Auglýsinga- og markaðsmál

Fréttamynd

Fyrst svartra kvenna til að bera Tiffany demantinn

Beyoncé er fyrst svartra kvenna til að fá að bera hinn víðfræga 128,54 karata Tiffany demant. Tónlistarkonan ber demantinn um hálsinn í nýrri auglýsingaherferð Tiffany & Co skartgripaverslunarinnar, þar sem hún situr fyrir ásamt eiginmanni sínum Jay-Z.

Lífið
Fréttamynd

Geir í Ó­svör ó­vænt orðinn and­lit sardínu­fram­leiðanda

Geir Guðmundsson, sem eitt sinn var safnvörður í Ósvör í Bolungarvík, virðist vera orðinn að andliti sardínuframleiðanda í Svíþjóð. Fjölskylda Geirs hafði ekki hugmynd um að mynd af honum væri utan á sænskum sardínudósum, en framleiðandanum virðist hafa þótt vanta skegg á Geir.

Lífið
Fréttamynd

Vilja leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum

Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, hefur farið fram á það við ítölsk stjórnvöld að leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum innan fótboltans þar í landi. Það geti hjálpað ítölskum félagsliðum að vinna sig út úr fjárhagsvandræðum sem kórónuveirufaraldurinn hafi valdið.

Fótbolti
Fréttamynd

Havarti heitir nú Hávarður

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að breyta nafni ostanna Havarti og Havarti krydd í Hávarð og Hávarð krydd. Ástæðan er samningur Íslands og Evrópusambandsins um vernd á afurðaheitum.

Neytendur
Fréttamynd

Aug­lýsing fyrir bólu­setningu vekur hörð við­brögð

Áströlsk auglýsing sem ætlað var að hvetja fólk til þess að skrá sig í bólusetningu hefur vakið hörð viðbrögð í áströlsku samfélagi. Mörgum hefur þótt auglýsingin vera sett fram sem hræðsluáróður og þá hefur tímasetning hennar verið gagnrýnd, með tilliti til framgangs bólusetningarátaksins í landinu, sem gengur hægt.

Erlent
Fréttamynd

Kampa­vín verður að ó­merki­legu freyði­víni í Rúss­landi

Franskir freyði­víns­fram­leið­endur úr héraðinu Champagne eru æfir eftir að ný lög­gjöf var inn­leidd í Rúss­landi, sem má kalla á­kveðna tíma­móta­lög­gjöf í vín­heiminum. Þar er kveðið á um að rúss­neska freyði­vínið Shampanskoye (sem er rúss­neska orðið yfir kampa­vín) megi eitt bera heitið, sem hefur hingað til að­eins til­heyrt vín­fram­leið­endum Champagne-héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Aug­lýsingar RÚV fyrir Krakka­f­réttir ó­lög­legar

Ríkisútvarpið hefur verið sektað um milljón króna vegna auglýsinga sem voru sýndar beint á eftir Krakkafréttum alla vetur frá nóvembermánuði 2015 og til maímánaðar 2021. Samkvæmt fjölmiðlalögum er óheimilt að sýna auglýsingar strax fyrir og í kjölfar dagskrárliðar sem ætlaður er börnum 12 ára og yngri.

Innlent
Fréttamynd

Táknrænt að breyta joggingbuxum í gönguskó

Ferðamenn sem leggja leið sína til landsins munu í sumar geta breytt joggingbuxunum sínum í gönguskó. Um er að ræða markaðsherferð á vegum Íslandsstofu þar sem fólk er hvatt til þess að loka tímabili takmarkana með táknrænum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Klókir kjúklingasalar auglýsa á besta stað í bólusetningu

Auglýsing fyrir kjúklingastað er nú meðal þess sem birtist á stjórum skjá inni í stóra sal Laugardalshallar og tekur á móti höfuðborgarbúum sem hyggjast láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir kjúklingastaðinn hafa átt hugmyndina að birtingu auglýsingarinnar, sem vel hafi verið tekið í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FÍFL er endur­­vakið fé­lag lög­­reglu­­deildar sem er ekki lengur til

Fé­lag ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna (FÍFL) eru fé­laga­sam­tök starfs­stéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkni­efna­deild lög­reglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starf­semi hennar nú undir svið mið­lægrar rann­sókna­deildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi.

Innlent
Fréttamynd

BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu.

Innlent
Fréttamynd

28 ára sjálfstætt starfandi kona búsett í Kópavogi – Áhugamál: Dýr, mannréttindi, pólski herinn o.fl.

Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hrifa­valdar vilja að Neyt­enda­­stofa sé enn skýrari

Hópur áhrifavalda, sem er fólk sem fær greitt fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum sínum, kallar eftir skýrari reglum um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur í gegnum tíðina gripið til aðgerða gegn áhrifavöldum sem fylgja ekki reglum um duldar auglýsingar og gefið út sérstakar leiðbeiningar í málaflokknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áhrifavaldar kalla eftir þessu.

Neytendur