Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2017 14:49 Svona gæti Mars hafa litið út fyrir milljörðum ára. Reikistjarnan tapaði hins vegar lofthjúpi sínum og síðan nær öllu vatninu. NASA/GSFC Fundur hjá vísinda- og geimnefnd Bandaríkjaþings tók óvænta stefnu í gær þegar einn nefndarmanna spurði vísindamenn NASA hvort að hugsanlegt sé að geimverur hafi búið á reikistjörnunni Mars fyrir þúsundum ára. Mars eins og við þekkjum hann í dag er ísköld eyðimörk með örþunnan lofthjúp. Vísindamenn telja hins vegar að aðstæður á þessari nágrannareikistjörnu okkar hafi verið mun skaplegri í fyrndinni. Á þeim tíma hafi fljótandi vatn líklega myndað höf, vötn og ár sem hafa mótað yfirborð rauðu reikistjörnunnar. Fljótandi vatn er talin grunnforsenda lífs og því hafa vísindamenn leitt líkum að því að hugsanlega hafi líf haft tíma til að kvikna á Mars áður en reikistjarnan glataði lofthjúpi sínum og fljótandi vatn á yfirborðinu fraus.„Útilokar þú það?“ Hugmyndin um framþróaða siðmenningu Marsbúa hefur hins vegar eingöngu birst í kvikmyndum og bókum dreyminna jarðarbúa. Það stöðvaði þó ekki repúblikanann Dana Rohrabacher, þingmann frá Kaliforníu og fulltrúa í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í að spyrja vísindamenn NASA hvort mögulegt sé að geimverur hafi þróað siðmenningu á Mars fyrir „þúsundum ára“. „Það eru engar vísbendingar um slíkt sem ég veit um,“ svaraði Ken Farley, prófessor í jarðefnafræði við Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech). Hann benti Rohrabacher einnig á að gögn frá Mars bendi til þess að aðstæður þar hafi verið aðrar og betri fyrir milljörðum ára en ekki þúsundum ára. Í raun telja vísindamenn að ef vatn flaut í raun um yfirborð Mars þá hafi það verið fyrir um 3,6 milljörðum ára.Repúblikaninn Dana Rohrabacher virðist hafa sérstakar hugmyndir um sólkerfið okkar.Vísir/EPARohrabacher var þó ekki alveg af baki dottinn og spurði Farley hvort að hann myndi útiloka að geimverur hafi verið á Mars. Sumir teldu það. „Ég myndi segja að það væri gríðarlega ósennilegt,“ svaraði Farley stuttlega, að því er kemur fram í frétt Space.com.Vildi vita hvenær koltvísýringur yrði hættulegur heilsu fólks Það er þó ekki aðeins um eðli og tímasetningu mögulegs lífs á Mars sem Rohrabacher hefur verið úti á túni með. Hann er á meðal fjölda flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum sem neitar að samþykkja niðurstöður vísindamanna um allan heim að loftslagsbreytingar eigi sér stað á jörðinni og að þær séu af völdum manna. Spurði hann meðal annars John Holdren, þáverandi vísindaráðgjafa Baracks Obama, þegar hann kom fyrir þingnefndina við hvaða mörk gróðurhúsalofttegundin koltvísýringur yrði hættulegur heilsu manna. Vísindamenn vara við auknum styrki koltvísýrings, og annarra gróðurhúsalofttegunda, í lofthjúpi jarðar vegna þess að hann veldur hlýnun loftslags, ekki vegna þess að hann hafi bein heilsufarsleg áhrif á menn við núverandi styrk í lofthjúpnum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra spurningar Rohrabacher og svör Farley um siðmenningu á Mars. Vísindi Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Fundur hjá vísinda- og geimnefnd Bandaríkjaþings tók óvænta stefnu í gær þegar einn nefndarmanna spurði vísindamenn NASA hvort að hugsanlegt sé að geimverur hafi búið á reikistjörnunni Mars fyrir þúsundum ára. Mars eins og við þekkjum hann í dag er ísköld eyðimörk með örþunnan lofthjúp. Vísindamenn telja hins vegar að aðstæður á þessari nágrannareikistjörnu okkar hafi verið mun skaplegri í fyrndinni. Á þeim tíma hafi fljótandi vatn líklega myndað höf, vötn og ár sem hafa mótað yfirborð rauðu reikistjörnunnar. Fljótandi vatn er talin grunnforsenda lífs og því hafa vísindamenn leitt líkum að því að hugsanlega hafi líf haft tíma til að kvikna á Mars áður en reikistjarnan glataði lofthjúpi sínum og fljótandi vatn á yfirborðinu fraus.„Útilokar þú það?“ Hugmyndin um framþróaða siðmenningu Marsbúa hefur hins vegar eingöngu birst í kvikmyndum og bókum dreyminna jarðarbúa. Það stöðvaði þó ekki repúblikanann Dana Rohrabacher, þingmann frá Kaliforníu og fulltrúa í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í að spyrja vísindamenn NASA hvort mögulegt sé að geimverur hafi þróað siðmenningu á Mars fyrir „þúsundum ára“. „Það eru engar vísbendingar um slíkt sem ég veit um,“ svaraði Ken Farley, prófessor í jarðefnafræði við Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech). Hann benti Rohrabacher einnig á að gögn frá Mars bendi til þess að aðstæður þar hafi verið aðrar og betri fyrir milljörðum ára en ekki þúsundum ára. Í raun telja vísindamenn að ef vatn flaut í raun um yfirborð Mars þá hafi það verið fyrir um 3,6 milljörðum ára.Repúblikaninn Dana Rohrabacher virðist hafa sérstakar hugmyndir um sólkerfið okkar.Vísir/EPARohrabacher var þó ekki alveg af baki dottinn og spurði Farley hvort að hann myndi útiloka að geimverur hafi verið á Mars. Sumir teldu það. „Ég myndi segja að það væri gríðarlega ósennilegt,“ svaraði Farley stuttlega, að því er kemur fram í frétt Space.com.Vildi vita hvenær koltvísýringur yrði hættulegur heilsu fólks Það er þó ekki aðeins um eðli og tímasetningu mögulegs lífs á Mars sem Rohrabacher hefur verið úti á túni með. Hann er á meðal fjölda flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum sem neitar að samþykkja niðurstöður vísindamanna um allan heim að loftslagsbreytingar eigi sér stað á jörðinni og að þær séu af völdum manna. Spurði hann meðal annars John Holdren, þáverandi vísindaráðgjafa Baracks Obama, þegar hann kom fyrir þingnefndina við hvaða mörk gróðurhúsalofttegundin koltvísýringur yrði hættulegur heilsu manna. Vísindamenn vara við auknum styrki koltvísýrings, og annarra gróðurhúsalofttegunda, í lofthjúpi jarðar vegna þess að hann veldur hlýnun loftslags, ekki vegna þess að hann hafi bein heilsufarsleg áhrif á menn við núverandi styrk í lofthjúpnum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra spurningar Rohrabacher og svör Farley um siðmenningu á Mars.
Vísindi Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent