Svart og hvítt Það er ánægjuleg tilbreyting að innihaldið í þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra á 17. júní sé nógu krassandi til að fólk nenni að hafa á því skoðun. Fastir pennar 19. júní 2013 06:00
Hin rökrétta rukkunarleið Loksins hillir undir endalokin á áralöngu gaufi og hringsnúningi stjórnvalda hvað varðar gjaldtöku á ferðamannastöðum. Nýr ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur kveðið upp úr um að finna eigi leiðir til að geta innheimt aðgangseyri að náttúruperlum strax næsta sumar. Fastir pennar 18. júní 2013 07:00
Fyrirfólkið og lögin Frétt Fréttablaðsins á laugardag, um að Dorrit Moussaieff forsetafrú hafi flutt lögheimili sitt til Bretlands og sé ekki lengur skráð til heimilis á Bessastöðum með manni sínum, hefur vakið athygli og umræður. Íslenzk lög eru fortakslaus um að hjón skuli eiga sama lögheimili. Fastir pennar 17. júní 2013 10:12
Glíman við ríkisfjármálin Formenn stjórnarflokkanna kynntu í fyrradag stöðuna í ríkisfjármálum, sem er verri en þeir bjuggust við. Bæði vantar upp á tekjuhlið fjárlaganna og útgjöld hafa farið fram úr áætlun Fastir pennar 14. júní 2013 08:44
Gatið í planinu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, talaði um krónuna og höftin í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra á mánudaginn. Hann ræddi um mikilvægi trausts fjárfesta á umhverfinu og benti á að höftin á krónunni hefðu skert frelsi Íslendinga til athafna. Fastir pennar 13. júní 2013 06:00
Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. Fastir pennar 12. júní 2013 08:52
Nýtt forsetasóló Ekki kom á óvart eitt augnablik að forseti Íslands nýtti tækifærið og stigi inn í tómarúmið sem óskýr stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum skapar. Forsetinn tók að sér að útskýra fyrir okkur í þingsetningarræðu að "þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar“ hefði Evrópusambandið í raun ekki áhuga á að semja við Ísland um aðild. Fastir pennar 11. júní 2013 00:01
Óvissa og bið í Evrópumálum Í atvinnulífinu vænta margir mikils af nýju ríkisstjórninni. Fólk sem á og rekur fyrirtæki vonast augljóslega til að hún geti rofið kyrrstöðu og skapað umhverfi sem hvetur til athafna, fjárfestinga og atvinnusköpunar. Fastir pennar 5. júní 2013 08:59
Fleiri að bjarga, minni peningar Giftusamlega tókst að bjarga franskri ferðakonu sem týndist fyrir helgina og var á gangi í 30 tíma áður en hún fannst í fyrrinótt. Fastir pennar 3. júní 2013 06:00
Undið ofan af klúðri fortíðar Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Skoðun 1. júní 2013 07:00
Ekki hræra í aflareglunni Í sjávarútvegskafla stefnuyfirlýsingar nýju ríkisstjórnarinnar horfir flest til betri vegar. Stjórnin ætlar ekki að fara í neinar kollsteypur á stjórnkerfi fiskveiða eins og sú sem sat á undan henni stefndi að, heldur þvert á móti að búa greininni stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi sem hvetji til fjárfestinga og atvinnusköpunar. Fastir pennar 27. maí 2013 07:00
Úps, við sulluðum niður Fréttablaðið sagði í lok marz frá miklum áhyggjum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á svæðinu af áformum um aukin umsvif á Bláfjallasvæðinu. Þar undir féllu til að mynda áætlanir um stækkun skíðasvæðisins í Bláfjöllum og ekki síður stórbrotnar fyrirætlanir um að laða hundruð þúsunda ferðamanna á ári að Þríhnúkagíg. Fastir pennar 24. maí 2013 06:00
Hrifla og heimurinn Margt í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar bendir til að hún geti staðið undir því markmiði sínu að hefja "nýja sókn í þágu lands og þjóðar“. Fastir pennar 23. maí 2013 06:00
Transfólk kemur út úr skápnum Konum á Íslandi fjölgaði um fimm í síðustu viku, en körlunum fækkaði að sama skapi. Þannig orðaði sænski skurðlæknirinn Gunnar Kratz það er rætt var við hann í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Kratz gerði fyrir hvítasunnuhelgina fimm kynleiðréttingaraðgerðir á konum, sem höfðu fæðzt í karlmannslíkama. Vitund og skilningur á hlutskipti fólks sem þannig háttar til um, á í kynáttunarvanda eins og það er kallað, hefur aukizt verulega á Íslandi á undanförnum árum. Fastir pennar 21. maí 2013 07:00
Öflugri hópur, betri fréttir Fréttastofur 365 miðla sameinast í eina. Fastir pennar 17. maí 2013 11:01
Stokka upp eða láta það springa? Aðsókn í kennaranám hefur minnkað um helming. Fréttablaðið sagði frá því í gær að árið 2006 hefðu 419 manns sótt um að hefja kennaranám við Háskóla Íslands, en 203 í fyrra. Árið 2012 var aðeins 13 umsækjendum hafnað, en 156 árið 2006. Fastir pennar 15. maí 2013 09:00
