Aflýsti siglingaferð til Grænlands en endurgreiddi ekki staðfestingargjaldið Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið gert að endurgreiða um milljón króna staðfestingargjald til viðskiptavinar vegna tíu daga siglingaferðar til Grænlands sem fara átti í í ágúst 2022 en fyrirtækið aflýsti með skömmum fyrirvara með vísun í heimsfaraldur kórónuveiru. Neytendur 12. apríl 2023 07:49
Segja íslensku olíufélögin hafa gert þegjandi samráð um að lækka ekki verð Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir forstjóra Skeljungs reyna að afvegaleiða umræðu um óeðlilega hátt bensínverð hér á landi. Félagið segir að íslensku olíufélögin hafi með sér þegjandi samráð um að lækka ekki útsöluverð á bensíni og dísilolíu þrátt fyrir lækkandi verð eldsneytis á heimsmarkaði. Neytendur 11. apríl 2023 17:28
Fantamikill Fanta-skortur tilkominn vegna nýs vélabúnaðar Neytendur hafa tekið eftir því undanfarið að Fanta og Coke Light hafa verið illfáanleg í verslunum. Ástæðan er hik á framleiðslu drykkjanna í kjölfar fjárfestingar Coca-Cola á nýjum vélabúnaði hérlendis. Markaðsstjóri segir fyrirtækið reyna að anna eftirspurn en þurfi líka að forgangsraða. Neytendur 11. apríl 2023 11:35
Íslensk matvara á páskum 2024 Formaður Viðreisnar er framsýn kona og hugsar til framtíðar, þar viljum við öll vera. Hún undirstrikar það í grein sinni á Vísi í gær. Viðreisn horfir stíft til Evrópusambandsins þar sem sólin virðist skína skærar og verndartollar eru ekki til, eða hvað? Skoðun 11. apríl 2023 11:30
„Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum“ Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum segir formaður neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðamótin. Innlent 9. apríl 2023 21:07
Langþráð úttekt á tryggingamarkaði Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi. Skoðun 6. apríl 2023 08:00
Um gróða dagvöruverslana Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. Skoðun 5. apríl 2023 11:31
60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. Neytendur 30. mars 2023 22:23
Dæmi um að foreldrar borgi hátt í milljón fyrir fermingarveislur Fermingarveislur í dag eru orðnar allt of umfangsmiklar og þær kosta of mikið. Þetta segir einstæð móðir sem nú stendur í fermingarundirbúningi. Dæmi séu um að foreldrar hafi borgað hátt í eina milljón króna fyrir fermingarveislu barna sinna. Innlent 30. mars 2023 20:59
Allt að 41 prósent verðmunur á páskaeggjum Bónus var oftast með lægsta verð á páskaeggjum í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var þann 28. mars, í 28 af 32 tilvikum. Neytendur 30. mars 2023 17:27
Innkalla pönnukökublöndu vegna aðskotaefna Matvælastofnun vill vara við einni framleiðslulotu af Amisa lífrænni pönnukökublöndu sem fyrirtækið Heilsa ehf. flytur inn vegna aðskotaefna (trópanbeiskjuefni; atrópín og skópalamín) sem greindust yfir mörkum. Neytendur 29. mars 2023 18:07
Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu á þessu ári Atvinnuleysi á síðasta ári var að meðaltali 3,8 prósent. Á sama tíma var mikil mannfjöldaaukning en fólki á vinnufærum aldri fjölgaði um 2,7 prósent. Atvinnuþátttaka jókst einnig og var 80,1 prósent samanborið við 78,8 prósent árið 2021. Gert er ráð fyrir að staða á vinnumarkaði verði áfram sterk í ár og atvinnuleysi að meðaltali 3,8 prósent líkt og í fyrra. Innlent 29. mars 2023 17:41
Eigum við ekki að láta græðgina eiga sig Vegna ummæla sem látin voru falla í Bítinu á Bylgjunni nú í gærmorgun um að fólk þurfi annað hvort að rísa upp eða gefast upp í því ástandi sem nú ríkir á markaðnum, fannst mér tilvalið að setjast niður og skrifa nokkra punkta inn í umræðuna. Þessi ummæli eru nefnilega ekki til þess fallin að skapa einingu í samfélaginu, heldur þvert á móti til að skapa sundrung og stefna ólíkum hópum upp á móti hverjum öðrum. Skoðun 28. mars 2023 20:01
