Frakkland

Fréttamynd

Þjóð­verjar skikka Breta í sótt­kví

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tekið ákvörðun um að skikka ferðalanga frá Bretlandi í sóttkví við komuna til Þýskalands. Takmarkanirnar taka gildi á morgun, mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Handtóku rangan mann vegna Khashoggi-málsins

Yfirvöld í Frakklandi hafa sleppt sádí-arabískum manni sem handtekinn var í vikunni grunaður um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi úr haldi. Komið hefur í ljós að hann var handtekinn fyrir mistök.

Erlent
Fréttamynd

Nokkur Evrópuríki stefni á að snúa aftur til Afganistan

Nokkur Evrópuríki vinna nú að því saman að koma á pólitísku sambandi við stjórnvöld Talíbana í Afganistan. Stefnan er sett á að sendiherrar ríkjanna geti snúið saman aftur til Afganistan að sögn Emmanuels Macron Frakklandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar af­lýsa flótta­manna­fundi með Bretum vegna bréfs John­sons

Innanríkisráðherra Frakka hefur aflýst fyrirhuguðum fundi með kollega sínum frá Bretlandi þar sem ræða átti flóttamannamálin á Ermarsundi. Ástæðan mun vera bréf sem Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sendi Emmanuel Macron Frakklandsforseta þar sem þess er krafist að Frakkar taki aftur við því fólki sem kemst yfir Ermarsundið til Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri fóru yfir Ermarsundið í dag og tala látinna hækkar

Fleiri Farand- og flóttamenn hafa lagt leið sína yfir Ermarsundið við erfiðar aðstæður í dag. Það er degi eftir að minnst 27 drukknuðu eftir að loftið fór úr slöngubát þeirra á Ermarsundinu. Meðal þeirra sem dóu voru ólétt kona og minnst þrjú börn.

Erlent
Fréttamynd

Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun

Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi.

Erlent
Fréttamynd

Tólf á­kærðir vegna Kar­dashian ránsins í París

Tólf hafa verið ákærðir vegna ráns sem framið var í íbúð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París árið 2016. Rannsókn málsins hefur tekið rúmlega fimm ár en yfirvöld í Frakklandi gefa ekki upp hvenær til standi að taka málið til meðferðar.

Erlent
Fréttamynd

Miðjumanni PSG sleppt úr haldi lögreglu

Frönsku landsliðskonunni Aminata Diallo, sem var handtekin síðastliðinn miðvikudag, grunuð um að skipuleggja líkamsárás á liðsfélaga sinn, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu án ákæru.

Fótbolti
Fréttamynd

Róbert Wessman stækkar vínveldið

Róbert Wessman hefur stækkað vínveldi sitt en hann hefur gengið frá kaupum á 45 hektara vínekru í Frakklandi. Fyrir á Róbert vínekru í Périgord Pourpre og rekur hann vínframleiðsluna Maison Wessman. 

Viðskipti innlent