Vísindi

Fréttamynd

Dökkt súkkulaði gegn háum blóðþrýstingi

Enn ein rannsókn sem hvetur til súkkulaðineyslu hefur litið dagsins ljós. Vísindamenn við háskólasjúkrahús í Köln halda því fram að munnfylli af dökku súkkulaði á dag lækki blóðþrýsting og dragi úr hættu á hjartaáfalli.

Erlent
Fréttamynd

Ráðgáta um hvarf jökullóns í Chile leyst

Komist hefur verið að orsökum dularfulls hvarfs jökullóns í Chile í maí síðastliðnum. Niðurstaða sérfræðinga sem flugu yfir svæðið er sú að jökulveggur við lónið hafi sprungið undan sívaxandi þunga þess og þannig myndast farvegur með fyrrgreindum afleiðingum. Leið vatnsins lá svo inní nærliggjandi fjörð og þaðan til sjávar. Hið upprunalega lón er tekið að fyllast á ný.

Erlent
Fréttamynd

Mesti hitinn

Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust er 30,5 stiga hiti á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík er 24,3 stiga hiti 9. júlí 1976.

Innlent
Fréttamynd

Atlantis á austurleið

Atlantis geimferjan lagði af stað frá lendingarstað sínum í Kaliforníu til heimkynna sinna í Flórída í dag. Eins og sést á meðfylgjandi mynd flýgur hin 100 tonna skutla ekki sjálfkrafa yfir þver og endilöng Bandaríkin. Hún er ferjuð af júmbóþotu. Áætlað er að ferðin taki um einn sólarhring. Þetta kemur fram á vef Nasa.

Erlent
Fréttamynd

Óvæntur fundur við gröf Kínakeisara

Óþekktur og afar dularfullur klefi fannst á dögunum í gröf Qin Shihuang, fyrsta keisara Kína. Klefinn fannst fyrir tilviljum með leitartækjum en engar heimildir voru þekktar um tilvist hans. Gröfin sjálf, sem er um 2200 ára gömul, fannst 1974.

Erlent
Fréttamynd

Sólböð tryggja ekki D-vítamín

Sú títtnefnda kenning að sólböð tryggi nægilegt magn D-vítamíns í mannslíkamanum hefur verið vefengd eftir rannsókn á vegum Háskólans í Wisconsin. Hingað til hefur sólleysi borið ofarlega á blað yfir meinta sökudólga D-vítamínskorts.

Erlent
Fréttamynd

Mikilvægar leifar af dúdúfuglinum fundnar

Nýfundnar leifar af hinum útdauða dúdúfugli gætu varpað nýju og óvæntu ljósi á þessa lítið þekktu fugla. Leifarnar fundust í helli á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fyrr í þessum mánuði. Leifarnar eru afar heilar og þær bestu sem vísindamenn hafa komist í hingað til. Fundurinn þótti svo þýðingarmikill að honum var haldið leyndum í fyrstu og fjórir verðir gættu svæðisins þangað til starfi vísindamanna lauk. Frá þessu er greint á vef Reuters.

Erlent
Fréttamynd

Elsta tönn Evrópu

Tönn af manni sem talin er vera yfir milljón ára gömul fannst á Spáni í vikunni. Ef satt reynist um aldurinn er tönnin elstu leifar af frummanni sem fundist hafa í Vestur-Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Tafla gegn offitu

Ítalskir vísindamenn hafa þróað einfalda töflu til inntöku sem gæti komið offitusjúklingum að góðum notum. Taflan er gerð úr sérstöku vatnshlaupi og þenst út í maga. Þannig dregur hún úr hungri og megrun ætti því að auðveldast fyrir vikið.

Erlent
Fréttamynd

Endeavour á loft þann sjöunda ágúst

Nasa hefur staðfest brottfaradag næstu mönnuðu geimsferðar sinnar. Það er geimskutlan Endeavour sem tekst á loft þann sjöunda ágúst og heldur til Alþjóðageimstöðvarinnar. Erindi skutlunnar er að halda áfram uppbyggingu stöðvarinnar. Til dæmis verður haldið áfram að klæða stöðina og fyllt verður á byrðarnar.

Erlent
Fréttamynd

Marsjeppi á barmi hyldýpis

Geimjeppi Nasa Opportunity sem ekur um reikistjörnuna Mars og safnar gögnum til rannsókna á henni stendur frammi fyrir nýju og krefjandi verkefni. Honum er ætlað að renna niður í djúpan loftsteinagíg á yfirborði Mars og safna þar sýnum. Förin er hættuleg og gera Nasaliðar ekki ráð fyrir að jeppanum verði afturkvæmt úr gígnum.

Erlent
Fréttamynd

Tennur faraós

Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið múmíu Hatshepshut sem er 3000 ára gömul. Hún var ein fárra kvenna sem voru faraóar og frægasti kvenleiðtogi Egyptalands. „Mesta fornleifauppgötvun síðan grafhýsi faraósins Tutankhamons fannst 1922,“ segir yfirmaður fornleifamála í Egyptalandi.

Erlent
Fréttamynd

Íslenski refurinn

Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Tófan settist að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en hingað komst hún á hafís. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er allt í kringum Norðurheimskautið, bæði á meginlöndum og eyjum, en útbreiðslan er takmörkuð við svæði norðan og ofan barrskóga- og birkibeltisins.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir af Minnesota-sexburunum látnir

Einungis tveir af sexburunum sem fæddust í Minnesota 10 júní eru á lífi. Fjórði sexburinn lést á sunnudaginn. Þrír voru látnir þegar vika hafði liðið frá fæðingu. Ástand hinna tveggja eftirlifandi er tvísýnt. Forsvarsmenn sjúkrahússins þar sem fjölskyldan dvelur vildu ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Erlent
Fréttamynd

Tannhvítun ekki hættulaus

Í mörgum tegundum búnaðar til tannhvítunar hefur fundist ólöglega mikið magn vetnisperoxíðs, sem leysir upp liti. Efnið er aðallega notað í hárliti og sótthreinsiefni. Í mælingu á vegum TSI-eftirlitsins var magn vetnisperoxíðs yfir settum mörkum í 18 af 20 vörum. Í einu tilfelli reyndist vera notaður 230 sinnum löglegur skammtur.

Erlent
Fréttamynd

Dularfullur hryggur rannsakaður

Bandarískir vísindamenn leggja á næstu dögum af stað í 40 daga rannsóknarleiðangur norður á boginn að hinum leyndardómsfulla Gakkel-hrygg. Hryggurinn er staðsettur neðan sjávar milli Grænlands og Síberíu, þar sem Norður-Ameríku-, og Evrópuflekarnir skiljast að. Svæðið vakti athygli eftir að kunnugt varð um mikla uppsprettu heits vatns þar. Margir telja að á þessum afskektu slóðum sé auðugt og sérstakt lífríki að finna sem þróast hafi einangrað umhverfis hverina í aldanna rás.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta búrfæðing djöflaskötunnar

Á sædýrasafni í Japan er fæðingu djöflaskötu ákaft fagnað en þetta er í fyrsta skipti sem þessi dýrategund fjölgar sér búri. Fæðingin gekk að óskum hjá hinni 4,2 metra löngu móður og litli djöflaskötuunginn byrjaði fljótlega að synda um búrið og leika sér.

Erlent
Fréttamynd

Atlantis lent í Kaliforníu

Geimferjan Atlantis er nú lent heilu á höldnu á Edwards Air Force Base í Kaleforníu. Hún lenti klukkan 15:49 að staðartíma. Hætt var við lendingu í Flórída í dag vegna slæmra veðurskilyrða. Geimferjan hefur verið á ferð um sporbaug jarðar síðan áttunda júní og var með nægar eldsneytisbirgðar fram á sunnudag.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að lenda Atlantis

Geimferðastofnun Bandaríkjanna ætlar að reyna til þrautar að lenda geimferjunni Atlantis í dag, þrátt fyrir slæma veðurspá. Ferjan hefur verið í tvær vikur á sporbaug um jörðu en ferð hennar tafðist vegna bilana um borð í alþjóðlegu geimstöðinni.

Erlent
Fréttamynd

Eldsneyti úr ávöxtum

Bandarískir vísindamenn halda því fram að hægt sé vinna umhverfisvænt eldsneyti úr ávöxtum, nánar tiltekið úr ávaktasykri. Slíkt eldsneyti á að innihalda mun meiri orku en Etanól sem notað er í bensín.

Erlent
Fréttamynd

Heimkomu Atlantis seinkað vegna veðurs

Geimskutlan Atlantis er búin undir heimkomu en bíður þess að óveðri linni við lendingastað sinn, Kennedy geimstöðina í Flórída. Þykkir skýjabakkar hafa hrannast upp og mikið rignir. Það þykja ekki æskilegar aðstæður fyrir lendingu af þessu tagi. Stefnt er að því að lenda flauginni á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Atlantis á leið heim

Geimskutlan Atlantis er á heimleið eftir viðburðaríka tíu daga dvöl við Alþjóðageimstöðina. Tilgangur ferðarinnar var að halda áfram uppbyggingu á Alþjóðageimstöðinni. Meðal helstu verkefna var að koma nýjum sólarrafhlöðum í gagnið. Stefnt er að því að stöðin, sem er í 350 kílómetra fjarlægð frá Jörðu, verði tilbúin fyrir árslok 2010.

Erlent
Fréttamynd

Rannsóknum á óþekktum taugasjúkdómi miðar áfram

Ungum Ný-Sjálenskum vísindamanni hefur tekist að rækta erfðabreytta kind sem er ónæm fyrir Huntingtonssjúkdómnum. Í útskriftarverkefni sínu komast hin 25 ára gamla Jessie Jacobsen að því hvernig hægt er að flytja erfðaefni sem veldur sjúkdómnum yfir í kind.

Erlent
Fréttamynd

Esa reynir þolgæði manna

Evrópska geimferðastofnunin Esa undirbýr tilraun þar sem reynt verður á þolgæði fólks gagnvart hvort öðru. Vonast er til að niðurstöður tilraunarinnar komi að gagni þegar og ef lagt verður í mannaða ferð til Mars, en geimfara slíkrar ferðar bíður löng, tilbreytingarlaus og náin samvera.

Erlent
Fréttamynd

Útblástur eykst stöðugt frá Kína

Þó svo að stjórn Kína hafi nýlega heitið því að taka virkan þátt í baráttunni gegn lofslagsbreytingum eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda frá landinu stöðugt.

Erlent
Fréttamynd

Hauskúpa fornpöndu fundin

Fyrsta hauskúpan af forfeðrum risapöndunnar fannst á dögunum í kalksteinshelli í Suður-Kína. Bandarísku og kínversku vísindamennirnir sem fundu kúpuna telja hana vera um tveggja milljón ára gamla.

Erlent
Fréttamynd

Atlantis yfirgefur geimstöðina

Bein útsendingu var frá brottför Atlantis af Alþjóðlegu geimstöðinni á Vísi.is í dag. Flugstjóri á Atlantis er Rick Sturckow. Áhöfnin fékk nýlega nýjan meðlim, Clayton Anderson, sem er flugvirki og leysir af Suni Williams.

Erlent
Fréttamynd

Mikil fjölgun í hópi Síberíutígrisdýra

Vel gengur að reisa við stofn Síberíutígrisdýra sem eru í mikilli útrýmingarhættu. Á ræktunarstöð kattardýra í Kína hefur tegundinni borist góður liðsauki með fæðingu 84 kettlinga frá því í mars á þessu ári. Í tilkynningu frá ræktunarstöðinni segir að kettlingunum heilsist vel og að von sé á að 13 læður fæði til viðbótar á næstu fjórum mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Ný alpagöng opnuð

Lengstu landlægu lestargöng í heimi voru vígð á föstudaginn. Göngin eru 34 kílómetra löng og tengja Þýskaland og Ítalíu í gegnum Alpafjöllin.

Erlent