HM 2011: Þjálfararnir í tröppuhlaupi
Þjálfararnir Ágúst Þór Jóhannsson og Gústaf Adolf Björnsson „hlupu“ upp 23 hæðir á hóteli íslenska kvennalandsliðsins í handbolta í Santos í Brasilíu. Þar með stóðu þeir við loforð sem þeir gáfu liðinu ef það myndi vinna Þýskaland á miðvikudagskvöldið.