Almannahagur í Almenningum Regluverkið á Íslandi endurspeglar stundum veruleika sem er horfinn eða á hröðu undanhaldi. Gott dæmi er hinn sterki réttur sauðkindarinnar og eigenda hennar. Fastir pennar 9. apríl 2013 00:01
Skref í átt að meira trausti Umræðan um kynferðisbrot á Íslandi hefur gjörbreytzt eftir að ljóstrað var upp um ítrekuð og ljót brot barnaníðingsins Karls Vignis í Kastljósi RÚV í upphafi árs. Stíflur þagnar og þöggunar hafa brostið og ótal einstaklingar sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Skoðun 5. apríl 2013 07:00
Fjórar leiðir að lægra vöruverði Vöruverð í landinu var til umræðu á aðalfundi Samtaka verzlunar og þjónustu (SVÞ) fyrir páska, enda standa mörg spjót á verzluninni í landinu, nú þegar verðbólgan lætur enn og aftur á sér kræla. Fastir pennar 3. apríl 2013 06:00
Óttanum snúið í sigurvissu Fyrir kristinn mann er auðvelt að vera orðinn svolítið niðurdreginn á laugardaginn fyrir páska, eftir allan passíusálmalesturinn undanfarna daga, píslargöngurnar og frásagnir af pínu og dauða Jesú Krists fyrir tvö þúsund árum. Þannig var líka komið á þessum sama degi á sínum tíma fyrir fylgjendum Krists, þeim sem urðu fyrsti vísirinn að kirkju hans. Þeir voru hræddir, vonlausir og margir vantrúaðir. Fastir pennar 30. mars 2013 06:00
Hreint vatn er ekki sjálfsagt mál Við Íslendingar tökum hreinu drykkjarvatni gjarnan sem algjörlega sjálfsögðum hlut. Fáar þjóðir búa þó við önnur eins forréttindi og við í þeim efnum; að úr krönum í borgum og bæjum komi tandurhreint og ómeðhöndlað hágæðavatn. Víðast hvar er raunveruleikinn allt annar. Fastir pennar 28. mars 2013 06:00
Lifað á öðrum Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Skoðun 27. mars 2013 06:00
Réttarríki viðurkennir mistök Skýrsla starfshóps innanríkisráðherra um Guðmundar- og Geirfinnsmálin markar tímamót í hartnær fjörutíu ára sögu þeirra mála og raunar í sögu íslenzks réttarfars. Niðurstöður hópsins staðfesta það sem lengi hefur verið haldið fram af þeim sem dæmdir voru fyrir aðild að málunum, að stórkostlegir annmarkar voru á rannsókn málsins, réttindi voru brotin á hinum grunuðu í stórum stíl og játningar þeirra voru knúnar fram með þvingunum og ómannúðlegri meðferð. Fastir pennar 26. mars 2013 06:00
Vigdís og spítalinn í Malaví Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands á Alþingi í fyrradag. Áætlunin felur í sér að næstu fjögur árin fari um 24 milljarðar króna samtals í þróunaraðstoð. Í lok tímabilsins muni Ísland því verja um 0,42 prósentum af landsframleiðslu í þróunaraðstoð. Við höfum þó margoft skuldbundið okkur með lögum til að uppfylla það markmið Sameinuðu þjóðanna að þróuð iðnríki leggi 0,7 prósent landsframleiðslu til þróunaraðstoðar. Fastir pennar 23. mars 2013 06:00
Hræðslan truflar dómgreindina "Þennan málflutning er því erfitt að skilja nema það vaki fyrir mönnum að knýja fram breytingar með því að hræða fólk. Það hefur aldrei gefist vel. Hræðslan truflar dómgreindina.“ Fastir pennar 22. mars 2013 06:00
Lánaleiðréttlæti Íslenzka ríkið er umsvifamikið á lánamarkaði í landinu eins og fram kom í úttekt í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær. Þegar horft er á útlán í heild eru opinberir lánasjóðir auk Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, með um 39 prósent af lánamarkaðnum. Skoðun 21. mars 2013 09:02
Aflahrotan Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Skoðun 20. mars 2013 06:00
