Vara fólk við „lífshættulegum fíflaskap“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu með yfirskriftinni „Lífshættulegur fíflaskapur – ekki hetjuskapur,“ þar sem því er beint til fólks sem leggur leið sína upp að gosstöðvunum í Geldingadölum að ganga ekki á nýstorknuðu hrauninu sem þar er að finna. Innlent 22. júní 2021 15:03
Eldfjallateppi heklað sem rúmteppi á 280 klukkutímum Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem býr í Luton í Bretlandi er ótrúlega manneskja þegar kemur að handverki en hún var að ljúka við að hekla rúmteppi með myndum af gosinu á Reykjanesi. Ragnheiður er fædd og uppalinn á Snæfellsnesi en flutti í Breiðholti á unglingsárum og flutti svo til Bretlands þar sem hún býr í dag. Innlent 20. júní 2021 13:11
Varnarvirki í bígerð til að verja Grindavíkurbæ Unnið er að hönnun varnarvirkja ef ske kynni að hraun úr Geldingadölum færi í átt að Grindavíkurbæ eða Reykjanesbraut. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir missi af Suðurstrandarvegi en að það hefði orðið of kostnaðarsamt að verja hann. Innlent 19. júní 2021 19:16
Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. Innlent 18. júní 2021 18:31
Magnað sjónarspil af glóandi hraunvegg í Nátthaga Feðginin Una Rós Gísladóttir og Gísli Reynisson voru á meðal þeirra sem urðu vitni að miklu sjónarspili 14. júní þegar rauðglóandi hraunið rann niður hlíðina í Nátthaga. Innlent 16. júní 2021 11:29
Fögnuðu fyrstu útskriftinni með oddaflugi yfir eldgosið Fyrsta svokallaða oddaflugið yfir eldgosið í Geldingadölum var farið í gærkvöld, þegar flugkennarar Flugakademíu Íslands fylktu liði frá Reykjavíkurflugvelli. Rúmlega þrjátíu manns útskrifuðust frá skólanum í vikunni. Innlent 15. júní 2021 20:01
Fjögurra metra hár leiðigarður settur upp syðst í Geldingadölum Almannavarnir, Grindavíkurbær og aðgerðastjórn vegna eldgossins í Geldingadölum hafa ákveðið að ráðast í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum og varnargarðs til að minnka líkur á að hraun renni niður í Nátthagakrika. Innlent 14. júní 2021 16:37
Erfiðari gönguleiðin opin í dag Önnur gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum verður opin almenningi í dag, en þær voru báðar lokaðar í gær eftir að hraun tók að streyma yfir aðra þeirra. Leiðin er lengri og talsvert erfiðari yfirferðar, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Innlent 14. júní 2021 11:54
Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu. Innlent 13. júní 2021 22:25
Segist vera „brjálæðingurinn“ sem hljóp undan hrauninu Maður að nafni Vincent Van Reynolds hefur stigið fram og segist vera maðurinn sem fjallað var um í íslenskum fjölmiðlum þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp svo niður þegar hraun rann í stríðum straumum niður úr gígnum. Innlent 13. júní 2021 20:25
Lokað að gosstöðvunum í dag Hraun hefur runnið yfir hluta gönguleiðar A upp að gosstöðvunum í Geldingadölum og verður lokað inn á svæðið í dag af öryggisástæðum. Innlent 13. júní 2021 11:53
Gosvirknin breytt og gönguleiðin búin að vera Gosvirknin í eldgosinu í Geldingadölum breyttist nokkuð í morgun og er hraunflæðið nú orðið jafnara en það hefur verið. Strókavirknin er lítil sem engin en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki útilokað að strókarnir snúi aftur. Innlent 13. júní 2021 10:10
Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. Innlent 12. júní 2021 10:19
Hljóp upp að gígnum í Geldingadölum: „Þetta er kærulaus hegðun“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, fordæmir hegðun kærulausra eldgosgesta og segist vona að enginn muni láta lífið í Geldingadölum. Innlent 12. júní 2021 08:58
Hafa gengið að rótum gígsins og flúið undan flæðandi hrauni Lögreglu- og björgunarsveitarmenn í Grindavík hafa í dag hafa þurft að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum sem hafa gengið út á nýstorknað hraunið, milli útsýnisstaða, og að rótum sjálfs stóra gígsins í Fagradalsfjalli. Innlent 11. júní 2021 14:00
Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. Innlent 10. júní 2021 09:45
Sjónarspilið verður sífellt minna Sjónarspilið við gosstöðvarnar verður sífellt minna að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors hjá Jarðvísindastofnun. Hann segist hafa það á tilfinningunni að gosið eigi eftir að halda áfram í nokkur ár en hraun myndi þá óhjákvæmilega renna yfir Suðurstrandarveg. Innlent 9. júní 2021 19:08
Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. Innlent 8. júní 2021 21:11
Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. Lífið 7. júní 2021 14:57
Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. Innlent 5. júní 2021 20:00
Greiða fyrir auglýsingu við gosstöðvarnar eins og hvert annað bílastæði Öskufallin bifreið sem stendur við gönguleiðina að eldgosinu í Geldingadölum hefur vakið talsverða athygli vegfarenda. Um er að ræða auglýsingu sem ætlað er að vekja athygli á Netflix-seríunni Kötlu. Innlent 5. júní 2021 14:20
Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. Innlent 5. júní 2021 13:48
Rigning, hvasst og slæmt skyggni á gossvæðinu í dag Ekki viðrar vel fyrir gönguferðir að gossvæðinu á Reykjanesi í dag. Spáð er suðaustan 10-18 metrum á sekúndu með rigningu og slæmu skyggni. Á Norðurlandi gæti hitinn náð allt að tuttugu stigum um helgina. Innlent 5. júní 2021 08:25
Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Innlent 4. júní 2021 11:12
„Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“ Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram. Innlent 3. júní 2021 18:16
Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. Innlent 3. júní 2021 11:43
Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“ Innlent 1. júní 2021 08:17
Stórbrotnar myndir af æfingu Gæslunnar á Reykjanesi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfði fjallabjörgun í nágrenni eldgossins í Geldingadal á dögunum. Lífið 31. maí 2021 15:10
Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. Innlent 31. maí 2021 11:49
Sú fyrsta í heiminum sem hefur stundað ísklifur í geimbúningi „Ástríða mín fyrir vísindum og náttúru spratt ansi snemma,“ segir Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur og doktorsnemi. Hún er nú að klára doktorsnám í eldfjalla- og bergfræði þar sem hún rannsakar risann Öræfajökul að innan. Lífið 30. maí 2021 07:01