Vísindi

Fréttamynd

Leitar að náttúrulegum rannsóknarstöðvum við strendur Íslands

Uppsprettur koltvísýrings á hafsbotninum geta nýst sem náttúrulegar tilraunastöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á vistkerfi. Hrönn Egilsdóttir, sjávarlíffræðingur, segir mikilvægt að rannsaka búsvæði og umhverfisþætti sem hafa áhrif á samfélög lífvera við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls

Hlýnandi loftslag gæti aukið þörungagróður á Grænlandsjökli og hraðað þannig bráðnun íssins og hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamenn reyna nú að átta sig á áhrifum þörunganna á bráðnun jökulsins.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter

Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára

Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd.

Erlent
Fréttamynd

Útsýnisflug yfir stærsta storm sólkerfisins

Mannkynið á von á fyrstu nærmyndunum af Stóra rauða blettinum, helst kennileiti reikistjörnunnar Júpíters, í næstu viku þegar geimfarið Juno flýgur beint yfir þennan stærsta storm sólkerfisins.

Erlent
Fréttamynd

Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara

Gervihnattamælingar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri eftir að vísindamenn leiðréttu fyrir skekkjum í þeim. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi bent á mun á gervihnattamælingum og yfirborðsmælingum til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu 19 árin.

Erlent
Fréttamynd

Sólfirrð náð í kvöld

Jörðin náði fjærsta punkti frá sólinni í kvöld. Sumar og vor eru aðeins lengri en haust og vetur á norðurhveli vegna þess að jörðin ferðast hægar um sólina þegar hún er sem fjærst henni.

Erlent
Fréttamynd

Boaty McBoatface nær nýjum lægðum í jómfrúarferðinni

Fjarstýrði kafbáturinn sem fékk nafnið Boaty McBoatface eftir nafnasamkeppni sem vakti heimsathygli í fyrra er kominn heim úr jómfrúarferð sinni í Suður-Íshafi. Þar rannsakaði hann djúpsjávarstrauma og áhrif þeirra á loftslag jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Skimun á lungnakrabba gæti bjargað lífi fjölmargra

Hundrað og sjötíu Íslendingar greinast með lungnakrabbamein á hverju ári. Fimmtán læknar frá norðurlöndunum mæla með skimun á lungnakrabbameini en talið er að sjúkdómurinn fái ekki þá athygli sem hann ætti að fá þar sem hann er reykingatengdur.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn

Tíu af 219 nýjum fjarreikistjörnum sem hafa fundist við greiningu á gögnum frá Kepler-geimsjónaukanum gætu hugsanlega verið heppilegar fyrir fljótandi vatn, undirstöðu þess að líf eins og við þekkjum það geti þrifist.

Erlent
Fréttamynd

Heitasta fjarreikistjarna sem hefur fundist

Hitinn í lofthjúpi KELT-9b er svo hár að vísindamenn telja að hann geti aðeins verið á formi frumeinda þar sem sameindir ná ekki að tolla saman. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Nasa sendir geimfar til sólarinnar

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna Nasa mun í dag kynna áætlanir sínar um að senda geimfar, The Solar Probe Plus, inn í ytra andrúmsloft sólarinnar. Reiknað er með að geimfarinu verði skotið á loft næsta sumar.

Erlent
Fréttamynd

Sýna hvernig eldflaugar SpaceX snúa við

Einhverjum þykir eflaust orðið nokkuð eðlilegt að skjóta eldflaug út í geim og lenda henni svo aftur á jörðinni, en fyrirtækið SpaceX hefur ítrekað framkvæmt það á síðustu mánuðum og árum.

Erlent
Fréttamynd

Rækjutegundin Pink Floyd

Nýuppgötvuð rækjutegund hefur verið nefnd eftir bresku hljómsveitinni Pink Floyd. Með því vildi líffræðingurinn sem uppgötvaði dýrið heiðra uppáhalds hljómsveit sína.

Erlent