Löggjöf úr takti við veruleikann Einstæður faðir, Matthías Freyr Matthíasson, gagnrýndi í samtali við helgarblað Fréttablaðsins það fyrirkomulag að börn foreldra, sem hafa slitið samvistum, geti eingöngu átt lögheimili hjá öðru foreldrinu, jafnvel þótt barnið dveljist jafnmikið hjá báðum. Fastir pennar 18. mars 2013 06:00
Gruggug niðurstaða ráðuneytis Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki og umhverfi Lagarfljóts eru mikil og meiri en stjórnvöld og Landsvirkjun létu skína í á sínum tíma. Þetta hefur komið fram í fréttum Fréttablaðsins undanfarna daga. Fastir pennar 13. mars 2013 06:00
Ranglátur skattur Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns staðfest það sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað viðurkenna hingað til; að auðlegðarskatturinn svokallaði er ranglátur, vitlaus og í raun óforsvaranlegur. Skoðun 8. mars 2013 06:00
Ónóg vitund um aðsteðjandi ógn Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Skoðun 6. mars 2013 06:00
Leitin að sátt í stjórnarskrármáli Ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um að stjórnarskrármálið verði ekki klárað í heild á þeim skamma tíma sem eftir er af núverandi þingi bera vott um raunsæi. Árni hefur vikið frá þeirri stefnu sem forveri hans Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði; að keyra málið í gegn hvað sem það kostaði. Fastir pennar 5. mars 2013 06:00
Enn vantar eftirlit Við fáum smám saman skýrari mynd af símahlerunum í þágu rannsóknar sakamála á Íslandi. Undanfarin ár hefur þeim verið beitt í ríkum mæli. Símahleranir eru hins vegar gríðarlega íþyngjandi rannsóknarúrræði, sem felur í sér mikla skerðingu á friðhelgi einkalífs hlutaðeigandi. Það á því ekki að nota það af neinni léttúð og öflugt eftirlit verður að vera með beitingu þess. Fastir pennar 1. mars 2013 06:00
Tollpínt lágtekjufólk Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um reglur um varning sem ferðafólk má hafa með sér tollfrjálst til landsins. Þar er víða pottur brotinn. Umfjöllunin bar þó þann árangur að Alþingi breytti reglum um hámarksverðmæti varnings sem koma má með inn í landið án þess að borga af honum toll. Sú breyting tekur gildi á morgun og felur í sér talsverða kjarabót við neytendur, sem drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum. Fastir pennar 28. febrúar 2013 06:00
Fæðingarorlof og launamunur l andsfundur Vinstri grænna um helgina ályktaði um jafnréttismál, eins og við var að búast. VG fagnar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um átak til að eyða launamun og segir: "Miklu skiptir að því sé fylgt eftir og laun kvenna hækkuð í þeim kjarasamningum sem eru fram undan hjá ríki og sveitarfélögum." VG fagnar líka að ríkisstjórnin hafi lagt línurnar með breytingum á lögum um fæðingarorlof, hækkað viðmiðunarfjárhæðir sem skornar voru niður í kreppunni og hafið lengingu orlofsins í áföngum upp í eitt ár. Fastir pennar 26. febrúar 2013 06:00
Mótsagnir á landsfundi Sjálfstæðisflokkurinn sótti að mörgu leyti í sig veðrið á landsfundinum um helgina. Fastir pennar 25. febrúar 2013 06:00
Ekkert að fela Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra greindi frá því á Alþingi í fyrradag að starfshópur ynni nú að því að birta fjárhagsupplýsingar ríkisins á netinu. Ætlunin væri að birta upplýsingar um tekjur og gjöld mánaðarlega. Hópurinn ætti enn fremur að gera tillögur um hvernig opna mætti sem mest af gögnum um það hvernig skattfé er varið. Fastir pennar 21. febrúar 2013 06:00
