Höfundatal

Höfundatal

Viðtöl við höfunda um verk þeirra.

Fréttamynd

„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“

Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti.

Menning
Fréttamynd

Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir

Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun.

Menning
Fréttamynd

Tók þátt í óupplýstu vopnuðu ráni og notar þá reynslu í smásögu

Nýtt smásagnasafn frá Berglindi Ósk er sannarlega verk sem áhugamenn um bókmenntir ættu að gefa gaum. Um er að ræða kröftugar sögur, raunsæislegar nútímasögur og óvægnar þar sem fjallað er meðal annars um ofbeldi, glæpi, vímuefnaneyslu og hættuleg og vonlaus sambönd. Berglind Ósk segir að hún byggi á eigin reynslu, eins langt og það nær.

Menning
Fréttamynd

Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur

Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis.

Menning
Fréttamynd

Vinnu­brögð sem enginn ætti að sjá

Þórarinn Eld­járn er tví­mæla­laust ein­hver ást­sælasti höfundur þjóðarinnar. Rit­höfundar­ferill hans fer að teygja sig upp í fimm­tíu árin og í ár, á fjöru­tíu ára af­mæli fyrsta smá­sagna­safns hans, Of­sögum sagt, gefur hann út sitt áttunda smá­sagna­safn, Um­fjöllun. 

Menning
Fréttamynd

Konur eru áhugasamari um glæpi en karlar

Eva Björg Ægisdóttir er næsta stórstjarna á sviði íslenskrar glæpasagnagerðar. Nýr krimmi hennar, Þú sérð mig ekki, er glæsilega ofinn og nýstárleg saga innan þess ramma sem skilgreinir glæpasöguna.

Menning
Fréttamynd

Það er svo margt galið á Íslandi

Þorgrímur Þráinsson er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Honum blöskrar aðgerðarleysið gagnvart þeim vanda sem blasir við ólæsi ungmenna og telur kerfið drepa allt í dróma. Í þessu höfundatali er einnig tekið á hinni heitu kartöflu sem eru listamannalaunin.

Menning
Fréttamynd

„Ósjaldan sem siðblindan lætur á sér kræla“

Rannveig Borg Sigurðardóttir er lögfræðingur sem býr og starfar í Sviss en hún hefur verið að vekja athygli hér á landi undanfarnar vikur fyrir sína fyrstu skáldsögu, Fíkn en bókin hefur verið að fá rífandi góðar viðtökur sérstaklega á hljóðbókaveitunni Storytel.

Menning
Fréttamynd

„Þetta ferli kenndi mér að láta vaða“

„Erum við ekki flest rithöfundar inn við beinið?“ segir fjölmiðlamaðurinn og körfuboltaþjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson sem var að gefa út sína fyrstu barna- og unglingabók, Saman í liði.

Lífið
Fréttamynd

Með óað­finnan­lega hnýtta þver­slaufu á Kvía­bryggju

Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson á að baki einstakt lífshlaup. Í þessu höfundatali segir hann meðal annars af dvölinni á Kvíabryggju en þar var hann eins og hvítur hrafn. Þá kemur hann inn á þá útskúfun sem hann telur sig hafa mátt sæta af hálfu þeirra sem tilheyra menningarelítunni.

Menning
Fréttamynd

Einlægnin er aldrei einföld

Dagur Hjartarson skáld og rithöfundur er að senda frá sér nýja vísindaskáldsögu sem heitir Ljósagangur. Hún er aðeins gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli.

Menning
Fréttamynd

Býður ekki upp á vel­líðunarnasl fyrir hræddar sálir

Guðni Elísson prófessor í bókmenntafræði hefur sent frá sér skáldsögu og því er haldið fram hér fullum fetum að um stórtíðindi sé að ræða. Bókin er doðrantur, 800 síður og marglaga. Um leið og þetta er algjör veisla fyrir bókmenntafræðinga; þaulhugsuð bygging og ótal skírskotanir til bókmenntasögunnar er hún eins og Nafn Rósarinnar eftir Umberto Eco spennusaga á yfirborðinu.

Menning
Fréttamynd

Þingmaður sendir frá sér bók um eldgosið

Kolbeinn Óttarsson Proppé er að senda frá sér um þessar mundir bók um eldgos og fjallar þar meðal annars um það gos sem nú er yfirstandandi í Geldingadölum á Reykjanesi – sem er reyndar kjördæmi þar sem Kolbeinn ætlar sér að sækja fram í.

Innlent
Fréttamynd

Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir

Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur.

Innlent
Fréttamynd

Erótísk skáld­saga með grafískum kyn­ferðis­legum lýsingum

„Það er búið að vera draumur hjá mér í mörg ár að skrifa skáldsögu en efnið var lengi að koma til mín. Sennilega er þetta búið að gerjast í einhvern tíma í undirmeðvitundinni. Loksins settist ég niður og ákvað að það væri áskorun að dansa aðeins á línunni og skrifa erótískar senur inn í söguna og draga þar ekkert undan,“ segir Fanney Sif Gísladóttir í samtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

Fór hálf sjokkeruð til baka í geðshræringu

„Tíu eða ellefu ára varð ég kúskur sem þýddi að ég fékk náðarsamlegast að þræla mér út launalaust allan daginn að moka skít, teyma undir, leggja á, kenna smákrökkum og lóðsa ferðamenn um Rauðhóla. Ég dýrkaði þetta auðvitað,“ segir listakonan Rán Flygering.

Menning
Fréttamynd

Þeir yngri komist vart að meðan Arnaldur fái fimm stjörnur í vöggugjöf

Steinar Bragi er höfundur í algjörum sérflokki, segir Björn Vilhjálmsson gagnrýnandi Víðsjár Ríkisútvarpsins og heldur ekki vatni: „… sendir hérna frá sér sína bestu bók, og það er að segja eitthvað.“ Björn sparar sig hvergi en hann er að tala um Truflunina nýjustu skáldsögu höfundar. Steinar Bragi er viðmælandi Vísis í Höfundatali.

Menning
Fréttamynd

„Draumurinn leiddi mig að hylnum“

Hinar myrku miðaldir eru undir í nýrri skáldsögu Þóru Karítasar. Í ítarlegu viðtali kemur meðal annars fram að hún rann á tímabili saman við aðalpersónu bókarinnar sem kvaddi sitt líf í Drekkingarhyl.

Menning