Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

„Leiðin var styttri en við héldum“

Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka.

Innlent
Fréttamynd

Rifu niður lög­reglu­borða á gos­stöðvum

Tveir hópar er­lendra ferða­manna voru til vand­ræða við eitt bíla­stæðið á gos­stöðvum við Litla-Hrút í gær. Þetta kemur fram í til­kynningu lög­reglunnar á Suður­nesjum, þar sem tekið er fram að svæðið sé opið í dag en loki klukkan 18:00.

Innlent
Fréttamynd

„Sagan enda­lausa“ í bar­áttunni við gróður­eldana

Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. 

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að forðast svæðið norðaustan við gíginn

Gígbarmurinn við Litla hrút á Reykjanesskaga er í góðu jafnvægi sem stendur, að sögn eldfjallafræðings. Lítið þurfi þó að breytast til að kvika fari að flæða til norðurs. Varað er við því að vera norðaustan við gíginn.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist á fæti á gönguleið að gosinu

Maður slasaðist á fæti á gönguleið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga í gær. Þá þurfti einnig að aðstoða ferðamann sem var lúinn. Gönguleiðir inn á svæðið eru opnar í dag en þeim verður lokað klukkan 18 í gær líkt og síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum

Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ísland núna besta stað í heimi til að rannsaka eldgos

Nýsjálenskur eldfjallafræðingur við Háskólann á Hawaii, sem kom sérstaklega til að fylgjast með Reykjaneseldum, segir Ísland besta stað í heimi um þessar mundir til að rannsaka eldgos. Hér gefist stórkostlegt tækifæri til að skýrari mynd af hraungosum.

Innlent
Fréttamynd

Mera­dala­leið lokuð til eitt

Opið er inn á gossvæðið frá Suðurstrandarvegi í dag en Meradalaleið verður þó lokuð til klukkan 13. Ástæðan er sú að það þarf að nota gönguleiðina fyrir flutning tækja slökkviliðs vegna gróðurelda sem loga ennþá á svæðinu. Þá verður gönguleiðum inn á svæðið lokað klukkan 18 í dag eins og síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á

Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið hafi komið á besta tíma

Síðan eldgosahrina hófst á Reykjanesskaga fyrir tveimur árum hefur Björn Steinbekk verið fastagestur á svæðinu með dróna á lofti. Segja má að gosið sem hófst í júlí hafi ekki getað komið á betri tíma fyrir Björn.

Samstarf
Fréttamynd

Göngu­leiðum að gosinu lokað í kvöld

Líkt og síðustu daga mun gönguleiðum inn á gossvæðið á Reykjanesskaga vera lokað klukkan 18 í kvöld. Fyrir það verður opið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum gekk lokun vel í gær og voru engin óhöpp skráð.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta sýnir að fólk þarf að fara var­lega“

Eldfjallafræðingur segir að viðbúið hafi verið að barmur gígsins við Litla-Hrút myndi gefa sig í dag strax í gær. Í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu þar sem hraun rann niður á sléttuna og það ítreki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum.

Innlent
Fréttamynd

Hraun­rennslið nú al­farið neðan­jarðar

Hraun­rennsli í eld­gosinu virðist nú vera al­farið neðan­jarðar og gíg­skálinn virkar einungis sem bull­sjóðandi pottur án yfir­borðs­rennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraun­breiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraun­rásum neðan­jarðar.

Innlent
Fréttamynd

Gos­móðan verður degi lengur og líkur á súru regni

Rigning á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gosmóðan hefur hangið í loftinu gæti orðið súr. Náttúruvásérfræðingur segist telja litlar líkur á að rigningin verði til trafala til skamms tíma. Veðurspá bendir til þess að gosmóðan verði degi lengur yfir höfuðborgarsvæðinu en áður var reiknað með. Nú gera spár ráð fyrir að bæti í vind á miðvikudag en ekki þriðjudag, líkt og áður var gert ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Veggir gígsins muni hrynja innan skamms

Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 

Innlent
Fréttamynd

Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex

Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir.

Innlent
Fréttamynd

„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“

Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 

Innlent
Fréttamynd

Loka gos­stöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Gos­móðan kemur og fer

Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Gos­móðan ekki á förum í bráð

Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig.

Innlent
Fréttamynd

Esjan sést ekki fyrir gos­móðu

Gosmóða liggur yfir höfuðborginni í bland við þokuloft og því lítið skyggni á svæðinu. Esjan sem vanalega sést út um gluggann frá höfuðstöðvum fréttastofu er horfin inn í móðuna.

Innlent
Fréttamynd

Gos­móða suð­vestan­lands og á Suður­landi

Nokkur gosmóða er nú suðvestanlands og á Suðurlandi sem dregur úr skyggni auk þess sem SO2 gasmengun eða brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum leggur áherslu á að ekki sé farið með ung börn að gosstöðvunum á Reykjanesi en aðstoða þurfti fjölskyldu með tvo lítil úrvinda börn á svæðinu í nótt.

Innlent