Jarðalýðskrumið Fréttablaðið hefur undanfarið birt flokk fréttaskýringa um eignarhald á jörðum á Íslandi. Hugmyndin að honum vaknaði og vinnan hófst þegar Huang Nubo sóttist fyrst eftir að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Afraksturinn lítur fyrst nú dagsins ljós, enda kom á daginn að erfitt og flókið reyndist að nálgast upplýsingar um íslenzkar jarðeignir, sem er umhugsunarefni út af fyrir sig. Umfjöllunin hittir þó á ágætan tímapunkt, þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur nýverið lagt fram frumvarpsdrög þar sem lagt er til að þrengt verði mjög að rétti útlendinga til að kaupa jarðir á Íslandi. Fastir pennar 20. febrúar 2013 06:00
Að beizla reiðina Sú vitundarvakning um kynferðisbrot gegn börnum, sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur, er tvímælalaust af hinu góða og stuðlar væntanlega að því að í framtíðinni verði slík brot ekki látin liggja í þagnargildi eins og svo oft hefur gerzt í fortíðinni. Fastir pennar 9. febrúar 2013 06:00
Gervilausnir í gerviveröld Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Skoðun 8. febrúar 2013 06:00
Tækifæri til að láta verkin tala Jafnlaunavottunin, sem stéttarfélagið VR kynnti í fyrradag, er mikilvægt skref í átt til þess að uppræta launamun kynjanna. Þetta er gott framtak hjá félaginu, sem lengi hefur barizt fyrir því sjálfsagða réttlætismáli að karlar og konur fái sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Fastir pennar 7. febrúar 2013 06:00
Nýtt frumvarp, sömu hugmyndir Enn eitt kvótafrumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það sem nú hefur verið lagt fram er fjórða atrenna ríkisstjórnarinnar að umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi fiskveiða; Jón Bjarnason lagði fram eitt frumvarp og ein frumvarpsdrög og Steingrímur J. Sigfússon leggur nú fram annað frumvarp sitt um málið. Skoðun 5. febrúar 2013 06:00
Næsta norræna velferðarstjórn Tímaritið virta og víðlesna The Economist birtir í nýjasta tölublaði sínu heilmikla úttekt á nágrannaríkjum okkar fjórum á Norðurlöndunum. Ísland er ekki með í úttektinni. Á forsíðunni er birt mynd af úfnum víkingi með fyrirsögninni "Næsta súpermódel“. Þar er augljóslega vísað í norræna módelið, sem The Economist færir rök fyrir að hafi skilað norrænu ríkjunum í fremstu röð og mörg önnur ríki muni horfa til í vaxandi mæli. Fastir pennar 2. febrúar 2013 06:00
Á sömu blaðsíðu? Í skýrslunni, sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann um hagvaxtarmöguleika á Íslandi og birti síðastliðið haust, var lagt til að settur yrði á fót samráðshópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna og ýmissa hagsmunaaðila til að hrinda í framkvæmd ýmsum hugmyndum sem þar komu fram. Fastir pennar 31. janúar 2013 06:00
Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. Fastir pennar 30. janúar 2013 06:00
Kaflalok Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er fagnaðarefni af mörgum ástæðum. Hún er léttir fyrir íslenzka skattgreiðendur, sem nú liggur fyrir að munu ekki þurfa að bera útgjöld vegna málsins. Hún dregur úr óvissu í efnahagslífinu og í samskiptum við umheiminn og stuðlar vonandi að betra lánshæfismati landsins. Það ætti líka að hjálpa til í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og almennum umræðum um þær að þessi draugur sé kveðinn niður. Fastir pennar 29. janúar 2013 06:00
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun