Box

Fréttamynd

Hatton ætlar að koma Manchester aftur á kortið í hnefaleikum

Fyrrum IBF -og IBO-léttveltivigtar heimsmeistarinn Ricky Hatton kveðst enn vera óákveðinn um hvort hann snúi aftur í hringinn eftir vandræðalegt tap gegn Manny Pacquiao í maí síðastliðnum þó svo að hann sé búinn að gefa sterkar vísbendingar um að hann sé ekki endanlega hættur.

Sport
Fréttamynd

Arreola og Klitschko mætast í Los Angeles

Nú er ljóst WBC-þungavigtarmeistarinn Vitali Klitschko mun reyna að verja titil sinn gegn Chris Arreola en búið er að skipuleggja bardagann sem mun fara fram 26. september í Staples Center í Los Angeles.

Sport
Fréttamynd

Fyrrum þungavigtarmeistari leggur hanskana á hilluna

Fyrrum WBO-þungavigtarmeistarinn Sultan Ibragimov hefur ákveðið að stíga til hliðar og hætta keppni í hnefaleikum. Hinn 34 ára gamli Rússi tapaði aðeins einum af 24 bardögum á atvinnumannaferli sínum og það var gegn Wladimir Klitschko í febrúar í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Er Cleverly hinn nýji Calzaghe?

Hnefaleikaungstirnið Nathan Cleverly frá Wales hefur þegar fengið stimpilinn á sig sem hinn nýji Joe Calzaghe þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Gatti nú talinn hafa framið sjálfsmorð

Fyrrum þungavigtarheimsmeistarinn í hnefaleikum Arturo Gatti, sem fannst látinn á hótelherbergi sínu í Porto de Galinhas í Brasilíu 11. júlí síðast liðinn, er nú eftir rannsókn lögreglu staðarins talinn hafa framið sjálfsmorð.

Sport
Fréttamynd

Roy Jones Jr. neitar að leggja hanskana á hilluna

Hnefaleikagoðsögnin Roy Jones Jr. er ekki af baki dottinn þó svo að hann sé ef til vill aðeins skugginn af sjálfum sér inni í hringnum núna miðað við hverning hann var þegar hann var upp á sitt besta.

Sport
Fréttamynd

Witter: Myndi klára Khan í fáum lotum

Fyrrum WBC-léttveltivigtarmeistarinn Junior „The Hitter“ Witter vill ólmur mæta WBA-léttveltivigtarmeistarnum Amir Khan um leið og hann er búinn að endurheimta meistarabeltið sitt gegn Devon Alexander í bardaga sem fram fer 1. ágúst næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Haye: Valuev er risavaxinn, loðinn og ljótur

Það er enginn skortur á sjálfstrausti hjá breska hnefaleikamanninum David Haye og hann var sannarlega með munninn fyrir neðan nefið í nýlegu viðtali sínu við Sky Sports fréttastofuna fyrir fyrirhugaðan bardaga hans við rússneska risann Nikolai Valuev sem fram fer í nóvember.

Sport
Fréttamynd

Salita tilbúinn að hirða beltið af Khan

Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að nýkrýndur WBA-léttveltivigtarmeistari Amir Khan þurfi að verja belti sitt gegn Úkraínumanninum Dmitriy Salita sem er sem stendur skráður númer eitt hjá WBA yfir mögulega andstæðinga meistarans.

Sport
Fréttamynd

Pacquiao stefnir á að mæta Cotto í Las Vegas

Flest virðist nú benda til stórbardaga í hnefaleikum næsta haust þegar IBO-léttveltivigtarmeistarinn Manny Pacquiao og WBO-veltivigtarmeistarinn Miguel Cotto mætast en Pacquiao á aðeins eftir að samþykkja kröfur Cotto fyrir bardagann.

Sport
Fréttamynd

Khan setur stefnuna á Bandaríkin

Nýkrýndur WBA-léttveltivigtar heimsmeistari í hnefaleikum Amir Khan hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að berjast næst við landa sinn Ricky Hatton eins og margir voru búnir að spá að myndi gerast.

