Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Allt stefnir í að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, verði áfram kanslaraefni Sósíademókrataflokksins eftir að líklegasti arftaki hans lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti hans. Scholz er óvinsælasti kanslari síðari tíma og hafa margir leiðtoga flokksins hvatt hann til þess að stíga til hliðar. 22.11.2024 08:59
Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sjálfstætt starfandi leikskóla hækkar um 290 milljónir króna á ári með nýjum samningi sem hefur verið samþykktur. Samningurinn felur meðal annars í sér að sjálfstæðu leikskólarnir tengist inn í leikskólakerfi borgarinnar. 21.11.2024 15:59
Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21.11.2024 15:06
Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Áströlsk unglingsstúlka er fjórða ungmennið sem lætur lífið af völdum tréspíra í Laos. Tvær danskar konur á þrítugsaldri létust eftir að hafa drukkið áfengi sem var mengað tréspíra í vikunni. 21.11.2024 11:36
Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er ómarkviss, margar aðgerðanna eru ófjármagnaðar og ávinningur þeirra hefur ekki verið metinn, að dómi Loftslagsráðs. Árangursmat áætlunarinnar eru einnig sagt afar bjartsýnt af þessum sökum. 21.11.2024 10:39
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20.11.2024 15:38
Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Taílensk kona sem myrti fjórtán vini sína og kunningja með því að byrla þeim blásýru var dæmd til dauða í Bangkok í dag. Hún er sögð hafa drepið fólkið til að komast undan skuldum sem hrönnuðust upp vegna spilafíknar hennar. 20.11.2024 14:21
Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. 20.11.2024 12:30
Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Tvö ný lághitasvæði hafa fundist við leit Veitna á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Kjalarnesi og annað á Geldingarnesi. Fundinum er lýst sem tímamótum þar sem eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar og atvinnustarfsemi fer vaxandi á höfuðborgarsvæðinu. 20.11.2024 11:05
Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykktu einum rómi að strætó skuli stoppa við Egilsstaðaflugvöll á fundi sínum á mánudag. Óánægja á meðal bíleigenda blossaði upp eftir að byrjað var að rukka fyrir bílastæði við flugvöllinn fyrr á þessu ári. 20.11.2024 10:27