Mánaðarleg greiðslubyrði gæti brátt hækkað um 30 þúsund krónur Mánaðargreiðslubyrði á 40 milljóna króna óverðtryggðu láni gæti hækkað um 30 þúsund krónur á einu bretti ef bankarnir hækka vexti í takt við 100 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Lánamarkaðurinn hefur tekið hröðum breytingum samhliða tólf stýrivaxtahækkunum í röð. Neytendur 27. mars 2023 22:01
Flestir þekkja MS og svo Apple Landsmenn nefna oftast vörumerki MS þegar þeir eru beðnir um að nefna það vörumerki úr sínu daglega lífi sem þeim dettur fyrst í hug. Næst á eftir koma bandarísku merkin Apple og Nike. Viðskipti innlent 27. mars 2023 16:29
Leggja slagorðinu þar sem æ fleiri skilja ekki til hvers sé vísað Sláturfélag Suðurlands hefur á undanförnum vikum kynnt til sögunnar nýtt útlit á 1944-skyndiréttunum og samhliða breytingunum verður hætt við notast við slagorð réttanna – „Matur fyrir sjálfstæða Íslendinga“. Forstjóri segir að sífellt fleiri skilji ekki vísun slagorðsins til ártalsins – það er réttirnir dragi nafn sitt af ártalinu þegar Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði frá Danmörku. Neytendur 26. mars 2023 10:00
Paprika orðin tímabundin lúxusvara Fordæmalaust verð á papriku, sem hefur fjórfaldast undanfarnar vikur, hefur valdið neytendum sérstöku hugarangri. Forstjóri heildsölunnar Innnes segist aldrei hafa séð aðra eins hækkun - en nú horfi til betri vegar í paprikumálum. Neytendur 25. mars 2023 09:01
Arion banki fyrstur til að hækka vexti Arion banki er fyrsti bankinn til að hækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósentustig. Hækkunin nær einungis til einnar tegundar lána en breytingar á öðrum vöxtum verða tilkynntar á næstu dögum. Viðskipti innlent 23. mars 2023 17:49
Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. Neytendur 22. mars 2023 20:01
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. Innlent 21. mars 2023 22:13
Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. Innlent 21. mars 2023 18:49
Innkalla IKEA kjúklinganagga vegna aðskotahlutar Matfugl ehf. hefur í varúðarskyni ákveðið að innkalla eina framleiðslulotu af IKEA kjúklinganöggum vegna aðskotahlutar úr hörðu plasti sem fannst í pakkningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Neytendur 21. mars 2023 15:32
Kílómetragjald komi í stað eldsneytisskatta Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur lagt til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með því fyrirkomulagi sé hægt að tryggja að rafmagnsbílar borgi fyrir afnot af vegakerfinu. Neytendur 21. mars 2023 14:06
IKEA innkallar veiðileikfang IKEA hefur ákveðið að innkallaBLÅVINGAD veiðileik og hvetur viðskiptavini til að skila í verslun vegna köfnunarhættu. Varan verði að fullu endurgreidd. Neytendur 21. mars 2023 09:21
Cocoa Puffs ekki að hverfa þrátt fyrir mikla verðlækkun Cocoa Puffs er ekki að hverfa úr hillum verslana landsins þrátt fyrir að margar þeirra bjóði upp á kassa af morgunkorninu á einungis 99 krónur. Viðtökurnar reyndust ekki jafn sterkar í byrjun og vonast var eftir en morgunkornið er þó komið til þess að vera. Neytendur 20. mars 2023 15:13
Þarf að gera sér ferð til Íslands til að endurnýja rafræn skilríki Íslendingar sem enda með týnd eða útrunnin rafræn skilríki erlendis geta ekki látið virkja þau á ný nema mæta á skráningarstöð á Íslandi. Innlent 18. mars 2023 15:00
Námskeiðið hafi einkennst af samhengislausu tali Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa telur að kona sem keypti námskeið fyrir sig og fjölskyldu sína ætti ekki að fá endurgreitt þrátt fyrir að hafa verið afar ósátt við inntak þess. Að mati konunnar einkenndust fyrirlestrarnir sem hún borgaði fyrir af samhengislausu tali sem tengdust inntaki námskeiðsins ekki. Neytendur 16. mars 2023 20:57
Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólga lækki hægt næstu mánuði. Viðskipti innlent 16. mars 2023 12:39
Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. Neytendur 10. mars 2023 14:52
Bensínlítrinn undir 290 krónur í fyrsta sinn síðan í maí Söluverð á bensínlítranum hjá Costco, þar sem lægsta verð hefur verið í boði, er kominn undir 290 krónur í fyrsta sinn síðan í maí síðastliðinn. Neytendur 10. mars 2023 12:39