Sport
Fréttamynd

Khan: Hef aldrei æft jafn mikið fyrir bardaga

Breski hnefaleikakappinn Amir Khan er tilbúinn í slaginn gegn WBA-léttveltivigtar meistaranum Andreas Kotelnik en þeir mætast í hringnum í MEN-höllinni í Manchester á laugardagskvöld.

Sport
Fréttamynd

Snýr Hatton aftur í hringinn í nóvember?

Samkvæmt breska götublaðinu The Sun er Ricky Hatton byrjaður að æfa af fullum krafti á ný eftir að hafa tekið sér frí frá hnefaleikum eftir niðurlægjandi tap gegn Manny Pacquiao í maí síðast liðnum.

Sport
Fréttamynd

Mayweather skýtur föstum skotum á Pacquiao

Hinn ósigraði Floyd Mayweather Jr lagði sem kunnugt er hanskana á hilluna eftir yfirburðasigur gegn Ricky Hatton um WBC-veltivigtarbeltið í lok árs 2007 en Bandaríkjamaðurinn snýr brátt aftur í hringinn þegar hann mætir Juan Manuel Marquez frá Mexíkó í september.

Sport
Fréttamynd

Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum fannst látinn á hótelherbergi sínu

Fyrrum IBF-léttvigtar og WBC-léttveltivigtar heimsmeistarinn í hnefaleikum Arturo Gatti er látinn aðeins 37 ára gamall. Lögreglan í Porto de Galinhas í Brasilíu rannsakar nú orsök dauða kappans en hann fannst látinn á hótelherbergi sínu þar sem hann dvaldi ásamt eiginkonu sinni og eins árs gömlum syni þeirra.

Sport
Fréttamynd

Roach: Khan er tilbúinn í bardagann

Hnefaleikaþjálfarinn Freddie Roach er sannfærður um að skjólstæðingur sinn Amir Khan sé tilbúinn fyrir WBA-titilbardagann í léttveltivigt gegn ríkjandi meistaranum Andreas Kotelnik.

Sport
Fréttamynd

Tyson að snúa aftur í hringinn?

Hnefaleikamaðurinn Nenad Stankovic frá Serbíu hefur tilkynnt þarlendum fjölmiðlum að hann muni mæta sjálfum „Iron“ Mike Tyson í hringnum á Marakana-leikvanginum í Belgrad 20. desember á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Samningar um bardaga Haye og Vitali Klitschko á lokastigi

Allt bendir nú til þess að Bretinn David „Hayemaker“ Haye fái loksins langþráðan möguleika á beltabardaga gegn WBC þungavigtarmeistaranum Vitali Klitschko en Haye varð að draga sig út úr bardaga gegn IBF og WBO þungavigtarmeistaranum Wladimir Klitschko, yngri bróður Vitali, í júní vegna bakmeiðsla.

Sport
Fréttamynd

Haye óþreyjufullur að mæta Klitschko-bræðrum

Eftir að breski hnefaleikakappinn David Haye þurfti að draga sig út úr bardaga gegn Wladimir Klitschko um miðjan júní vegna meiðsla hefur gengið illa hjá honum að skipuleggja annað tækifæri í hringnum gegn annað hvort Wladimir eða Vitali Klitschko.

Sport
Fréttamynd

Endurkomu Floyd Mayweather frestað

Til stóð að hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. myndi snúa aftur í hringinn gegn Juan Manuel Marquez í júlí en bardaganum hefur hins vegar verið frestað til 19. september.

Sport
Fréttamynd

Hatton enn óákveðinn með framhaldið

Hnefaleikakappinn Ricky Hatton er enn í rusli yfir niðurlægjandi tapi sínu gegn Manny Pacquiao en fjöldi manna úr bransanum hafa hvatt Bretann til þess að leggja hanskana á hilluna.

Sport
Fréttamynd

Klitschko varði titla sína

Hnefaleikakappinn Wladimir Klitschko varði í kvöld WBO- og IBF-titla sína í þungavikt. Hann lagði Ruslan Chagaev með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu.

Sport