Myndlist Fólk mætti í skírteinismyndatöku og endaði í listrænu verkefni um bænina „Titill sýningarinnar er sóttur í kristna trú,“ segir listamaðurinn Sigurður Unnar sem er að opna sýninguna Lömb og Guðir á morgun, á föstudaginn langa. Blaðamaður tók púlsinn á honum. Menning 6.4.2023 10:01 „Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“ „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verja miklum tíma í öræfum Íslands. Samferðafólk mitt hefur haft þakkarverða þolinmæði gagnvart mér og skrásetningu minni,“ segir myndlistarkonan Eva Schram, sem stendur fyrir sýningunni Þegar ljósið deyr, í samvinnu við Listval. Sýningin er staðsett í Norr11 á Hverfisgötu og stendur til 3. maí næstkomandi. Menning 3.4.2023 17:31 Einhverfufélagið blæs til listasýningar: „Við getum gert allt sem annað fólk getur gert“ Nóg verður um að vera í húsnæði Hamarsins ungmennahúss í Hafnarfirði um helgina þar sem Einhverfufélagið hefur sett upp listasýningu. Menning 31.3.2023 23:02 Leikskólabörn rappa um Kjarval Krakkar á leikskólanum Kvistaborg fóru í hljóðver í dag til að taka upp frumsamið rapplag sem fjallar um listmálarann Jóhannes Kjarval. Krakkarnir sömdu textann sjálfir og máluðu málverk úti í náttúrunni að hætti myndlistarmannsins. Innlent 27.3.2023 20:00 Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. Menning 25.3.2023 14:38 Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. Menning 23.3.2023 10:00 Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum. Menning 23.3.2023 07:01 Metverð fékkst fyrir skúlptúr Einars Jónssonar á uppboði Metverð fékkst fyrir bronsskúlptúrinn Þróun eftir Einar Jónsson á uppboði hjá uppboðshúsi Gallerí Foldar sem lauk í gær. Menning 22.3.2023 07:38 Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“ „Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 19.3.2023 06:00 Þessi hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin 2023 Íslensku myndlistarverðlaunin fóru fram í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Iðnó. Er þetta í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt og hafa þau skipað sér mikilvægan sess í menningarlandslaginu. Menning 17.3.2023 07:01 Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. Innlent 11.3.2023 21:30 Brjóstin urðu fræg á augabragði Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum. Menning 8.3.2023 06:01 „Planið er að yfirtaka Ísland“ Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka. Lífið 7.3.2023 08:00 „Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 5.3.2023 06:01 Örva skilningarvitin með skemmtilegri tilraunamennsku Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger mynda listrænt teymi verksins Soft Shell sem er stöðugt verk í vinnslu. Á morgun geta gestir komið og séð afrakstur af vinnustofu sem þær standa fyrir í Gryfjunni, Ásmundarsal. Menning 1.3.2023 15:01 Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Lífið 22.2.2023 20:01 Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim. Menning 20.2.2023 11:31 Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. Tónlist 17.2.2023 06:00 Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík. Innlent 13.2.2023 15:55 Lionel Messi kominn á Hvolsvöll Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli. Lífið 12.2.2023 21:39 Idol keppendur máluðu myndir af dómurunum: „Þetta er eins og blint egg með spangir“ Í síðasta þætti af Idol kepptu þau Saga, Kjalar, Bía og Símon ekki aðeins í söng, heldur fékk fjölmiðlamaðurinn Gústi B krakkana einnig til þess að keppa í myndlist. Lífið 8.2.2023 15:58 Rafmögnuð stemning í Kópavogi í kvöld „Vörpunarverk Þórönnu er eitt stærsta og viðamesta verkefnið á hátíðinni í ár en áralöng hefð er fyrir því að varpa nýju verki á kirkjuna á Vetrarhátíð,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi en glæsileg dagskrá Vetrarhátíðar hefst í kvöld klukkan 18 þegar verki Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju. Lífið samstarf 3.2.2023 08:52 Gunna Tryggva færir Selfyssingum veglega gjöf með skýrum skilyrðum Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss. Menning 19.1.2023 13:43 Mætir heim til fólks og skapar list beint á veggina „Ég hef alltaf upplifað mikla ró við það að horfa til himins,“ segir listamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýninguna Skýjamyndir í Gallerí Gróttu á morgun. Menning 18.1.2023 11:31 Rannsakar hlut kvenna í íslenskri listasögu næsta árið Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Menning 17.1.2023 15:44 „Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 15.1.2023 07:00 Málar hrúta í gríð og erg Hrútar eru í miklu uppáhaldi hjá listamanni í Eyjafirði enda hefur hann málað þá marga um ævina og selt ferðamönnum. Lífið 13.1.2023 10:03 „Hér þarf ég ekki að binda mig við skipsmastur í óveðri“ Fjölmenni var á opnun Bjarna Sigurbjörnssonar í Portfolio galleri síðustu helgi. Bjarni flutti úr bæjarlífinu vestur á Hellissand um mitt ár 2022 og hefur verið að reisa sér virki listarinnar ásamt spúsu sinni Ragnheiði Guðmundsdóttur. Lífið 11.1.2023 17:30 Settist í sófann hjá Jimmy Fallon: „Þetta fer algjörlega í minningabankann“ Thelma Sigurhansdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að setjast í sófa þáttastjórnandans Jimmy Fallon á meðan á auglýsingahléi við upptökur á kvöldþáttunum vinsælu „The Tonight Show with Jimmy Fallon“ stóð í desember síðastliðnum. Hún segir Fallon mikinn karakter en indælan. Bíó og sjónvarp 8.1.2023 00:13 Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa. Menning 3.1.2023 15:48 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 23 ›
