Frakkland

Fréttamynd

Charlie Hebdo endurbirtir myndirnar af spámanninum

Forsvarsmenn tímaritsins víðfræga Charlie Hebdo ætla að endurbirta umdeildar myndir af spámanninum Múhameð. Það verður gert vegna réttarhalda gegn fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015.

Erlent
Fréttamynd

Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi

Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Ver frelsi til að vera ber­brjósta í sól­baði

Innanríkisráðherra Frakklands hefur varið þá iðju kvenna að vera berbrjósta í sólbaði eftir að lögreglumenn í landinu báðu hóp kvenna að hylja sig þar sem þær voru í sólbaði á strönd í suðurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Grímuskyldu komið á í fjölförnum svæðum Parísar

Frá og með mánudeginum verður Parísarbúum skylt að klæðast andlitsgrímum á meðan þeir ferðast í gegnum ákveðin fjölfarin svæði höfuðborgarinnar. Líkt og hér á landi hefur faraldur kórónuveirunnar sótt í sig veðrið á undanförnum vikum í Frakklandi.

Erlent
Fréttamynd

Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum.

Erlent
Fréttamynd

Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár

Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur.

Erlent
Fréttamynd

Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi

Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025.

Erlent
Fréttamynd

Játaði að hafa kveikt í kirkjunni

Sjálfboðaliði, sem hefur í tvígang verið handtekinn í tengslum við brunann í dómkirkjunni í frönsku borginni Nantes, hefur játað verknaðinn að sögn lögmanns mannsins.

Erlent