Neytendur

Loka verslun í Smára­lind

Lovísa Arnardóttir skrifar
Verslun Vodafone. 
Verslun Vodafone. 

Vodafone lokar verslun sinni í Smáralind í lok mánaðarins. Í staðinn munu viðskiptavinir geta farið í verslun Vodafone á Suðurlandsbraut 8 um helgar. Síðasti dagurinn í Smáralind er 29. desember og ný helgaropnun á Suðurlandsbraut hefst strax eftir áramót.

„Það er komið að leiðarlokum hjá okkur í Smáralind en eftir 20 frábær ár saman höfum við ákveðið að loka verslun okkar þar. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum fyrir komuna sem lagt hafa leið sína til okkar í gegnum árin,“ segir í tilkynningu á vef Vodafone.

Þar eru viðskiptavinir einnig hvattir til þess að nýta dagana milli jóla og nýárs þurfi þeir að heimsækja verslunina en þar verður tekið á móti viðskiptavinum og öðrum með kaffi, súkkulaði og skemmtilegum varningi fram að lokun.

Ný helgaropnun hefst svo á Suðurlandsbraut fyrstu helgina í janúar, á laugardögum frá kl. 11 - 16 og á sunnudögum frá kl. 12 - 16.

Vísir og Vodafone eru í eigu Sýnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×