Calzaghe og Jones mætast í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2008 14:04 Calzaghe og Jones eru hinir mestu mátar en hér stilla þeir sér upp fyrir ljósmyndara í gær. Nordic Photos / Getty Images Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum. Calzaghe er ósigraður í 45 bardögum og ætlar að hætta eftir bardagann í kvöld. Honum er því mikið í mun að sigra Jones sem hefur af mörgum verið talinn einn besti hnefaleikakappi heims síðasta áratugs. Þeir stigu á vigtina í gær og voru báðir 174 og hálft pund að þyngd en efri mörkin fyrir léttþungavigt eru 175 pund. „Ég er mjög spenntur," sagði Calzaghe. „Þetta verður frábær bardagi. Madison Square Garden er frábær staður og þetta verður mikil sýning. Eftir bardagann verð ég enn ósigraður - 46 sigrar og ekkert tap." „Þetta verður besti bardagi ársins. Þið megið styðja ykkar mann en Roy Jones er mættur aftur," sagði Jones. Hann var einnig ósigraður þar til hann mætti Antonio Tarver öðru sinni í maí árið 2005 en hann hafði unnið Tarver í nóvember árið áður. Næst tapaði hann fyrir Glen Johnson frá Jamaíku og svo aftur fyrir Tarver í byrjun október 2005. Síðan þá hefur Jones hins vegar komið sér aftur á rétta braut og vann hann sigur á Felix Trinidad í janúar síðastliðnum. Calzaghe er sem fyrr segir ósigraður á ferlinum. Árið 1997 skaust hann á stjörnuhimininn þegar hann vann WBO-heimsmeistaratignina í ofurmillivigt af Chris Eubank og hélt henni í tíu ár. Hann afsalaði sér tigninni í fyrra þegar hann ákvað að færa sig upp í léttþungavigt. Síðasti bardagi hans í ofurmillivigt var gegn Dananum Mikkel Kessler í nóvember í fyrra þar sem allir þrír heimsmeistaratitlarnir voru lagðir undir. Hann mætti Bernard Hopkins í apríl síðastliðnum og vann þá sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt.Klukkan 23.35 verður bardagi Jones gegn Felix Trinidad sýndur á Stöð 2 Sporti. Að honum loknum taka við þáttaröð sem var gerð um undirbúning bardagans í kvöld en bein útsending hefst klukkan 02.00 í nótt. Box Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Sjá meira
Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum. Calzaghe er ósigraður í 45 bardögum og ætlar að hætta eftir bardagann í kvöld. Honum er því mikið í mun að sigra Jones sem hefur af mörgum verið talinn einn besti hnefaleikakappi heims síðasta áratugs. Þeir stigu á vigtina í gær og voru báðir 174 og hálft pund að þyngd en efri mörkin fyrir léttþungavigt eru 175 pund. „Ég er mjög spenntur," sagði Calzaghe. „Þetta verður frábær bardagi. Madison Square Garden er frábær staður og þetta verður mikil sýning. Eftir bardagann verð ég enn ósigraður - 46 sigrar og ekkert tap." „Þetta verður besti bardagi ársins. Þið megið styðja ykkar mann en Roy Jones er mættur aftur," sagði Jones. Hann var einnig ósigraður þar til hann mætti Antonio Tarver öðru sinni í maí árið 2005 en hann hafði unnið Tarver í nóvember árið áður. Næst tapaði hann fyrir Glen Johnson frá Jamaíku og svo aftur fyrir Tarver í byrjun október 2005. Síðan þá hefur Jones hins vegar komið sér aftur á rétta braut og vann hann sigur á Felix Trinidad í janúar síðastliðnum. Calzaghe er sem fyrr segir ósigraður á ferlinum. Árið 1997 skaust hann á stjörnuhimininn þegar hann vann WBO-heimsmeistaratignina í ofurmillivigt af Chris Eubank og hélt henni í tíu ár. Hann afsalaði sér tigninni í fyrra þegar hann ákvað að færa sig upp í léttþungavigt. Síðasti bardagi hans í ofurmillivigt var gegn Dananum Mikkel Kessler í nóvember í fyrra þar sem allir þrír heimsmeistaratitlarnir voru lagðir undir. Hann mætti Bernard Hopkins í apríl síðastliðnum og vann þá sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt.Klukkan 23.35 verður bardagi Jones gegn Felix Trinidad sýndur á Stöð 2 Sporti. Að honum loknum taka við þáttaröð sem var gerð um undirbúning bardagans í kvöld en bein útsending hefst klukkan 02.00 í nótt.
Box Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Sjá meira