Fólk mætti í skírteinismyndatöku og endaði í listrænu verkefni um bænina „Titill sýningarinnar er sóttur í kristna trú,“ segir listamaðurinn Sigurður Unnar sem er að opna sýninguna Lömb og Guðir á morgun, á föstudaginn langa. Blaðamaður tók púlsinn á honum. Menning 6.4.2023 10:01
„Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“ „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verja miklum tíma í öræfum Íslands. Samferðafólk mitt hefur haft þakkarverða þolinmæði gagnvart mér og skrásetningu minni,“ segir myndlistarkonan Eva Schram, sem stendur fyrir sýningunni Þegar ljósið deyr, í samvinnu við Listval. Sýningin er staðsett í Norr11 á Hverfisgötu og stendur til 3. maí næstkomandi. Menning 3.4.2023 17:31
Einhverfufélagið blæs til listasýningar: „Við getum gert allt sem annað fólk getur gert“ Nóg verður um að vera í húsnæði Hamarsins ungmennahúss í Hafnarfirði um helgina þar sem Einhverfufélagið hefur sett upp listasýningu. Menning 31.3.2023 23:02
Leikskólabörn rappa um Kjarval Krakkar á leikskólanum Kvistaborg fóru í hljóðver í dag til að taka upp frumsamið rapplag sem fjallar um listmálarann Jóhannes Kjarval. Krakkarnir sömdu textann sjálfir og máluðu málverk úti í náttúrunni að hætti myndlistarmannsins. Innlent 27.3.2023 20:00
Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. Menning 25.3.2023 14:38
Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. Menning 23.3.2023 10:00
Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum. Menning 23.3.2023 07:01
Metverð fékkst fyrir skúlptúr Einars Jónssonar á uppboði Metverð fékkst fyrir bronsskúlptúrinn Þróun eftir Einar Jónsson á uppboði hjá uppboðshúsi Gallerí Foldar sem lauk í gær. Menning 22.3.2023 07:38
Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“ „Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 19.3.2023 06:00
Þessi hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin 2023 Íslensku myndlistarverðlaunin fóru fram í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Iðnó. Er þetta í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt og hafa þau skipað sér mikilvægan sess í menningarlandslaginu. Menning 17.3.2023 07:01
Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. Innlent 11.3.2023 21:30
Brjóstin urðu fræg á augabragði Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum. Menning 8.3.2023 06:01
„Planið er að yfirtaka Ísland“ Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka. Lífið 7.3.2023 08:00
„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 5.3.2023 06:01
Örva skilningarvitin með skemmtilegri tilraunamennsku Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger mynda listrænt teymi verksins Soft Shell sem er stöðugt verk í vinnslu. Á morgun geta gestir komið og séð afrakstur af vinnustofu sem þær standa fyrir í Gryfjunni, Ásmundarsal. Menning 1.3.2023 15:01
Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Lífið 22.2.2023 20:01
Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim. Menning 20.2.2023 11:31
Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. Tónlist 17.2.2023 06:00
Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík. Innlent 13.2.2023 15:55
Lionel Messi kominn á Hvolsvöll Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli. Lífið 12.2.2023 21:39
Idol keppendur máluðu myndir af dómurunum: „Þetta er eins og blint egg með spangir“ Í síðasta þætti af Idol kepptu þau Saga, Kjalar, Bía og Símon ekki aðeins í söng, heldur fékk fjölmiðlamaðurinn Gústi B krakkana einnig til þess að keppa í myndlist. Lífið 8.2.2023 15:58
Rafmögnuð stemning í Kópavogi í kvöld „Vörpunarverk Þórönnu er eitt stærsta og viðamesta verkefnið á hátíðinni í ár en áralöng hefð er fyrir því að varpa nýju verki á kirkjuna á Vetrarhátíð,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi en glæsileg dagskrá Vetrarhátíðar hefst í kvöld klukkan 18 þegar verki Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju. Lífið samstarf 3.2.2023 08:52
Gunna Tryggva færir Selfyssingum veglega gjöf með skýrum skilyrðum Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss. Menning 19.1.2023 13:43
Mætir heim til fólks og skapar list beint á veggina „Ég hef alltaf upplifað mikla ró við það að horfa til himins,“ segir listamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýninguna Skýjamyndir í Gallerí Gróttu á morgun. Menning 18.1.2023 11:31
Rannsakar hlut kvenna í íslenskri listasögu næsta árið Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Menning 17.1.2023 15:44
„Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 15.1.2023 07:00
Málar hrúta í gríð og erg Hrútar eru í miklu uppáhaldi hjá listamanni í Eyjafirði enda hefur hann málað þá marga um ævina og selt ferðamönnum. Lífið 13.1.2023 10:03
„Hér þarf ég ekki að binda mig við skipsmastur í óveðri“ Fjölmenni var á opnun Bjarna Sigurbjörnssonar í Portfolio galleri síðustu helgi. Bjarni flutti úr bæjarlífinu vestur á Hellissand um mitt ár 2022 og hefur verið að reisa sér virki listarinnar ásamt spúsu sinni Ragnheiði Guðmundsdóttur. Lífið 11.1.2023 17:30
Settist í sófann hjá Jimmy Fallon: „Þetta fer algjörlega í minningabankann“ Thelma Sigurhansdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að setjast í sófa þáttastjórnandans Jimmy Fallon á meðan á auglýsingahléi við upptökur á kvöldþáttunum vinsælu „The Tonight Show with Jimmy Fallon“ stóð í desember síðastliðnum. Hún segir Fallon mikinn karakter en indælan. Bíó og sjónvarp 8.1.2023 00:13
Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa. Menning 3.1.2023 15:48