Valfrelsi með humrinum Viðbrögð við ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns Heimdallar, um bann við sunnudagsopnun vínbúða, hafa verið vægast sagt öfgakennd. Áslaug svaraði spurningu Fréttatímans og sagðist trúa að sjálfstæðismenn sæju til þess að fólk gæti keypt hvítvín með humrinum og rauðvín með steikinni þegar því hentaði. Fastir pennar 13. maí 2013 07:00
Tækifæri í tollalækkun Þegar fréttist af Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í Krónunni í Mosfellsbæ að kaupa inn fyrir stjórnarmyndunarviðræðurnar í sveitinni sendu Samtök verzlunar og þjónustu formönnunum áskorun. Fastir pennar 8. maí 2013 07:00
Gjald til bjargar Þingvöllum Óvenjumikil aðsókn kafara hefur verið að Silfru á Þingvöllum það sem af er ári, eins og Fréttablaðið sagði frá fyrr í vikunni. Tvö þúsund kafarar hafa stungið sér í gjána í marz og apríl, miklu fleiri en búizt var við. Rekstraráætlun þjóðgarðsins gerir ráð fyrir sex til sjö þúsund gestum á árinu öllu. Fastir pennar 3. maí 2013 07:00
Afgerandi úrslit Sjaldgæft er að kosningaúrslit séu jafnafgerandi og þau sem nú liggja fyrir eftir þingkosningarnar í fyrradag. Stjórnarflokkarnir biðu algjört afhroð og njóta nú stuðnings innan við fjórðungs kjósenda. Þau ?hugmyndafræðilegu vatnaskil? sem þáverandi formaður Vinstri grænna boðaði fyrir kosningarnar 2009 voru ekki varanleg. Tilraun til að reka harða og hreinræktaða vinstripólitík á Íslandi féll ekki í kramið hjá kjósendum. Fastir pennar 29. apríl 2013 07:00
Reglur utan og innan vallar Fréttablaðið sagði fyrr í vikunni frá því að íslenzk íþróttafélög stæðu íþróttahreyfingum í nágrannalöndunum að baki hvað varðaði forvarnir gegn kynferðisbrotum og viðbrögðum við þeim. Fastir pennar 26. apríl 2013 06:00
Frekur flugvöllur Á samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar um Reykjavíkurflugvöll, sem var undirritað fyrir helgi, eru ýmsir jákvæðir fletir. Með því að fækka flugbrautum um eina (sem var nánast ekkert notuð) græðir borgin dýrmætt byggingarland á eftirsóttasta stað. Sömuleiðis verður bætt úr herfilegu aðstöðuleysi á flugvellinum með nýrri flugstöð. Svo lengi sem miðstöð innanlandsflugsins er í Vatnsmýrinni, þarf aðstaða farþeganna að vera í lagi. Fastir pennar 23. apríl 2013 09:00
Krónan og stökkbreyttu skuldirnar Skuldir heimilanna eru aðalumræðuefnið í kosningabaráttunni; um það þarf ekki að velkjast í vafa. Flokkarnir eru með misgæfulegar lausnir á þeim vanda sem felst í stökkbreyttum húsnæðislánum, en allir þykjast þó hafa lausn sem létti fólki byrðina. Fastir pennar 20. apríl 2013 06:00
Fjölmenningarborgin Reykjavík Í Reykjavík eru rúmlega ellefu prósent íbúanna innflytjendur, eins og Fréttablaðið sagði frá á miðvikudag. Það er svipað hlutfall og til dæmis í Kaupmannahöfn. Af ríflega þrettán þúsund innflytjendum í borginni eru Pólverjar fjölmennastir, eða rúmlega þrjú þúsund, en alls býr í Reykjavík fólk af 130 þjóðernum. Fastir pennar 19. apríl 2013 06:00
Hleranafúsk Nýjar upplýsingar um framkvæmd símahlerana embættis sérstaks saksóknara hjá grunuðum mönnum í Al Thani-málinu renna fleiri stoðum undir þá skoðun margra að hvorki framkvæmd hlerana lögreglunnar né eftirlit með þeim sé í lagi. Fastir pennar 16. apríl 2013 07:00
Sagan fýkur burt Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um bágt ástand fornleifa víða á landinu. Hér birtust til dæmis býsna sláandi myndir af merkilegum 13. aldar kirkjugarði á Akbraut í Rangárvallasýslu, þar sem hauskúpurnar liggja glottandi á milli stuðlabergssteina sem garðurinn var hlaðinn úr. Fastir pennar 15. apríl 2013 07:00
Þráin eftir 2007 Íslendingar voru hæstánægðir með lífskjörin eins og þau voru árið 2007, þrátt fyrir nokkrar hjáróma raddir sem bentu á að líklega væru þau innistæðulaus; byggð annars vegar á of hátt skráðri krónu og hins vegar á lántökum. Fastir pennar 13. apríl 2013 07:00
Hvaða tilgangi þjónar það? Af hverju eru fjölmiðlar að varpa ljósi á þetta erfiða mál núna og hvaða tilgangi þjónar það?“ spurði Reinhard Reinhardsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, þegar blaðakona Fréttablaðsins vildi spyrja hann álits á viðtali Kastljóss Ríkissjónvarpsins við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur. Fastir pennar 10. apríl 2013 07:00
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun