lækka vexti og verðbólgu og það sé ekki hægt nema á ná böndum á ríkisrekstrinum. Þá segir Sigmundur fjármálakerfið þurfa að virka betur fyrir almenning. Aftur fram í Norðausturkjördæmi Þau setja næstu daga annasama. Það verði að stilla á lista og funda í hverju kjördæmi. Sigmundur Davíð ætlar að leiða lista aftur í Norðausturkjördæmi eins og áður. „Þetta er kjördæmið sem ættleiddi mig,“ segir Sigmundur og að hann haldi tryggð við þau. Kristrún segir að það verði nóg að gera næstu daga. Það sé knappur tími til stefnu en Samfylkingin gefi ekkert eftir. Það sé mikill áhugi á flokknum og þau sjái mögulega fram á að fjölga þingsætu sínum. Þau ætli að sýna fram á að þau séu raunverulega með nýtt upphaf og fólkið þeirra þurfi að endurspegla það. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Samfylkingin Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Alma vill leiða Samfylkinguna í Kraganum Alma Möller landlæknir vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður tilkynnti í dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér vegna heilsubrests. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona flokksins stefnir á sama sæti. 19. október 2024 12:57 Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58 Stjórnmálin á Sprengisandi í dag Stjórnmálin verða rædd í þaula í Sprengisandi í dag. Páll Magnússon stýrir þættinum í dag. Fyrst mæta til hans Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Báðir þessi flokkar mælast með mikið fylgi í könnunum. 20. október 2024 09:59 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Alma vill leiða Samfylkinguna í Kraganum Alma Möller landlæknir vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður tilkynnti í dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér vegna heilsubrests. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona flokksins stefnir á sama sæti. 19. október 2024 12:57
Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58
Stjórnmálin á Sprengisandi í dag Stjórnmálin verða rædd í þaula í Sprengisandi í dag. Páll Magnússon stýrir þættinum í dag. Fyrst mæta til hans Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Báðir þessi flokkar mælast með mikið fylgi í könnunum. 20. október 2024 09:59