Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 22:46 Daninn Victor Kristiansen tók James Justin og aðra leikmenn Leicester með sér til heimalandsins eftir tap liðsins um helgina. Michael Regan/Getty Images Leikmenn Leicester City gerðu sér glaðan dag eftir tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu um helgina. Skelltu þeir sér til Kaupmannahafnar, eitthvað sem liðið hefur gert áður, en að þessu sinni er ólíklegt að það beri sama árangur og síðast. Á laugardaginn var tapaði Leicester 2-1 gegn Chelsea sem leiddi til þess að Steve Cooper var látinn taka poka sinn. Hann hafði aðeins tekið við liðinu síðasta sumar þegar Enzo Maresca tók við Chelsea. Það sem verra er, leikmenn liðsins sáust á djamminu í Kaupmannahöfn sama kvöld og þeir töpuðu gegn Chelsea. Þar sáust leikmenn liðsins halda á skilti sem stóð á „Enzo við söknum þín.“ Eflaust hafði það ekki áhrif á stjórn félagsins að losa Cooper en tímasetningin kómísk engu að síður. Last night the Leicester players were partying with a sign that said “Enzo I miss you”😳Today, their current manager Steve Cooper has been sacked😬pic.twitter.com/NbjqMWBHy9— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) November 24, 2024 Markvörðurinn Mads Hermansen og vinstri bakvörðurinn Victor Kristiansen voru báðir í byrjunarliði Refanna en þeir koma frá Danmörku. Þeir voru því svo sannarlega á heimavelli þegar liðið skellti sér til Köben en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikmenn Leicester gera sér glaðan dag í Kaupmannahöfn. Skömmu fyrir jól árið 2015 skelltu leikmenn liðsins sér nefnilega til Kaupmannahafnar til að sletta úr klaufunum. Var þetta gert þegar liðið átti nokkurra daga frí áður en jólatörnin á Englandi fór á fullt. Segja má að þetta hafi skilað jákvæðum árangri þá en vorið 2016 stóð Leicester uppi sem Englandsmeistari, eitthvað ótrúlegasta afrek í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það eru litlar sem engar líkur á því að liðið endurtaki leikinn í vor en sem stendur væri félagið sátt með að halda stöðu sinni í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Steve Cooper er orðinn atvinnulaus eftir aðeins fimm mánuði í starfi hjá Leicester. Kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Chelsea á heimavelli í gær. 24. nóvember 2024 17:33 Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent. 25. nóvember 2024 18:01 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Á laugardaginn var tapaði Leicester 2-1 gegn Chelsea sem leiddi til þess að Steve Cooper var látinn taka poka sinn. Hann hafði aðeins tekið við liðinu síðasta sumar þegar Enzo Maresca tók við Chelsea. Það sem verra er, leikmenn liðsins sáust á djamminu í Kaupmannahöfn sama kvöld og þeir töpuðu gegn Chelsea. Þar sáust leikmenn liðsins halda á skilti sem stóð á „Enzo við söknum þín.“ Eflaust hafði það ekki áhrif á stjórn félagsins að losa Cooper en tímasetningin kómísk engu að síður. Last night the Leicester players were partying with a sign that said “Enzo I miss you”😳Today, their current manager Steve Cooper has been sacked😬pic.twitter.com/NbjqMWBHy9— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) November 24, 2024 Markvörðurinn Mads Hermansen og vinstri bakvörðurinn Victor Kristiansen voru báðir í byrjunarliði Refanna en þeir koma frá Danmörku. Þeir voru því svo sannarlega á heimavelli þegar liðið skellti sér til Köben en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikmenn Leicester gera sér glaðan dag í Kaupmannahöfn. Skömmu fyrir jól árið 2015 skelltu leikmenn liðsins sér nefnilega til Kaupmannahafnar til að sletta úr klaufunum. Var þetta gert þegar liðið átti nokkurra daga frí áður en jólatörnin á Englandi fór á fullt. Segja má að þetta hafi skilað jákvæðum árangri þá en vorið 2016 stóð Leicester uppi sem Englandsmeistari, eitthvað ótrúlegasta afrek í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það eru litlar sem engar líkur á því að liðið endurtaki leikinn í vor en sem stendur væri félagið sátt með að halda stöðu sinni í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Steve Cooper er orðinn atvinnulaus eftir aðeins fimm mánuði í starfi hjá Leicester. Kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Chelsea á heimavelli í gær. 24. nóvember 2024 17:33 Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent. 25. nóvember 2024 18:01 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Steve Cooper er orðinn atvinnulaus eftir aðeins fimm mánuði í starfi hjá Leicester. Kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Chelsea á heimavelli í gær. 24. nóvember 2024 17:33
Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent. 25. nóvember 2024 18:01