Skaupið í ár verði með öðruvísi sniði

Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson verða leikstjórar Áramótaskaupsins. Þeir eru hvað þekktastir fyrir Hraðfréttir sem voru á dagskrá fyrst á mbl.is og svo á RÚV um árabil. Handritshöfundar skaupsins verða þau Þorsteinn Guðmundsson, sem gerði garðinn frægan með Fóstbræðrum. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir sem mynduðu gríntvíeykið Þær Tvær. Síðust í teyminu er Karen Björg Þorsteinsdóttir, sem er ein af höfundum grínseríunnar Venjulegt fólk ásamt þeim Júlíönu Söru, Völu Kristínu og Fannari. Sindri Sindrason hitti nokkur úr hópnum í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og þar kom meðal annars fram að Skaupið verði með smá öðruvísi sniði í ár.

3451
02:47

Vinsælt í flokknum Ísland í dag